Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 8

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 8
S M 4 S A G A eftir Magnús Tómasson O JÓR, SJÓR, ekkert nema sjór og myrkur. Kannski ofurlítið leiftrandi ljós einhvers staðar úti i buskanum, rautt eða blátt. Vaggandi bauja á grynningum. Sjórinn svartur og kaldur, úfinn og ógeðslegur, — öldutopp- ar hvítbryddir. Fleytan umkomulaus og vanmátta, fjórtán tonn, lítil vél og duttlunga- full. Kallinn sjóðbullandi-vitlaus; hrotti, svartur i framan og tyggur skro. Vél bátsins stritar, hann heggur mót öldunum, skvettir, svo að gusurnar ganga yfir þilfarið; ofurlitið kemst hann þó áfram, }>ví að Ijnan rennur út ótt og títt, maður á þilfari ólmast við að bera stampa að rennunni, annar hnýtir saman enda og enda, kallinn stendur við stýrið, glottandi. Maðurinn, sem ber stampana, á fullt í fangi með að verjast skakkaföllum, skellur að stýrishúsinu með stampinn i höndunum, svo út að borðstokk, tekur undir sig stökk, áður en næsta velta kemur, og kemst heilu og höldnu að rennunni. Það er kast á öngultaumunum, þegar línan togast óðfluga gegnum rennuna, og einstaka taumur kastar af sér beitunni, allir hverfa i sióinn. Nýr stampur tekur við, rauðum belg er skotið út með línunni. Brátt er linan öll úti, ljósdufli er skotið út, griðarstór blaðra áföst bambusstöng, vaðsteinn sem kjölfestu. Tuttugu og fjórir stampar tómir aftur á. Golan er níðangurslega köld, ber með sér hráslaga-úða úr sjónum, sem sezt utan á allt og frýs. Maðurinn, sem bar stampana, fer fram i káetu til að sækja vatn. Það er kalt i káetunni, vængjahurðirnar fyrir káetunni slást til, gusa og gusa kemst alla leið ofan á gólf. Það er ekki sofið i káetunni, enda er áhöfnin aðeins fjórir menn, þeir geta sem bezt sofið i lúkarnum. Maðurinn skrúfar frá krana.fremst í káetunni, ryðrautt vatnið kemur i gusum út um stútinn. Kaffi handa kallinum. Maðurinn flýtir sér með vatnið, hleypur við fót, ofurlltið vatn gusast út um stútinn við hvert skref, þegar hann kemur með hann, er hann aðeins hálfur. „Er þér ekki trúandi til að sækja vatn, einu sinni, migildið þitt?“ grenjar kallinn, hellir dágóðum slump af kaffi i könnuna, bregður katlinum á kabyssuna í lúkarn- um, sem er rauðglóandi, hellir siðan á, þegar vatnið sýður. Gott kaffi, Ijómandi kaffi, svart og sterkt, likast graut. Maðurinn, sem bar stampana, kveikir sér i sígarettu, kallinn tekur upp i sig, allir fá sér kaffisopa, þrir fara niður og leggja sig, einn er eftir við stýrið, stigur við og við báruna, heldur bátnum i horfinu og gætir að missa ekki sjónar á Ijós- duflinu, bíður, það er ekkert annað að gera en bíða, bíða þess, að fiskurinn biti á, þorskur, ýsa, ufsi, steinbítur, krossfiskur og krabbi. Það er nærri aldimmt i stýrishúsinu, utan grænleit glætan, sem lýsir upp komp- ásinn. Svæfandi hljóð vélarinnar kveður við í síbylju, slær ógnþrunginn takt í symfóniu sjávar og veðurs, tút, tút, tút. Hvað mundi ske, ef hún hætti að slá þenna takt? Mundi þá örvæntingaróp drukknandi sjómanna fylla i eyðuna í hljómkviðu sjávar og veðurs? Mundi þá þorskurinn draga þá fagnandi niður í djúpin? Eða