Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 25

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 25
 Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning á draum kostar 20 krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar belnt frá draumráðningarmanninum þá kostar ráðn- ingin 50 krónur. DraumráSandi Vikunnar. Mig dreymdi að einhver segði við mig að pilt- urinn, sem ég hafði einu sinni verið með væri dáinn. Mér fannst ég ekkert verða hrygg að heyra það, en þó fann ég að tárin hrundu niður kinnar mér. í þvi tek ég eftir að ókunn stúlka stendur rétt hjá mér vinstra megin og fannst mér ég vita að þetta væri stúlkan, sem hann elskaði. Réttir hún mér þá eitthvað og segir: „Þú mátt eiga þetta til minningar um hann og tek ég við því og sé að þetta er vinstri hendin af honum, tekin af um úlnliðinn. Hún var alveg eðlileg og ekkert hlóð sá ég. Fannst mér ég verða voða glöð að eiga hana í minningu um hann. Við það vaknaði ég. Erla. Svar til Erlu. Draumurinn merkir að breyttir tfmar og betri séu í nánd hjá þínum fyrrverandi kunningja. Höndin í draumnum merkir að hann hljóti nú það hjá hinni stúlkunni, sem hann áður fékk hjá þér. Ég mundi ráðleggja þér að snúa hug þínum frá honum. Fyrsta æskuástin er oft viðkvæm, en sjaldan til frambúðar. Það eru svo margir þættir, sem skerast í lífinu. Venjulega er til nóg af pilt- um í heiminum þó einn eða tveir bregðist. Herra draumráðandi. Fyrir noltkru dreymdi mig merkilegan draum. Mig dreymdi að ég væri komin til himna og var ég i herbergi, sem var einhvers konar hiðstofa. Þvert yfir herhergið var stór gluggi og var fyrir •glugganum rimlar úr tré og fyrir innan þann glugga vissi ég að var himnariki. Þegar ég var sest í stól, sem var þarna tók ég eftir manni, sem gekk um gólf og vissi ég að hann réði hver færi inn i himnaríki og ekki. Spurði ég hann hvað ég væri að gera þarna þar eð ég væri ekki dáin og sagði hann að hér yrði ég að vera þvi það væri búið að skipa mig í hans stöðu. Ég svaraði þvi til að ég væri ekki hæf í starfið. „Jú,“ sagði hann og um leið fór lítil rúllu- gardina niður einn rimilinn á glugganum og gaf það til kynna að nú væri einn maóur dáinn og spurði ég manninn hvort að maðurinn hefði komist inn þvi hann hefði gert eitt og annað af sér áður en hann dó. (Mér fannst þetta hafa verið merkur maður). „Jú,“ svaraði hann, „hann komst inn því hann náði því að biðja fyrirgefn- ingu og létti mér mjög við að heyra það. Svo segir maðurinn við mig hvort að ég vilji koma út að aka og þáði ég það. Heyrðum við i fólks- bíl og var fólk í bílnum með okkur, en ég sá það ekki, heyrði bara í því og vissi af þvi. Ók- um við eftir vegi, sem var utan i hlíð og hallaðist vegurinn mjög mikið en bíllinn fór fyrir það beint, svo sá ég mann koma hlaupandi niður lilíðina, sem ég kannaðist við og bað ég hann að koma með (hann er lifandi) og töluðum við um það hvað þarua væri fallegt og þægileg birta, þó sólin skini, fór hún ekkert i augun á manni og sagði ég að þetta landslag væri likt og á Þingvöllum nema hér væri fallegra og svo mikill friður og kyrrð. Svo var ég aftur komin í herbergið og segir maðurinn við mig að nú eigi ég að fara niður á jörðina og kveðja fólkið mitt. Þegar við fórum var dagur og var ég með yngstu telpuna mína með mér við hönd og fannst mér ég skilja hinar eftir (ég á þrjár) og ekki vissi ég hvernig þær komust upp