Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 2

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 2
LISTAHÁTÍÐ ÞJÓÐLEIKHÍSSINS Þegar þetta blað kemur fyrir sjónir lesenda, mun listahátíð Þjóðleikhússins hafa staðið yfir í fimm daga. Þá hefur óperan Selda brúðurin eftir Smetana væntanlega verið sýnd fimm sinnum und- ir stjórn Dr. V. Smetácek. Þetta er gestaleikur frá Prag-óperunni og hún er talin með beztu óperum á meginlandinu. Á föstudaginn hefjast sýningar á Rigólettó, hinni vinsælu óperu eftir snillinginn Verdi. Þjóð- leikhúsið hefur vandað mjög til þeirrar sýningar með þvi að fá hinn frábæra söngvara Nikolai Gedda. Hann er sem stendur einn eftirsóttasti tenórsöngvari í heiminum. Hann hefur bjarta tindrandi rödd, sem hann beitir af mikilli kunn- áttu. Gedda er óvenju glæsilegur á sviði, mikill persónuleiki og fágaður i framkomu. Auk þess er hann snjall málamaður og getur sungið og talað á sex tungumálum. Gedda er fæddur og uppalinn í Stokkhólmi, íað- irinn var Rússi, einn úr hinum fræga Donkósakka- kór en móðirin sænsk aðalskona og ber hann ættarnafn hennar. Gedda söng íyrst í Stokkhólmsóperunni 1952, aðalhlutverkið í óperunni „Postiljonen fra Longjumezu“. Annað eins lof og hann fékk eftir það hefur tæpast nokkur maður fengið fyrr né síðar á Stokkhólmsóperunni. Síðan fór hann til ítalíu og söng sem gestur á Scalaóperunni í Milanó og var þar tekið með kostum og kynjum. Þegar hann svo söng í fyrsta sinn i Stóru óper- unni í París 1953 ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna og jafnvel forseti Frakklands, sem var viðstaddur sýninguna fór ásamt nokkrum ráð- herrum sinum upp í búningsherbergi söngvarans að lokinni sýningu til þess að þakka honum fyrir sönginn og óska honum til hamingju. Við Stóru óperuna var svo Gedda fastráðinn í 3 ár, þar til hann fór til Metropolitan óperunnar í New York Þar sem hann hefur verið fastráðinn siðan. En auk þess hefur hann sungið sem gestur í ýmsum þekktustu óperum heimsins og haldið hljómleika, og nú er starfskrá hans fullskipuð fram til árs- loka 1961. Stina Britta Melander er íslenzkum leikhúss- gestum svo kunn, að óþarft er að kynna hana mikið. En síðan hún söng hér í „Kátu ekkjunni", sem hún söng og lék með miklum glæsilbrag eins og kunnugt er, hefur hún starfað í Þýzkalandi. Fyrst söng hún Violettu í óperunni „La Traviate" í óperunni í Wiesbaden og sögðu blöðin eftir frumsýninguna, að aldrei hefði nokkurri söng- konu verið fagnað eins og henni. Það var ósiitið klapp í 20 mínútur. Siðan hefur Stina Britta verið fastráðin við ríkisóperuna í Vestur-Berlín og Framhald á bls. 3 Myndirnar. Efst t. v.: Biðröð við aðgöngumiðasölu Þjóð- leikhússins. T. h.: Tékkneski hljómsveitarstjórinn Dr. V. Smetácek. Nikolai Gedda, óperusöngvari. Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Stina Britta Melander, óperusöngkona. 