mundu þeir ná landi? Báturinn tekur snögga dýfu, kallinn hrekkur við, honum hefur runnið í brjóst omms sem snöggvast. Bölvandi ber hann fingurgómun- um á kompásglerið, rýnir á þetta grænleita draugs- auga, sem glápir út í tómið og myrkrið; beinir siðan bátnum eilítið á stjórnborða, bölvar og tekur upp í sig. Siðan spýtir hann leginum út um glugg- ann, hann er meistari í spýtingum, og tóbakslög- urinn þeytist langt út á dekk. Hann tekur kaffikönnuna, festir stýrið, og snerp- ir á kaffinu á glóandi lúkars-kabyssunni, sem sendir frá sér stybbu og óþef. Karlarnir hrjóta á bálkunum, þeir hafa sparkað af sér stígvélunum, en sofa í stökkunum, sjóhatt- arnir liggja á gólfinu. Það er ekkert annað að gcra en sofa. Tnnan skamms verður farið að draga, og þá er ekki um hvfld að ræða — fyrr en á stiminu. Maðurinn, sem bar stampana, rumskar, rís upp við dogg, slær fyrir brjóst af stybbunni, leggst út af aftur og reynir að sofna. Maðurinn lieitir Sveinn Hansson. Sonur hvaða Hans, er alveg óvíst. Maðurinn er sosum enginn græningi til sjós, hefur róið þetta frá því um fermingu, unnið það, sem til féll á milli, maður um fertugt, stórnefjaður með afbrigðum, gæddur augnsvip þess kvikindis, er hann hefur mest sýsl- að með, þorksins, úfinhærður og ódóslegur. Hann getur heitið lausamaður, ekki er hann hnepptur í fjötur hjónabandsins, og þó, ekki býr hann svo illa að vera kvenmannslaus. Hún heitir I.ára. Vænsta grey. Ekki verri en þær gerast og ganga, og ekki er hún lauslátari en hver önnur, ódrukk- in. Og ekki er hún dýr i reksfri, blessunin, ein og ein brennivinsflaska svona við og við, sem fer þá ofan i þau bæði. Það er bara verst, að hann veit aldrei, hvað hún hefur fyrir stafni, þegar hann rær. Það vill til, að hann er sjaldnast lengi i einu, þeir eru sjaldnast lengur úti en einn til tvo sólarhringa, þessir línukoppar. „Hvað skyldi hún vera að gera núna?“ Hugsunin veldur honum óþægindum, ef ójiæg- indi skyldi kalla. Það eru ekki logandi ój>ægindi afbrýðisams unglings, sem hrjá hann. Nei, til þess veit hann allt of vel, hvað konan hefur að bjóða. Fyrir honum og flestum öðrum hefur það farið svo, að hann hefur látið heillast af stúlku, hrófað upp spilaborgum um samband karls og konu, gyllt það, fegrað. Svo hefur spilaborgin hrunið, þegar hann hefur orðið þess meðvitandi, að stúlkan er ekki megnug að veita honum neitt fram yfir aðrar konur. Nei, það er ekki afbrýðisemi, sem hrjáir hann, — öllu fremur meinbægni eða eigingirni. „Hvað skyldi Lára vera að gera núna? Skyldi hún bíða hans á bryggjunni, eins og hún gerði stundum, kyssa hann og söngla: „Þú kyssir svo vel, elskan.“ Eða skyldi hún vera á fylliríi með einhverjum svola, eða skyldi hún vera komin i gleðskap með sjóurunum af stóra skipinu frá McCormack? Það væri nú eiginlega það allra versta, sem bún gæti gert, tómir blámenn og Kínverjadjöflar, sennilega með franzós í ofanálag. Hvers var hann megnugur gegn sjóurum, sem höfðu flækzt um allt, mönnum, sem áttu allsnægtir af nælonsokkum, víni og sigarettum. Sveinn hefur fallið i mók út frá þessum hugs- unum. 8 tflKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.