Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 16

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 16
Litli bróðir er fyrir — Jeeja, börnin min góð, sagði gamli, góði frændinn, sem var í heimsókn 'hjá bændafjöl- skyldu, Þar sem fjöldi barna var í heirpili, — hvaða dagur' er nú bezti dagur ársins? -— Allir dagar eru jafngóðir, svöruðu börnin i einum kór. Þeir voru svo margir, að ógerningur var að gera upp á milli þeirra, og börnin voru svo mörg, að þau fundu aldrei til öfundar hvert i annars garð. Yngstu börnin kvörtuðu reyndar um það, að þau yrðu alltaf að ganga í fötum eldri barnanna, og eldri börnunum gramdist að þurfa að annast yngri börnin. En sólin skein jafnt á ailan barnahópinn. Þótt fjölskyldan væri stór, var húsrými nægilegt og garðurinn gróðursæll og falJegur. En sama er ekki að segja um stórborgarbörnin, þar sem hópurinn vex ekki jafnt og þétt með ári hverju. Þar er elzta barnið ef til vill fjögurra eða fimm ára gamalt, áður en mamma fer að heiman í svo sem vikutíma og kernur aftur með litið bam i vöggu, sem vælir og kjökrar dægr- in iöng. I fyrstu eru allir yfir sig hrifnir af króganum ok ekki sizt elzta barnið. Það fylgist með öllu nýnæmi af mikilli athygli, og það er hreinasta hátið, þegar á að baða litla barnið, mata það og skipta á þvi. Og barnið, sem á þetta horfir, fyllist stolti af því að vera ekki lengur hjálpar- vana vöggubarn og af því að pissa nú ekki lengur í buxurnar sínar. Smám saman dvinar samt gleðin og hrifningin. Það er eins og barninu finnist það út undan og vanrækt. Hvers vegna má mamma ekki lengur vera að því að sinna stóra drengnum eða stóru stúlkunni sinni? Og hvers vegna er hún alltaf að snúast í kringum litla angann? Þegar verst lætur, finnst elzta barninu það algerlega út undan. og því finnst ungbarnið smátt og smátt sér óviðkomandi og óskylt og að það sé ekki til annars en ræna það móðurástinni. Stundum getur komið fyrir, að barn, sem finnst það þannig vanrækt, skeytir beinlínis skapi sínu á ungbarninu, jafnvel misþyrmir því og gerir allt ,sem hugsanlegt er, ... einungis til þess að sýna foreldrum sínum fram á, að það sé engan veginn ánægt með litla bróður eða systur. Það verður að fylgjast vel með framkomu stóra bróður eða systur. en fyrir alla muni ber að forðast að hpgna stærra barninu á neinn hátt. Arangurinn verður aðeins sá, að barninu finnst það enn meiía út undan. Annaðhvort verður Það afundið og ðsanngjarnt, hangir sifellt í pilsum móður sinnar og sýnir henni fram á, hversu hróplegt það ranglæti er, sem því er sýnt, eða það fjarlægist, móður sína smátt og smátt. En hvað er unnt að gera til þess að endur- heimta ást mömmu? Hvernig á barnið að fá hana til þess að sinna sér eins og fyrr? Þetta er mesta vandamál barnsins. Ef móðirin hefur ekki tekið eftir hegðun stóra brððhr eða stóru systur og ekki reynt að sýna stóra barninu meiri umhyggju og ást, ... ja, þá getu'r ýmislegt gerzt. Stundum reynir stóra barn- 18 að likja eftir litla barninu ... Það tekur upp ósiði, sem það er löngu vaxið upp úr. Það pissar í rúmið og lætur hjálpa sér við allt hugsanlegt, sem það gat áður hæglega gert hjálparlaust, til Framh. á bls. 23. húsffi hcl'ui Allar stúlkur vita, hverju þær sleppa, en ekki, hvað þær hreppa, þegar þær ganga úi: i hjónabandið. Þær vita, að þeirra bíður nýtt líf, en þær hafa ekki hugmynd um, að i raun og veru eru það níu lif, en ekki aðeins eitt. Þar sem þessum níu lífum er lifað saintímis, er ekkert undurlegt, þótt eittlivað fari í handaskolum á stundum. Ef vel ætti áð vera, þyrfti eiginkonan að vera nokk- urs konar alheimsséní, en hversu margar okkar eru fæddar ]iað? Tökum mig sem dæmi. Mér hefði aldrei dottið í hug að sækja um framkvæmdastjórastöðu. Ég þarf ekki einu sinni að ganga undir reynslupróf til þess að vita, að ég hef ekki hæfileika til þess. Þrátt fyrir það er ég kom- in i þetta embætti ásamt ótal- mörgum húsmæðrum. Það erum ncfnilega við, sem stjórnum þjóðarbúskapnum. Að minnsta kosti fáum við að heyra það, þegar eitthvað er í ólagi i gjald- eyrismálunum. Þetta er án efa rétt. Það eru konurnar, sem eyða pcningunum. Spyriið menn- ina. Þeir eyða aldrei peningum, — ekki einu sinni i blóm. Það eru konurnar, sem fá mán- aðarlaunin til þess að hrökkva. Annars finnst mér mánuðirnir vera of langir, en því verður sennilega ekki hreytt, jafnvel þótt þeir kæmu því f verk að útbúa þetta nýja almanak, sem alltaf er verið að tala um, þ. e. a. s. karlmennirnir. Þeir geta líka kært sig kollótta. Það eru ekki þeir, sem standa uppi, þegar nlu dagar eru eftir af mánuðinum, og hafa ekki flatan fimmeyring. Ég reyni svo sem að spara, fer kannski með strætisvagni i annan bæjarhluta til þess að kaupa hrisgrjón, af því að mér er sagt, að þau séu fjórum aurum ódýrari þar en i búðinni hérna úti. Þrátt fyrir allt þetta erfiði eru mánuð- írnir hjá mér minnst viku of langir. Ég viðurkenní fúslega, að ég er lélegur framkvæmdastjóri, og er aJveg undrandi á því, að það skuli ekki vera búið að reka mig fyrir löngu. En það er sennilega vegna þess, að þeir geta ekki

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.