Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 13

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 13
Hún annasf gróðurhúsin 6»; meðan bóndinn grefur Emil, Guðrún or Gunnlaugur, sonur þeirra, á hlaðinu á nýbýlinu. Á myndinni sést jeppinn, sem strokufanginn af Litla- Hrauni tók og stórskemmdi eftir eltinga- leik f Reykjavík. eða visir að þorpi, og menn starfa þar við garð- yrkju, bifvélavirkjun og vélaviðgerðir, smíðar og bílaakstur. — Það þarf vafalaust margt að athuga við tómataræktun. Er ekki nauðsynlegt, að menn afli sér haldgóðrar þekkingar, áður en ]agt er út í svoleiðis ævintýri? — Það er að minnsta kosti betra. Ég var við nám i garðyrkjuskólanum í Hveragerði í tvo vetur og byrjaði hér að því loknu. — Eftir tvo vetur þar ert þú útlærður garð- yrkjumaður? — Jú, það er kallað svo. — Það er mikið gert að því að gagnrýna skólana fyrir ópraktíska námstilhögun. Ertu ánægður með garðyrkjuskólann? — Bóklega námið er gott, en mér finnst, að lagfæra þyrfti verklegu kennsluna og samhæfa bóklega náminu. Við vorum komnir að Flúðalæknum, þar sem gamla samkomuhúsið stendur og man betri daga. Uppi á balanum er íbúðarhús Emils og gróðurhúsin á bak við. — Það hlýtur að hafa verið erfitt fjárhagslega að koma þessu upp. — Ég fékk nýbýlalán, þegar ibúðarhúsið var fokhelt, — það er 90 fermetrar að flatarmáli og íbúðarris. Annars hef ég bjargað þessu með vinnu á skurðgröfunni. Síðan ég byrjaði hér, hef ég verið á henni, frá því að klaki fer úr á vorin og fram í skammdegi. — Ég býst við þvi, að það muni vera fremur þreytandi að vinna á þessari skurðgröfu svona til lengdar og heldur tilbreytingarlítil vinna. Ertu auk þess einsamall alla daga við gröftinn? — Upp á síðkastið hefur Skúli, bróðir minn. Emil á skurðgröfunni. Verkið er frem- ur tilbreytingarlaust, en þegar nálega er lagður dagur við höttu, er gott upp úr skurðgreftinum að hafa. í Miðfelli verið með mér. Við vinnum þá frá kl. 6 á morguana til 11 á kvöldin. — Það er langur vinnutimi. — Við vinnum til skiptis. Annar stingur fyr- ir skurðinum, meðan hinn grefur. — Og livað hafið þið á tímann? — Það er ákvæðisvinna. Við fáum víst á rúm- metrann og sjáum svo sjálfir um útgerðina. — Það hefur auðvitað komið sér vel að hafa svona góða atvinnu að gripa til — og það hér í nágrenninu. — Skurðgröfturinn er engin framtiðarat- vinna, en maður verður að stunda svona at- vinnu um einhvern tima til þess að geta komið sér vel fyrir með garðyrkjuna. — Það þarf víst mikla undirbúningsvinnu i gróðurhúsunum að vetrinum, — bera i húsin áburð, sá og ala upp plönturnar og þvi um líkt? — Þá hef ég fri frá skurðgreftinum og get sinnt þvi. Þegar svo plönturnar eru komnar upp og aðalvinnan er fólgin í því að tína af, vökva og brjóta af aukagreinar, þá kemur kon- an til skjalanna og annast það. Við göngum inn í pökkunarskúrinn, sem er við enda gróðurhússins. Guðrún hefur lokið að tina uppskeru dagsins, og nú þarf ekki að flokka heima. Það er gert í vélum hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, segja þau. Við sjáum, að það er heilmikið af grænum tómötum i húsinu, og þau segja, að þeir verði ef til vill orðnir rauðir á morgun, og þá eru þeir teknir. Það er mjög heitt og rakt loft þarna inni, sérstaklega í sólskini. — Ég byrjaði á þessu gróðurhúsi tveimur árum eftir, að ég kom úr garðyrkjuskólanum, segir Emil. — Það er 350 fametrar. Héroa má hafa um 900 tómataplöntur. Svo er ég bráðum búinn með annað hús, sem verður aðallega fyrir plöntuuppeldí. — Hvað gefur hver planta mikið af sér að meðaltali? — Það þykir sæmilegt að fá þrjú kiló eftlr plöntuna. — Ég hef heyrt, að þeir geri það bezt, sem hafa ekki meira en svo, að þeir geti hugsað um það sjálfir með fjölskyldu sinni, og þurfa ekki að kaupa vinnukraft. — Já, ég býst við þvi, að það sé rétt. Annars þarf að hafa svo gífurlega mikið. Ég ætla mér að hafa 800 fermetra undir gleri, — í því hús- rými má þó alltaf hafa um 3000 plöntur. — Svo áttu land þar að auki. — Átta hektara hér fyrir utan. Ég er ákveð- inn i þvi að hafa útirækt, kál og kartöflur til dæmis. Þetta á ég að geta séð um sjálfur og ætti ekki að vera svo erfitt. Annars eru mis- munandi sjónarmið um þetta hjá mönnum, — sumir vilja ekki lita við útirækt. Mér finnst bara vera svo gott kartöfluræktarland hérna, og svo vantár yfirleitt alltaf kartöflur. — Ég hef heyrt, að stundum liafið þið ekið miklum birgöum af gróðurhúsaafurðum 1 sjóinu fremur en lækka á þeim verðið, þegar birgðir fara að hlaðast upp seinni part sumars. — Það getur verið, að þetta hafi einhvern tíma verið gert, en e-kki nú í seinni tíð. Það er nú farið að vinna úr tómötum hérna, og islenzka tómatsósan þykir afbragð. En það er að vísu einhver offramleiðsla eins og er. — Þið ættuð að selja gróðurhúsaafurðirnar ögn lægra. — Ég er ekki hræddur við offramleiðslu. Það er tiltölulega stutt síðan fólk fór að neyta þessa matar hér, og nú er yngri kynslóðin orðin vön honum. Aftur á móti veit ég um margt roskið fólk, sem aldrei fellir sig við tómata, gúrkur og kálmeti. Svo gætu þessi mál verið i miklu betra lagi hjá okkur. Það þyrfti til dæmis að auglýsa meira, og dreifingin mætti vera i betra lagi. — Fer mikið í dreifingarkostnað? — í fyrra fengum við 24 krónur fyrir úr- valsflokk að frádregnum 15% sölulaunum til Sölufélagsins. Fyrir fyrsta flokk fengum við 20 krónur. Það má ekki minna vera, skal ég segja þér. Ykkur finnst þetta dýrt, en þessar vörur eru ekki greiddar niður eins og kjöt og mjólk. — Hafið þið hug á búskap með kýr eða kind- ur samhliða garðyrkjunni? — Nei, landeignin leyfir það ekki heldur. Við kaupum mjólk i, nágrenninu. Framan við íbúðarhúsið stendur yfirbyggður jeppi, sem. Emil á og notar til ferðalaga til fundar við skurðgröfuna. Þessi jeppi lenti í ævintýri um árið, þegar Jóhann Viíglundsson, strokufangi frá Litla Hrauni, kom að Flúðum um nótt og 't'ók jeppann í sina þjónustu. Hófst eftirminnilegur eltingaleikur úti í ölfusi milli Jóhanns og lögrdgtunnaiy og lauk þeim eltinga- leik með þvi. að jeppinn var stórskemmdur. Framhald á bls. 31. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.