Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 4
Hróarsholt í Villingaholtshreppi. Þar var Sigurður Gottsvinsson dæmdur hinn 21. janúar, 1828 „til þess að hýð- ast við staur, brennimerkjast og erfiða ævilangt í festingar þrældómi“. Auk þess varð hann að greiða Hirti á Hambi ríflegar skaðabætur. Sigurður Gottsvinsson var um tíma í Vestmannaeyjum, og þar gerði hann það sér til frægðar, að hann las sig upp á turninn á Landakirkju og hafði þó ekki annað til átaks en grannan lista, sem hann tyllti gómunum á. Jafnan hættir almenningi við að láta dirfsku og karlmennsku villa sér nokkuð sýn um einstaklinga og athafnir þeirra. Á þetta ekki hvað sízt við um sagnaritara á öllum öldum, þótt tíðarandi ráði þar og vitanlega nokkuð um. Vera má, að þeim hætti jafnvel meira en öðrum við því að ofmeta þessa tvo eiginleika fyrir það, að þeir finni til þess hve naumt þeim hafi verið þar sjálfum skammtað, því að heita má undantekning að saman færi likamleg hreysti og skap til afreka og hneigð til ritstarfa, og er svo jafnvel enn. Þessa ofmats gætir til dæmis mjög í Islendinga- sögum; þar má finna þess mörg dæmi hve ríkri samúð og aðdáun sögu- ritarinn er haldinn þegar ofbeldismenn og ribbaldar eiga hlut að máli, og það jafnvel svo að iúalegir glæpir eins og morð á varnarlitlum mönn- um eða minnimáttar eru umvafðir mærðarljóma sem hetjudáðir; þarf þó ekki að afsaka sagnaritarana með tiðarandanum, þvi að drengskapur var þá í hávegum hafður hjá almenningi, enda virðast þeir oft eiga í vand- ræðum með að finna görpum sínum málsbætur, sem þeir telji duga — gagnvart samtíð sinni. Þessa viðhorfs gætir enn í dag hjá mönnum, sem fjalla um atburði og athafnir manna í riti. Þess má til dæmis finna nokkur dæmi í frásögnum blaðamanna af brotum sekra; séu þær lesnar gaumgæfilega kemur oftast i ljós að dirfska og karlmennska á sér enn formælendur, þótt ekki fylgi þeir eiginleikar aðrir, sem geri þessa að dyggðum —- eða öllu heldur þótt þeir eiginleikar fýlgi, sem geri þessa að ódyggðum. Og þar sem raunhæft almenningsmat á dáðum og drengskap hefur sljóvgazt fremur en hitt, samanborið við það sem var á öld íslendingasagnaritaranna, duga nú enr betur en þá þau þrotarök, sem þeir beittu „görpum" sínum til málsbóta, beint eða óbeint — að sitt sé hvað, gæfa og gjörvuleiki og enginn megi sköpum renna. Þannig ráða skrásetjarar og sagnaritarar á hverjum tíma miklu um orðstír „athafnasamra“ einstaklinga hjá komandi kynslóðum og mati á „afrekum" þeirra, því að venjulega lætur sanngjörn endurskoðun á mati sagnaritarans lengi á sér standa og reynist undantekningarlítið ekki þess megnug að fá hrundið þeim dómi, sem almenningur hefur kveðið upp, kynslóð eftir kynslóð, samkvæmt málsreifð sagnaritarans. Það er til dæmis litlum vafa bundið, að Sigurður Gottsvinsson hefði getað orðið dáður garp- ur og ævintýraljómi staðið um nafn hans meðal tuttugustu aldar Islend- inga, hefðu þeir hinir sömu fjallað um ævisögu hans og skráðu sögurnar af Höllu og Fjalla-Eyvindi. Það er meira að segja ekki fyrir að synja, að þá hefði sú sagnaritun orðið skáldum af okkar kynslóð uppistaða í fræg