Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 34

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 34
Og hvatti hann til þátttöku. Er Jón Vildi koma sér hjá slíku, þar sem þetta væri glæpur, kvaðst Sigurður það eigi vita. ,,En þó svo væri,“ sagði hann, „sem mér er til efs, þá hefur margur guðsmaður, sem nú er á himnum, áður verði glæpamaður, en iðrazt síðan og fengið fyrirgefningu." Þá lét Sigurður svo um mælt, er Jón kvað sér efagjarnt í trúarefnum, „að maður yrði annaðhvort að sleppa allri trú og öllum boðorðum ellegar halda sér við það, sem maður hefði lært, og mundu flestir, er það gerðu, eiga undir því að syndga meira eða minna upp á náðina; mundi þá eigi betra að liggja í smásyndum alla ævi, heldur en þó maður drýgði einu sinni glæp, sem nokkuð væri í varið, og betraði sig svo vel á eftir“. Þannig fékk hann eytt efasemdum Jóns í bili og talið hann á þátttöku í ráninu, en Jón sagði Hafliða bróður sinúm frá Þessu, sem kvaðst Þá mundu verða með, og skyldi eitt yfir þá báðá bræð- ur ganga; lét Sigurður sér það vel lika, því að hann vissi Hafliða örugg- an liðsmann. Þannig lagði Sigurður Gottsvinsson á ráðin og hafði síðar forystu um framkvæmdirnar. Það lýsir og nokkuð harðneskju hans, að þegar þeir félagar iögðu upp í ráns- förina, sýndi hann þeim hnif mikinn og beittan, er hann kvað geta komið að notum ef með þyrfti, og að hann vildi einnig að þeir kveiktu í kotinu, þegar þeir hefðu komizt yfir pen- ingana, brenna fólkið bundið þar inni, svo öruggt væri að ekki kæmist upp glæpur þeirra. Annað er og það, að þegar Sigurður komst að þvi, að Jón Geirmundsson grét fyrir réttin- um, er þeir voru yfirheyrðir fyrsta sinni og áður en nokkur þeirra var handtekinn, kom hann að máli við Jón Kolbeinsson og vildi fá hann í lið með sér að myrða Jón Geirmunds- son, sem eflaust mundi meðganga áður en langt um liði og koma þar með upp um þá félaga alla; hét hann Jóni Kolbeinssyni hluta Jóns hins af þýfinu, ef hann gæti komizt að, hvar hann hefði fólgið það, en Jón Kol- beinsson aftók með öllu að veita honum nokkurt lið og kvað þegar nóg að gert. Til marks er það um greind Sigurðar og hæfileika til að tala aðra á sitt mál, að þegar hann var í járnum í Hjálmholti, tókst hon- um að tala svo um fyrir sjálfri sýslu- mannsfrúnni, að hún þóttist viss um sakleysi hans, bað mann sinn mjög um að vægja honum og vann það á, að hann var eigi svo hart haldinn sem ella mundi. En áður hafði hann legið í járnum um hríð á Hærings- stöðum; sýndi hann þá bónda hníf allbiturlegan, er hann bar á sér, og sagði um leið: „Hægt hefði mér ver- ið að reka sýslumanninn í gegn með þessum, er hann var að leggja á mig járnin, hefði ég viljað.“ Eftir að Sigurður hafði meðgengið, eins og áður er getið, kom brátt í ljós við frekari yfirheyrslur, að hann og Gottsvin faðir hans mundu sekir um ýmsa stuldi, sem ekki höfðu enn á þá sannazt, þótt lengi hefði grunur á þeim hvílt. Var iGottsvin gamli tekinn höndum, og svo fór að hann játaði á sig margan þjófnað, en ekki kemur það þessari frásögn við, nema hvað Sigurður fékkst aldrei til að með- kenna, að hann hefði stolið frá séra Oddi, þótt Gottsvin faðir hans hefði fullyrt það, og er það þótti sannast, að Sigurður hefði haft ótrúlega mikil peningaráð skömmu eftir að þjófnað- ur sá var framinn, kvaðst hann hafa fundið þá úti í Vestmannaeyjum í sjó- reknu stígvéli. Margt fleira kom á daginn, er þótti sanna að Sigurður hefði stolið frá séra Oddi, en hann játaði eigi að heldur, og varð hann eigi fyrir þann verknað dæmdur, — enda nóg samt. Fyrir héraðsdómi að Hróarsholti hinn 21. janúar 1828 var Sigurður Gottsvinsson dæmdur til að „hýðast við staur, brennimarkast og erfiða ævilangt í festingar þrældómi", auk þess sem honum var gert að greiða Hirti á Kambi og öðrum, sem hann hafði játað á sig að hann hefði stol- ið frá, ríflegar skaðabætur. Félagar hans voru og dæmdir til refsingar og skaðabóta, og hreyfði enginn þeirra mótmælum utan Sigurður Gottsvins- son og Jón Geirmundsson; þeir skutu dómnum fyrir sitt leyti til landsyfir- réttar. Var þá málinu skotið þangað í heild, og breytti landsyfirréttur dómnum nokkuð, til dæmis var úr honum numið að Sigurður skyldi brennimerkjast. Eftir héraðsdóminn mun Sigurður hafa talið augljóst hvað verða mundi. Hann hafði hagað sér vel í gæzlunni á heimili sýslu- manns, náð mikiili hylli hjá konu sýslumanns, og sögur fara af því, að gerzt hafi fósturdóttir þeirra hjóna Sigurði helzt til eftirlát. Sigurður mátti hins vegar við þvi búast að ekki nyti hann þess atlætis lengi úr þessu; strauk hann nú tvívegis, náðist í ann- að skiptið mjög fljótlega, en í seinna skiptið hélt