Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 19

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 19
ER KENNSLAN MIÐUÐ VIÐ ÞÁ BEZTU ? Jakob Möller er einn af þessum ungu mönnum, sem hafa mörg járn í eldinum. Hann hefur lagt stund á búskap austur í Hreppum, unglinga- kennslu í Reykjavík og nú hefur hann meS höndum hlutverlc í gamanleik- ritinu „Ástir í sóttkvi“ í Nýju leik- húsi Flosa Ólafssonar. Við hittum Jakob um það leyti sem hann var að leiðrétta vorprófin og við spurðum hann að því, hvort það væri ekki þolinmæðisverk að kenna unglingum. — Það er mikil taugaáreynsla, einmitt vegna þess að maður þarf svo oft að taka á Þolinmæðinni. — Er það daglegt brauð við þetta starf? —- Já, og þó er það ekki það versta. — Jæja, það er alltaf gaman að heyra eitthvað um það versta. Viltu segja okur af því í fáum orðum. — Það versta er kennslufyrirkomu- lagið eins og oft hefur verið minnzt á. Það er bókstaflega niðurdrepandi að hugsa um það. — Það er verst að þurfa að pína þig til þess, þú helgar þig varla kennslustörfum til frambúðar meðan þessi lög gilda. Hverjir eru helztu ókostirnir? — Mér finnst ekki ná nokurri átt að hafa að miklu leyti sama námsefni fyrir alla. Aðeins þeir beztu hafa gagn af málfræðikennsiunni, svo dæmi sé tekið og bókin er beinlinis samin fyrir góða nemendur eingöngu. Mér finnst fávíslegt að vera að troða þessu inn í hausinn á sumum af þessum krakka- greyjum, sem augsýnilega hafa aldrei gagn af því. — Hvernig ætlarðu að fara að þvi að flokka unglingana, — tæplega er hægt að fara eftir barnaskólaprófun- um, því sumir eru seinþroska og taka svo fjörkipp eftir fermingaraldurinn. Þú vilt kannske hafa greindarpróf ? —■ Ég held að þess þurfi ekki, en það sjá auðvitað allir, að það nær ekki nokkurri átt að hafa sama ungl- ingapróf fyrir þá sem hafa greindar- vísitölu 70 og hina sem hafa 130 eða meira. — Vandamálið er þá' fremur við- komandi hinum tornæmu. — Fyrst og fremst þeim auðvitað. Lakari flokkunum ætti að kenna stafsetningu og lestur og ekki sízt framsögn, en aftur á móti miklu minni málfræði en tíðkast. Þetta fólk lærir ekki að korna fyrir sig orði. eða bjarga sér í daglegu lifi, en skól- arnir stagast á að kenna því full- greiningu orðflokka. Svo þegar þetta fólk kemur út i lífið, þá kann það ekki einu sinni að leggja inn í banka. Því er kennt um rótopnar tennur, en það lærir ekkert um það, hvernig á að telja fram til skatts. — Islenzkukennsla er auðvitað Framhald á bls. 29. Tiöfeldni eða þrefeldni — Ég vona, að annar ykkar að minnsta kosti, sé svo mik- ill herramaður, að hann hætti að elta mig. ■ Býsna athyglisverö mynd, finnst yTckur ekkif Þau eru aö liorfa á einhvern kylfuboltaleik og eru svona ákaflega samrýmd, aö ekki gengur hnífurinn á milli. Spurningin er, hvernig er þessari þrenningu variö. Sennilega eru þau kœrustupör, sem sitja saman, en daman er ekki viö eina fjölina felld og hefur laum- ast til aö hafa samband viö viöhaldiö aftan viö bak unnustans. Svo gæti þaö hent sig, aö þau sem hald- ast í hendur voeru kærustupör eöa hjón, en élsk- huginn sœti á milli. Þá vœri þaö eölilegt, aö hún þrýsti hönd eiginmannsins eöa unnustans til þess aö leiöa huga hans frá því, hversu elskhuginn hállar sér ósæmilega upp aö henni. 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.