0 Litlu bilarnir hristast sundur. % Nógu gott fyrir lands- byggðina. % Veðrið í heila viku. ÉG ER EKKI MEÐ ÁRÓÐUR . .. Kæra Vika. Vegna atvinnu minnar ferðast ég talsvert um landið, einkum á sumrin, og þá oft og tíðum um vegi, sem ekki geta talizt beinlínis neinar kappakstursbrautir — enda ekki til þess ætl- aðir. En þetta bréf skrifa ég vegna þess, að mér ofbýður gersamlega hvernig sumt fólk ekur á þessum vegum, og þá ekki síður hverju það ekur. Þarna má sjá það geysast áfram í veik- byggðum smábílum, sem alls ekki eru gerðir fyrir akstur á slíkum vegum, og þaðan af síður slikan akstur. Það er áreiðanlegt, að þeir bilar verða ekki betri eftir ferðina. Flestar þessar leiðir er hægt að komast með áætlunarbílum, og þó að bíleigendur kunni að horfa í fargjaldið, mættu þeir hafa hugfast, að það er líka dýrt að liða sundur og stórskemma sinn eigin bíl. Ég er ekki með neinn áróður fyrir áætlunar- bílana, og vitanlega er miklu ófrjálsara að ferð- ast með þeim fyrir fólk, sem er vant að aka sinum eigin bil. Ég á sjálfur smábil en mér kemur ekki til hugar að leggja hann í þessháttar ferðalög, og mér finnst ég satt að segja vera miklu frjálsari, þegar ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af lionum, þó að það sé vitan- lega með mig eins og svo marga aðra, að bíllinn er mér ómissandi innanbæjar og i nágrenni við borgina. Virðingarfyllst. Jóhann. Orð í tíma talað. Flestir smábílar eru gerðir fyrir góða vegi, og því er það vitanlega fá- sinna ein að ætlast til þess, að þeir dugi til lengdar sem farartæki um „lítt færa urð, sem lögðu manna hendur“, eins og segir í vís- unni. Þeir eru góðir til þeirrar notkunar, sem gerð þeirra og styrkleiki miðast við, og vit- anlega tekur engu tali að aka þeim ekki að- eins um lítt rudda vegi, heldur og að aka þeim eins og um þrælsterka jeppa væri að ræða. Það væri annars fróðlegt að vita hvernig smábílar endast yfirleitt hér á landi, samanborið við í öðrum löndum, en senni- lega eru ekki til neinar skýrslur um það. Og hvernig væri að einhver samtök — til dæmis Neytendasamtökin beittu sér fyrir því að smábílaeigendur lærðu rétta meðferð farar- tækja sinna, og þá fyrst og fremst takmörkin fyrir getu þeirra? Það gæti orðið bæði bíl- eigendum og ríkinu mikill sparnaður. „LEIKSÝNINGA-ÁHUGASVÆÐI,“. Kæri póstur. Nú eru leikflokkar á ferð viða um landiS. Sumir þeirra hafa hið bezta skemmtiefni að bjóða, aðrir misjafnara eins og gengur. En það cr ekki það, sem mig langar til að ræða um, lieldur hitt, að þessir flokkar þyrftu að skipu- leggja ferðalög sín með tilliti hver til annars. Það kostar fólkið i dreifbýlinu bæði tíma og fyrirhöfn, að sækja skemmtanir þeirra, oft all- ■langar leiðir, svo að það leyfir sér ekki þann munað á viku eða hálfs mánaðar fresti. Er ekki til eitthvert Leikfélagabandalag, og getur það ekki séð um þetta — skipt landinu niður í eins- konar áhugasvæði þessara leikflokka? Og um leið finnst mér, að það ætti að hafa eitthvert eftirlit með efninu, sem þessir leikflokkar taka til meðferðar, að það sé ekki fyrir neðan allar hellur. Fólk 1 dreifbýlinu liefur líka sinn smekk, þótt það sé ekki alið upp við hámenningu leik- listarinnar í kringmn Iðnó og Þjóðleikhúsið, og það er móðgun við það, að gabba það langar leiðir til að horfa á einhver fíflalæti og hlusta á vitleysu, sein enginn getur brosað að, hvað þá hlegið. Með beztu kveðjum. Gísli í Gröf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.