hann inn á afrétt og mun hafa hugsað sér að leggjast út eða komast í slagtog við útilegumenn; þá var komið haust og hefur Sigurði víst ekki orðið sem bezt til fanga, því að hann sneri sjálfviljugur heim að Hjálmholti aftur, og lét sýslumaður þessarar ferðar hans hvergi getið. En nú þóttist hann ekki geta hald- ið Sigurð Gottsvinsson lengur á sínu heimili; kona sýslumanns bað honum sífellt vægðar og eins eftir að hann var sekur fundinn, en hún var mjög heilsuveil, og vildi sýslumaður ekki gera henni neitt gegn skapi; eins mun margt hafa verið rætt um vin- áttu þá, sem heimilisfólk taldi á milli þeirra Sigurðar og fósturdóttur yfir- valdsins. Það varð því úr, að sýslu- maður kom Sigurði í óseyrarnes til gæzlu, þar sem honum var gerður rambyggður klefi með járnsleginni hurð fyrir{ látinn liggja þar í járn- um á fleti nætur og daga, en mat smeygt inn til hans um rifu við höfðalagið. Þó fékk hann að koma út nokkra stund á hverjum degi. Þótti honum daufleg vistin, en bar sig karlmannlega að vanda; þó er sagt að eitt sinn táraðist hann. Var hann þá staddur úti og sá til ferða Lam- bertsens kaupmanns á Eyrarbakka, og reið hann gæðingi, sem Sigurður átti áður og seldur hafði verið á uppboði með öðrum eiftnum hinna seku. Reið kaupmaður hestinum illa, og það mátti Sigurður eigi sjá án þess honum rynni það til rifja. Járnin braut hann af sér hvað eftir annað og sýndi bónda, en jafnan voru lögð járn á hann aftur. Enn strauk hann, mun hafa ætlað sér að komast austur að E'yvindarmúla, leita ásjár hins gamla húsbónda síns þar og biðja hann leiðbeina sér til útilegumanna, sem þá var almennt trúað að byggju inn til jökla. Leitaði hann á náðir gamals róðrarfélaga síns í leiðinni þangað, en hann sveik Sigurð og kom honum í hendur sýslumanni, og var Sigurður enn fluttur í Óseyrarnes. Þótti furðu gegna að hann skyldi geta brotizt út úr klefanum, eins og hann var ramger. Þeir Kambsránsmenn voru fluttir utan með póstskipinu vorið 1830. Þeg- ar þeir voru fluttir til Reykjavík- ur, var farið með þá Jón Geirmunds- son og Kolbeinsson saman og sex menn hafðir þeim til fylgdar, en Sig- urður fluttur einn sér og fimm látnir fylgja honum, og sannar þetta bezt hve stórum harðari og hættulegri við- skiptis Sigurður var álitinn þeim hin- um. Þeir þremenningar voru og leidd- ir út í bátinn, sem flytja átti þá til skips, en Sigurður var borinn til sjávar í járnum. E’r minnst varði, sneri hann sig af gæzlumönnum sin- um og stökk jafnfætis úr fjörunni upp í bátinn, járnaður á höndum og fót- um, og undruðust allir slíkan frækn- leik. Svo er sagt, að skipið hreppti veð- ur stór í hafi; gekk þá eitthvað úr lagi frammi á bugspjótinu, en skip- stjóri taldi þýðingarlaust að freista að senda þangað nokkurn skipverja, því að hvort tveggja væri, að hann kæmist þangað aldrei og skipið færist þá og þegar hvort eð væri. Á Sig- urður þá að hafa boðizt til að fara þetta, verið látinn laus og komizt klakklaust fram á bugspjótið, þar sem honum tókst að lagfæra það er með þurfti; hafi skipstjórinn talið að hann hefði þar með borgið skip- inu og heitið að biðja honum náðar hjá kóngi. En því lét hann ekki af því verða, að Sigurður sló einn af skipsmönnum, er hann gerðist drukk- inn í veizlu, sem skipstjóri hélt um borð þegar skipið kom í höfn; á skip- stjóri þá að hafa látið svo um mælt, að það sæi hann, að ekki tjóaði að biðja fyrir ógæfu Sigurðar. Sagt er og, að Sigurður léti sér hvergi bregða, þegar hann var hýddur, en segði böðl- um sínum til storkunar, er því var lokið, að sig klæjaði bakið; hafi yfir- maðurinn þá reiðzt svo að hann lét binda Sigurð aftur við staurinn og hýða hann, unz holdið tægðist úr bakinu, en hann brá sér ekki að held- ur, og einnig er það sagt til merkis um hreysti hans, að sár hans greru svo íljótt, að undrum sætti. Sannleiksgildi þessara sögusagna skal þó látið liggja á milli hluta; hitt er sannað mál, að Sigurður var slíkur garpur að afli, fimi og dirfsku, að vel hefði honum verið trúandi til að vinna slikt afrek, hefði til þess kom- ið; ekki er heldur óliklegt að þetta hafi í rauninni gerzt; Sigurður hafi boðizt til að klífa fram á bugspjótið að öðrum frágengnum og tekizt að lagfæra Það, sem úrskeiðis hafði gengið, en ekki er þó líklegt að hann hafi þar með borgið skipinu; högun Þcer ur, sern húsmaeð- reynt hafa Ciozone þvottaduí' nota aldrei annað. Clozone inni- heldur súrefnis- korn sem freyða dósam- iega °g g)ora * þvottinn mjallahvítan og bragg'e9‘ ..W Clozone heíir hlotió sér- stök meðmœli sem gott þvottaduft í þvottavélar. Heildsölubirgöir: Eggert Kristjánsson & Co. h.f. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.