Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 23
rétta öndun og allt er við kemur því að mynda tón. Og eftir hálfan mánuð var ég kominn á rétta leið með blásturinn og gat farið að snúa mér að öðru. Hinn kennarinn var aftur á móti jazzkennari. Hann er þekktur saxófónleikari en ieikur einnig á pianó. Fyrst lét hann mig spila eitthvað lag og impróvisera það eftir eigin höfði og svo vann hann út frá því, hvar honum fannst ég standa, er ég kom í skólann. Hann skrifaði niður hin og þessi jazzlög með hljómum, mörg sem ég hafði aldrei heyrt áður, og lét mig spila — fyrst laglinuna og síðan impróvisera. Svo leið- beindi hann mér og leiðrétti það sem miður fór og benti mér á línur til að vinna út frá, þar sem honum fannst helzt ábótavant. — Hvað var skólatíminn langur dag hvern? — Venjulega var ég í skólanum klukkan níu til ellefu á morgnana við bóklegt nám — útsetningar, tón- fræði, heyrnarþjálfun og ýmislegt annað en það, sem viðkemur sjálfu hijóðfærinu. Eftir hádegi var ég svo i tvo til fimm tima við æfingar með litlum og stórum hijómsveitum og i einkatímum. — Lékstu jöfnum höndum á alto- og tenór-saxófón? — Nei, eingöngu á alto. í umsókninni talaði ég aðeins um alto og sama er að segja um segulbands- spóluna. Enda er talið betra að læra fyrst á alto og skipta svo yfir — frekar en það gagnstæða. — Var ekki erfitt fyrir þig að kljúfa það fjárhags- lega að komast þetta? — Jú, þetta var heiimikill „sláttur“. En það er ekki útilokað að ég geti unnið mér inn einhverja aura með hljóðfæraleik þarna vestra, svona þegar ég fer að þekkja betur til. — Leyfir skólinn slikt? — Já, það er allt í lagi skólans vegna. Það eru margir nemendur þarna sem eru starfandi hljóð- færaleikarar utan skólatimans, en sem útlendingur má ég strangt tekið ekki vinna. Hins vegar eru nú einhverjar undanþágur veittar fyrir erlenda náms- menn, til að létta þeim svolítið námskostnaðinn. — Er heimavist þarna í skólanum? — Nei, en margir nemendanna búa á pensionati, sem er i sambandi við skólann, og þar hélt ég til. Kostaði það mig um 100 dollara á mánuði — fyrir herbergi, morgunmat og kvöldmat. — Þú hefur ekki haft mikið fé aflögu til að skemmta þér fyrir? — Nei, afskaplega lítið. Það er náttúrlega svo með alla námsmenn — þeir geta nú ekki yfirleitt veitt sér margt, meðan þeir eru að læra. Ef ég fengi vinnu við hljóðfæraleik, þó ekki væri nema eitt kvöld i viku, þá myndi það lijálpa mjög mikið. Andrés lék í áhugamanna-jazzhljómsveit, sem nefnd var „Jazz 58“, og Kristján Kristjánsson stóð fyrir á sínum tíma. Andrés var valinn úr hópi mörg hundruð umsækjenda um styrk, sem hið heimsþekkta músíkblað „Down Beat“ veitir árlega til dvalar á jazz-skóla í Boston — Er slík vinna sæmilega borguð þarna? — Lágmarkstaxtinn er 15 dollar- ar fyrir ca. fjögra tíma vinnu, en svo er auðvitað fjöldi manns, sem liafa mikið ineiri laun, t. d. flestir þeir, sem vinna við plötuupptökur og slikt — þeir hafa allt að 500 doll- urum í vikulaun. — Fórstu ekki eitthvað út fyrir Bostou? — Ég skrapp nokkrum sinnum til New York og heimsótti kunningja minn, sem dvelur þar, Ólaf Stephen- sen. Og þegar ég kom vestur var ég viku í New York, áður en ég fór á skólann, og tvo daga núna þegar ég kom heim. — Verður þú lieima i allt sumar? — Já, en fer aftur í september. — Og á ekki að reyna að nota tímann til að þéna peninga? — Jú, það á að reyna það. — Og jiá við hljóðfæraleik? — Já, fyrst og fremst — kannski reyni ég að kenna eitthvað svolitið — einhverjum byrjendum. En það virðist vera mikill samdráttur í skemmtanalifinu liérna núna, sem ekki er óeðlilegt þegar allt er orðið svona dýrt. Og það er nú frekar verið að ræða um að fækka i hljóm- sveitunum hérna, heldur en að bæta manni við. Kenni byrjendum saxófónleik Andrés Ingólfsson Sími 32268 Litli bróð r er fyrir. Framh. af bls. 16. dæmis að klæða sig. Það liggur ekki hljótt á morgnana, ef það vaknar á undan mömmu, held- ur tekur að hrína eins og litla barnið. Móðirin fyllist örvæntingu. Hvað í ósköpunum er að barninu, sem einu- sinni'var svo hlýðið og indælt? Eftir nokkrar vikur er það orðið allt annað barn. Hún skilur ekki, að stóra barnið gerir þetta með vilja! Og nú tekur hún að skamma stóra barnið, ... og árangurinn er sá, að því finnst það enn vanræktara og meira út undan. Móðir- in sýnir nú einungis litla barninu ást sína og um- hyggju . . . heldur stóra barnið. Ef móðirin er ekki vöruð við þessari hættu, getur þetta skert alvarlega þroska barnsins. Geð- ferði barnsins getur einnig breytzt til muna, og sólskinsbarnið, sem eitt sinn var, getur breytzt í taugaveiklað og önuglynt vandræðabarn. Ef barninu er hegnt fyrir ósiði sína, heldur það þeim til streitu, einungis vegna þrjózku. Sum börn, sem löngu eru farin að ganga i skóla, halda ekki þvagi á næturnar vegna sálrænna truflana. En hvernig á mamma að fara að? Svarið er svo sem nógu einfalt, en það getur verið nokkrum erfiðleikum bundið að haga sér samkvæmt því. — Hún verður að sinna stóra barninu enn meir og sýna því, að henni þykir eins vænt um það og litla barnið. Hún verður að reyna að sinna báðum jafnmikið, ... a. m. k. þar til stóra barninu er orðið ljóst, að henni þykir jafnvænt um bæði. Og hún verður að minnast þess, að ást hennar er auður barnsins og umhyggja hennar er til þess, að barninu finnst lífið þess virði að lifa því! sem eru 2 metrar í þvermál en 6,5 metrar í ummál, hið eftirsóknarverðasta leikfang og skemmtitæki fyrir unga sem gamla. Kr. 65.00. Mjög auðvelt er að blása belgina upp með því að tengja þá við blástursop á ryksugu eða við útblástursrör bíla. Klippið út og sendið strax HÁS Pósthólf 57, Reykjavík. Vinsamlega sendið mér ........ stk. í póst- kröfu hið fyrsta. Nafn: ...................................... Heimili: ................................... Birgðir mjög takmarkaðar. FTBELGIR VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.