Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 12

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 12
f 30.000 feta hæö með Flugfélagi Islands a <•«1 . na-.ivu*.? <, Um leið og Viscountinn hækkaði flugið, hnitaði hann hringi yfir Reykjavík og næsta nágrenni. Hér sést vel yfir Hafnarfjörð. Eftir að komið var í 30 þúsund feta hæð, var skyggni ógreinilðgt sökum blá- máða. Jóhannes Snorrason er elztá flug- stjári hjá Flugfélagi fslands. Hana kvaðat ekki hafa flogið sv» kátt áíur. Það er ekki langt slðan kvikfjárrækt var einráð atvinnugrein í sveitum landsins. Á þessum síðustu og beztu tímum hefur það breytzt eins og margt annað, og það ætti að vera i samræmi við þetta yndislega jafnvægi í byggð landsins, sem stjórnmálamenn hafa svo miklar mætur á. Það er ótrúlegt, en satt, að þeir, sem einvörðungu hafa garðyrkju að at- vinnu, eru nýir af nálinni í íslenzkum landbúnaði. Við erum komnir í heim- sókn til eins af þeim landnemum austur í Ilrunainannahreppi og Guðrún Magn- hjón, Einil Gunnlaugsson frá Miðfelli i Hrunamannahreppi og Guðrún Mag- núsdóttir frá Hofsósi. Þau hafa fengið landsskika með hitaréttindum að Flúðum i Hrunamannahreppi og reist þar glæsilegt garðyrkjunýbýli. Þegar við komum þangað, var Emil bóndi ekki heima. Hann var á skurð- gröfu úti í mýri, — ekki vegna garð- yrkjunnar og óbeinlinis þó. — Meðan reksturinn er ungur og óharnaður, verður að afla tekna með öðru móti. Og þá er gott að komast á skurðgröfu. Við liittum frú Guðrúnu úti i gróðurhúsi. Hún var að tína tómata af plöntunum og bar hverja fötuna af annarri inn i pökkunarskúrinn. Hún kvaðst annast gróðurhúsin, meðan bóndinn ynni að skurðgreftinum. Iiún vildi samt endi- lega, að við ræddum málin við hann, og varð það til þess, að við lögðum í langa göngu yfir foraðsblautar mýrar. Það lagði ferska mólykt upp úr skurð- inum, sem blandaðist smurolíustybbu frá vélinni. Hún stóð á flekum. Annars færi allt I kaf, sagði Emil. Hann lagði þegar niður vinnu, og sólin glainpaði á gluggana á nýja félagsheimilinu á Flúðum, þegar við gengum heimleiðis. Þarna á Flúðum hefur risið upp hverfi Frú Guðrún las tómatana, sem höfðu náð þroska og roðnað síðan daginn áður. Gunnlaugur litli fylgist með, þegar hækkar í fötunni. Visoount-flugvélin frá Flugfélagi íslands hóf sig léttilega til flugs í norðanstrekk- ingi og stefndi inn yfir bæinn. Það var ætlunin að fljúga í 30.000 fela hæð, og for- ráðamenn Flugfélagsins voru svo hugul- samir að bjóða blaðamönnum með í ferð- ina. F'arþegavél hafði aldrei verið flogið svo hátt yfir íslandi, sögðu þeir og gömlu Skymaster-vélarnar væru þess ekki megn- ugar að fljúga svo hátt. Það var hnitað í hringi frá Reykjavík og austur yfir Þingvelli og Hvalfjörð. Skyggnið var ekki sem bezt, og þegar komið var upp undir 30 þús. feta hæð, sást ekkert fyrir blámóðu. Frostið þar uppi var 50 stig. Viscount-flugvélarnar eru með loftþrýstibúnaði, og veldur það engum óþægindum að fljúga svo hátt. Það er alkunna, að menn fá hellu fyrir eyru, þegar flug er lækkað, og getur það valdið talsverðum óþægindum og jalnvel haldizt í nokkra daga. Fyrir sliku finnst alls ekki í Viscount-vélinni. Rolls Royce-hreyflarn- ir, sem knýja vélina, eru tæknilegt und- ur, og sýndi flugstjórinn, Jóhannes Snorrason, sannindaverki um það. Hann stöðvaði allar skrúfurnar nema eina, og það kom í Ijós, að vélin álti auðvelt með að halda hæð, og var þó nálega hvert sæti skipað í henni. Sagði Jóhannes, að Viscountinn ætti auðvelt ineð að fljúga á tveimur hreyflum alla leið frá Kaup- mannahöfn, enda þótt fullfermd væri. Flugvélin hafði nýlega verið innréttuð hjá Bílasmiðjunni, og var það í fyrsta sinn, sem slík innrétting var framkvæmd á íslandi, og virtist hafa tekizt sómasam- lega. Loftþrýstilninaður Viscount-vélar- innar gerir það að verkum, að ekki þarf súrefnisgrímur, þegar flogið er í þessa bæð, og verður meira að segja ekki vart við nokkur óþægindi af völdum hins þunna lofts. ★ Viscountinn getur gengið á einum hreyfli og haldið hæð. Jóhannes Snorra- son sannaði þetta og stöðvaði þrjá hreyfl- ana. Hér standa þeir hreyfingarlausir öðrum megin, en í baksýn sér yfir Sel- tjarnarnesið og Esjan í fjarska.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.