þær fóru ekki með mér. En þegar við komum nið- ur var nótt og ég hélt á lítilli telpu, sem ég átti ekki en ég vissi að kjóll, sem hún var i, bleikur, hafði ég saumað. Ekki veit ég hvað varð af telpunni. Svo lít ég upp í himininn og sé ég þá svo fallega grænbláa braut og segi við hann hver á svona fallega braut. „Þú„“ segir hann. Svo sé ég ljós, sem fara upp og önnur, sem fara niður og segi hvaða ljós eru þetta. Þau, sem fara upp eru þeir sem eru dánir, en þau, sem fara niður eru þau börn, sem verða til segir hann. Svo fór ég heim og þá voru jól og var ég með jólatré og skraut með mér og voru allir mjög hrifnir af þessu. Þetta var svo fallegt á litinn. Svo kvaddi ég og bað mamma mig að fara ineð þrjá pakka upp en mér fannst það óinögulegt, þar eð þeir væru ómerktir og tveir þeirra áttu að vera til tveggja frækna Framhald á bls. 31. kom. Það var stormur og tréð svignaði fyrir honum. Knud Erik heyrði fuglagarg í nánd við sig. Fuglarnir höfðu komið auga á drenginn og flugu órólegir fram og aftur umhverfis öspina. Skyndilega sá Knud Erik hreiðr- ið. Ilann var kominn alla leið. Nú versnuðu óhljóð fuglanna. Þeir flugu rétt hjá drengnum. Hann hélt sér með annarri hend inni, en stakk hinni inn í hreiðrið. Hann varð fyrir miklum von- brigðum. Hreiðrið var tómtl Hann þreifaði um allt hreiðrið i Ieit að eggjum eða eggi. En það var árangurslaust. Hann fann einhverja harða smá- hluti í hreiðrinu. Þetta voru gler- brot og smástcinar. Kmid Erik hugðist fleygja þessu. En þá sá hann glytta í eitthvað. Það var rauðgult á lit. Gullhringur! Drengurinn lét allt, sem hann tók úr hreiðrinu i vasa sinn og lagði af stað niður eftir trénu. Vont hafði verið að komast upp, en miklu verra var að komast nið- ur. Skyndilega brast grein uiidan fótum hans, og hann hékk á hönd- unum einum um stund. Hann varð hræddur og missti mátt. En svo herti hann upp hugann, náði fót- festu og komst slysalaust niður. Þá titraði hann frá hvirfli til ilja. „Knud Erik! Hvernig kom þér til hugar að klifra upp öspina? Það er lífshætta." Það var presturinn, sem þetta mælti. Hann stóð í trjágarðinum. „Ég ætlaði að sækja egg,“ svar- aði Knud Erik. „Ertu með egg?“ spurði prestur- inn. „Nei. Það voru engin egg i hreiðrinu, aðeins glerbrot og...“ „Hvers vegna vildurðu ná i eða skaða skjósegg?“ spurði prestur. „Það átti að fara með hvolp mg drekkja lionum, og mér þótti það svo leiðinlegt. Anders ætlaði að láta mig fá hvolpinn, ef ég léti hann fá skjósegg. Ég fann aðeins hring.“ Ivnud Erik tók hringinn upp úr vasanum og rétti prestin- um. Presturinn aðgætti liringinn og mælti: „Já, þetta er hringur konunnar minnar, er týndist fyrir nokkrum vikum. Komdu inn, drengur minn.“ „Ég má ekki vera að því, ég verð fyrst að hitta Anders og segja honum að ég geti ekki látið hann fá eggið og bjargað hvolpinum.“ Presturinn sagði: Ætli það tak- ist ekki. Ég ætla að fara með þér til fundar við Anders. Svo kom- um við til konu minnar að þvi búnu.“ Knud Erik hafði ekki til hugar komið að svo margt gæti skeð á einni klukkustund og raun bar vitni. Hann eignaðist hvolpinn og fékk fundarlaun hjá prestskonunni. Hvolpurinn var hafður i eldhús- inu. Og Knud Erik þurfti að fara fram i eldhús oftar en einu sinni um kvöldið til þess að fullvissa sig um það, að hvolpurinn væri á sinum stað. (Jóh. Sch. þýddi) VIKAN as

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.