Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 15

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 15
Eitt sinn snertust hendur þeirra, er hún rétti honum nokkur skjðl. Fann hún þá sem yl legði um sig, — það var eins og eitthvað með henni væri að vakna til nýs lífs. Henni sýndist hann ætla að segja eitthvaS, en i þess stað brosti hann aðeins og laut yfir skjöl sin á skrifborSinu. 'Hana langaSi allt i einu til að strjúka hendinni yfir hár hans og fann, að DaviS var orðinn henni meira virði en hún hafði gert sér grein fyrir. Dögum saman var hún altekin þrá eftir einhverju undursamlegu. Hann var nærgætnari en nokkru sinni fyrr, og rðdd hans var þrungin hlýju, er bar i sér fyrirheit um margt og mikið. HÚN gat aldrei gleymt bréfinu, þessu til Wheeler & Wilkins, — ekki af þvi, að neitt merkilogt stæði í þvi. Þvert á móti var það óskðp al- gengt, stuttorð viðurkenning á pöntun. En hún gleymdi þvi aldrei vegna þess, að hún var einmitt að hreinrita það á vélina, er hún varS þess vör, að DavíS stóð fyrir aftan hana. Hún leit upp, og augu þeirra mættust. — GóSa, bezta Eva, sagði hann bara. ÞaS var eins og hann gæti ekki haldið aftur af orðunum. Lófar hans lokuðust um hendur hennar, og hann dró hana blíSlega að sér. Augu hans léku leitandi um andlit hennar, og i þeim var eitthvað likast ótta eða feimni, er hann mælti: — Þú skilur ... þú hiýtur að hafa fundið, að ég elska þig. — DaviS, hvislaði hún. Hikið hvarf úr augum hans, og hann tók hana i faSm sinn. Varir hans voru þéttar og hlýjar, þegar hann kyssti hana. Rétt á eftir kom herra Revling inn, og DaviS tók að rýna i verkefni sín. Eva reyndi sem bezt hún gat að hamra á ritvélina og láta sem ekkert væri, en skjálfhent var hún. ÞaS lá við, að gleðin, er fyllti sál hennar væri meiri en svo, að hún gæti rúmað hana. Persóna DaviSs var þrungin þrótti, er kom fram i skilningi og nærgætni, sem ekki var hægt að lýsa. Þegar herra Revling var loksins farinn, gekk DaviS aftur til hennar. — Elsku Eva, sagði hann og kyssti hár hennar. Mig hefur aldrei dreymt um að giftast, fyrr en ég hitti þig. f raun og sannleika hef ég alla tíð verið andvigur hugmyndinni um hjónaband og álitið sjálfan mig óhæfan eiginmann. Ég hef ævinlega verið sokkinn niður i sðlu- ferðir, viðskipti og bækur. Hjónabandið hef ég skoðað sem eins konar fangelsi. — Þannig er það alls ekki, Davið, svaraði hún og brosti að fákænsku hans. MeS hjónabandinu öSlast maður einmitt nýtt frelsi. — ÞaS skil ég núna, — frelsi fyrir tvo, ef þess er aðeins gætt að eyðileggja ekki allt saman með barneignum. BrosiS dofnaði á vörum hennar. — Börn eru ekki til byrði, sagði hún. Hún hafSi aldrei sagt honum frá Bobb. Hún minntist þess allt i einu, að eiginlega hafði hún sagt honum ósköp litið um sjálfa sig. — Jú, þau eru það, svaraði hann. — Systir mín á ungt barn, sem ævinlega eyðileggur allt fyrir okkur. Hvert sinn, er viS ætlum að eiga rólega stund, Margrét, mágur minn og ég, fer hnokkinn að háskæla. Evu fannst sér allt i einu kólna. — Davið, þú átt þó ekki við, að þér þyki ekkert vænt um bðrn? spurði hún og reyndi árangurslitið að leyna kviða sinum. — Nei, ekki beinlinis. Mér finnst þau bara hindra mann frá svo mörgu. ÞaS var Evu til Iáns, að herra Revling kom inn i þessu. Hann leiddi athvsli DaviSs að öðru, svo að henni gafst ráðrúm til að leyna von- brigðum sinum. Hún beit á vðrina og deplaði auffúm, svo aS tárin hrukku úr þeim. Henni fannst sem hún hefði komið auga á Paradis tils^ndar — rétt til þess eins að sannfærast um, að hliS hennar væru lokuS. Hún elskaði DaviS. Um þaS var hún i engum efa. En hún gat ekki vænzt þess, að hann vildi giftast henni, þegar sá bðggull fylgdi skamm- rifi, að hann yrði að viðurkenna Bobb sem einn af fjolskyldunni. Þegar þau voru aftur orðin ein, stóð hún uþp 6g gekk að borSi háns. — Þér skjátlast, Davfð, mælti hún kvíSafull. — Um hvaS, Eva? — Um börn. Ég á einn frænda, og hann er dásamlegur. —• Ég veit það vel, aS ung börn eru indæl — að sjá þau. En þegar maðnr á þau sjálfur, situr maður fastur i feninu. — Ég skil, var hið eina, sem hún sagði. Hún fann, aS hún hafSi beðið ósigur, og sneri sér undan. Rétt i þvi hringdi siminn, og hann varð að sinna óskyldum efnum. ' | I ! I EINHVERN VEGINN leið dagurinn til enda. Hún reyndi aS hugsá um Bobb og drekkja vonbrigðum sinum i ást til hans. En hún skiídi, að Framhald á bla. 28. Hann var jafn-forviða sem hún og starði ntan við sig á barnavagninn. Svo breiddist glaðlegt bros yfir andlit hans. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.