skáldverk, þar sem Sigurður Gottsvinsson væri gerður að íslenzkri útgáfu af Hróa Hetti — jafnvel að einskonar tákni fyrir vakandi frelsis- anda og uppreisnarvilja þjóðarinnar, fyrir „dáð“ þá, er hann vann á Brimar- hólmi og galt lífi sínu. Sannar ef til vill ekkert annað betur hvílíkur af- burðamaður það var, ekki eingöngu að frásagnarsnilli og fræðimennsku, heldur og sannleiksást, réttsýni og skyggni á mannlegt eðli og örlög, sem reit ævisöguna, að fáir munu njóta öllu óvilhallari dóms siðari kynslóða en einmitt Sigurður. Svo hlutlaust og hleypidómalaust segir Brynjúlfur frá Minna-Núpi kost og löst á þessum manni og áp Þess að láta garpskap hans villa sér sýn á þeim skapbrestum og afbrotahneigð, sem Sigurður tók sumpart að erfðum, en náðu sífellt sterkari tökum á honum fyrir óheppilegt uppeldi, umhverfi og tíðaranda og réðu illum örlögum hans og afdrifum, að okkur virðist jafn fráleitt að dá hann sem hetju, aumka hann sem atgervismann, er „eigi mátti sköpum renna“, eða fordæma hann sem samvizkulausan óbótamann. Það er eitt af athyglisverðustu af- rekum Brynjúlfs sem sagnaritara, að hann hefur kennt okkur að lita á Sigurð Gottsvinsson sem mann fyrst og fremst, óvilhallt og án þess að dá hann, afsaka hann eða ásaka umfram það, sem efni standa til. Sigurður var þriðja barn Gottsvins gamla, sem svo var jafnan nefndur, og konu hans, Kristinar, en þau áttu átta börn. Ekki lá gott orð á þeim hjónum; Gottsvin var talinn rummungsþjófur og ekki að ósekju, sást lítt fyrir ef hann var ölvaður, en óheimskur og svo ráðsnjall, einkum ef hann lenti i kröggum fyrir þjófnaðarhneigð sína, að af bar; hraustmenni var hann og harðger og ósérhlifinn, væri Því að skipta, hjálpsamur og mörgum því vel til hans þrátt fyrir allt. Kona hans mun hins vegar hafa verið illa liðin af flestum, litt gefin, sálfhælin úr hófi fram, þóttist mjög af guðrækni sinni. en eggjaði mann sinn, og síðar börn sín, til þjófnaða og óhæfuverka; réð hún miklu um allan heimilisbrag og til óheilla, þvi- að sjálfur var Gottsvin maður prúðlyndur ódrukkinn, „tók öllum málum vel og sneri öllu tali til hins betra vegar, þó misjafníega væri að honum farið“. Svo fór og að flest urðu börn þeirra misendismanneskjur, en þó ekki öll, en báru þó yfirleitt af öðrum hvað ytri gervileik snerti, og mörg þeirra voru greind vel og orðheppin. Brátt þótti þó Sigurður skara fram úr systkinum sínum að öllu atgervi. Hann gerðist snemma ramur að afli, en um leið svo fimur og snöggur, að af bar. Er það sagt til dæmis um íræknleik hans, að hann hafi hlaupið jafnfætis á bak hesti af sléttum velli — með fullorðinn sauð í fanginu, og aðrar íþróttir hans verið eftir því. Hversdagslega var hann hæglátur, fá- máll og fáskiptinn og umgengnisgóður, en fór þó sínu fram, hvað sem VIKAN Þetta er þriðji þátturinn, sem birtist í Vikunni um Kambsránið. Fyrsti þáttur fjallaði um sjálft rán- ið, annar um þátt Þuríðar formanns í því að koma upp um Kambráns- menn. Þriðji þáttur birtist hér, og hann fjallar um líf og afdrif Sigurð- ar Gottsvinssonar, sem var höfuð- paur í Kambsráninu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.