Vikan


Vikan - 09.06.1960, Page 14

Vikan - 09.06.1960, Page 14
E c o í: S<D c so <D Ö <D -Q. Ö 'ö c o W) ö ■+- a- CL> C tn c ,c co o : > 10 ^ vS. .5» = <o *4: E s =>-5 io § §? *o —* Ö *X‘C c « s > 10 c VS c -Q. <D C ^ SÖ *0 -C QJ c E §*§ •O <o QJ li, Ö) ö O ■Sg.S § 5 MánuÖi eftir að Dikk dó, fékk Eva skrifstofustarf hjá fyrirtækinu Revling & Adams. Það var henni mikil hjálp, þvi að þá gafst henni ekki eins mikið tóm til að sökkva sér niður í hugsanir. Hið skammvinna hjónaband þeirra hafði verið einn óslitinn hamingjudagur út til enda, því að þau elskuðu hvort annað. Dikk hafði verið það dásamlega lagið að hlæja burtu allar áhyggjur. Eina skýið á hamingjuhimni þeirra var, að ekki leit út fyrir, að þau mundu nokkru sinni eignast barn. En þegar frá leið og það kom i ljós, að þau mundu sjá þessa heitustu ósk sína rætast, lifði Dikk sig inn í hlutverk sitt sem tilvonandi faðir af meiri alvöru en hann hafði áður sýnt við nokkurn hlut. Nóttina, sem Bob fæddist, var nistingskalt úti, og napur næðingur hreytti krapaskúrum niður eftir dalnum. Þau höfðu engan síma, svo að Dikk mátti gera sér nokkrar ferðir út í veðrið nóttina þá, — fyrst til að sækja frú Holding, sem átti að hjúkra Evu, svo eftir ljósmóður- inni og loks til að ná í lækninn. Við það hafði hann orðið innkulsa, en hafði ekkert skeytt um hitann, sem hann fékk. Hann vildi ekki einu sinni viðurkenna sjúkleika sinn, eftir að Eva var farin að klæðast. Hann fór til vinnu sinnar á skrifstofunni eins og að venju daginn, sem Bobb varð vikugamall. Þar hafði liðið yfir hann, og hann dó úr lungnabólgu, áður en Eva var oriðn svo hress, að hún gæti heimsótt hann. á sjúkra- húsið. Bobb var að vísu ósjálfbjarga hnokki, með blá augu og óstyrkar hendur, en eigi að síður var það hann, sem bjargaði Evu frá algerðu vonleysi. Áður hafði hún ein- göngu helgað Dikk líf sitt. En upp frá þessu varð hún ákveðin í að lifa framvegis fyrir Bobb. Og þess vegna varð hún fyrst og fremst að útvega sér atvinnu. Hún varð að vinna sér inn peninga. Af því leiddi aftur það, að hún þurfti að fá einhvern til að gæta barnsins. Barn- fóstrur lágu ekki á lausu, og loks varð hún að gera sér að góðu að taka frú Holding, sem var að sönnu hrein- lát og dugleg, en hörkuleg á svip og heldur lítilli þolin- mæði gædd. Eva var allan daginn með hugann hjá litla manninum, sem hún hafði orðið að skiija eftir í svo óblíðum höndum. Um hverja helgi mátti hún hafa Bobb hjá sér einni í heila tvo daga, og það fyllti hana friði og hamingju, sem gaf Iífinu gildi. En dagarnir fimm, sem á milli lágu, fundust henni aldrei ætla að liða, og hún gerði ítrekaðar tilraunir til að finna sér bliðlyndari barnfóstru en frú Holding. HERRA REVLING, sem ráðið hafði Evu til sin, var miðaldra maður, sköilóttur, gildvaxinn og góðlyndur. Félaga hans, herra Adams, sá hún ekki fyrr en eftir þrjá mánuði, er hann kom heim úr löngu söluferðalagi. Hurðinni að skrifstofu Evu var hrundið upp með brauki og bramli, og ókunnur, dökkhærður maður horfði á hana athugulum rannsóknaraugum. — Eruð þér frú Anlaby? spurði hann undrandi. — Ég hélt þér væruð miklu eldri ... Hann brosti glaðlega til hennar. Það bros var eins og hressandi blær færi um skuggsýna skrifstofuna. — Ekki af því, að neinn hafi sagt mér, að þér væruð orðin roskin, hélt hann áfram. Ég hélt bara, — af þvi að þér eruð gift, — Ég var gift, mælti hún hæglátlega. — Ó, fyrirgefið, sagði hann. Ég hefði átt að hugsa mig betur um. — Þér gátuð ekki vitað það fyrir, svaraði hún. Það gerir ekkert til. Hann settist á röndina á skrifborði hennar. — Ég þarf að fá mér einkaritara, sagði hann. Herra Revling áleit, að þér gætuð tekið það að yður. En auð- vitað ... ef þér viljið heldur vera laus við það ... Vafalaust yrði hann fyrir vonbrigðum, ef hún neitaði bón hans. Hann var þegar sannfærður um, að hann mundi geta unnið með henni. Það var einhver sálarró og jafnvægi yfir framkomu hennar, eins og tíðum er að finna hjá fólki, sem þroskazt hefur í skóla lífsins. Augu hennar voru skýr og greindarleg, og djúpt i þeim lá sorgin, sem hún gat alörei leynt til fulls. —' Þér getið flútt inn á skrifstofuna mina, ef þér bú- izt við að geta lagt það á yður að eyða dögunum með óforbetranlegum piparsveini. — Það held ég, að ég ætti að geta þolað við í sjö stundir á dag, svaraði hún með svolitlum glettnissvip í augnakrókunum. Davíð Adams kom henni i gott skap. — Leyfið mér þá að hjálpa yður tii, sagði hann og tók þegar að hlaða dóti hennar saman í hrúgu. Það ætlaði að hrynja, en hann bar það allt saman undur gætilega inn í skrifstofu sína. Eva gat ekki að sér gert að brosa. Það var mjög langt síðan hún hafði gert það. Hún fann fljótlega, að skemmtilegt var að vinna fyrir herra Adams. Og ef ekki hefðu verið áhyggjurnar út af Bobb, sem alltaf varð að vera upp á hina vafasömu nær- gætni frú Holdings kominn, hefði Eva verið harðánægð. Ekki leið á löngu, þar til Davíð útrýmdi því erfiða orði frú Anlaby og kallaði hana Evu. Og á hverjum degi hafði hann eitthvað nýtt og sögulegt að segja henni, — eitthvað, sem fyrir hann hafði komið, — eitthvað, sem honum hafði dottið í hug, — alltaf eitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þegar frá leið, vann hann sér trúnað hennar, og einn góðan veðurdag varð hún þess vísari, að hann var á vegi með að vinna meira en það. Stundum horfði hann á hana, lengi og hugsandi, og í augum hans las hún ýmislegt, sem hann lét aldrei í ljós með orðum. 14 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.