Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 5

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 5
Það þykir hafa sannast á Sigurði Gottsvinssyni hið fornkveðna — að sitt er hvað gæfa og gjörfileiki. Hann var af- burðamaður að líkamlegu atgjörfi, en erfði hvinnsku frá föður sínum og harðneskju frá móður sinni. Hann var aðalhvatamaður að Kambsráninu og endaði líf sitt á Brimarhólmi. Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð. Þegar Sigurður Gottsvinsson var í Ey- vindarmúla, stökk hann yfir gljúfrið með viðarbyrði á bakinu. Þar sem Sigurður stökk yfir, hefur aðeins einn maður stokkið yfir síðan, og hann var allslaus. hver sagði, ef því var að skipta, og setti einhver sig á móti honum, varð hann stór í skapi og átti til að hræða menn til undanlátssemi. Góður var hann þeim, sem minna máttu sín, ef þeir voru honum þægir, hafði gaman af að leika sér við börn, vildi fara vel með allar skepnur og var hestamaður mikill. Ekki er vitað með vissu, hvenær hann fór að heiman; er þess fyrst getið, að hann var vinnu- maður í Eyvindarmúla í Fljótshlíð; þótti bæði ötull, verkmikill og húsbóndahollur og var vel látinn toæði af hjúum og húsbændum, en einkum höfðu börnin á honum miklar mætur. Spurning er þó hvort hann hefur verið vel liðinn af nágrönnunum, en þarna er þéttbýli, og varð toóndi fyrir nokkrum búsifjum af ágangi hrossa af næstu bæjum um nætur, en vildi þó ekki láta það verða að ósætti; Sig- urður rak hrossin hins vegar orðalaust i engjar eigendanna, og mun þeim fljótt hafa skilizt að honum væri að mæta, ef þeir sýndu húsbónda hans einhverja ýtni. Það er í frásögur fært, að Sigurður stökk með viðartoyrði á baki yfir Bleiksárgljúfur, þar sem það er svo breitt, að síðan hefur þar aðeins einn maður yfir stokkið, og var hann laus. Sagt er og að Sigurður reri í Vestmannaeyjum sem vinnumaður frá Eyvindarmúla og klifi þá upp á turn Landakirkju án þess að hafa annan stuðning en tylla fingurgómum á listana, og hafi enginn leikið það eftir. E’n til eru lika sagnir um enn eitt afrek, sem Sigurður Gottsvins- son vann, er hann var í Múla, og má vel vera að þar sé satt frá sagt, enda þótt þjóðtrúin hafi gert sér mat úr, í sambandi við ævi- feril Sigurðar. Bæjarhrafnar voru að Eyvindarmúla eins og öðrum bæjum; lét bóndi sér annt um að þeim væri gefið, enda átu þeir að sögn aldrei kind fyrir honum, þótt hún lægi dauð i haganum. Áttu hrafnahjúin sér hreiðurlaup i háum stuðlabergskletti fyrir ofan bæinn, er Rauðkollur heitir, og var talinn ógengur. Kom það til tals laugardaginn fyrir hvítasunnu; lagði Sigurður fátt til málanna, en á hvítasunnumorgun varpaði hann dauðum hrafnsungunum fyrir fætur bónda. Á bóndi að hafa brugðizt illa við og sagt Sigurði upp vistinni. „Nú sé ég að þú hefur minni gæfu en gervileik, og vil ég ekki hafa þig eftirleiðis.“ Sigurður fór þá að Gafli í Flóa, en tveim árum síðar að Leiðólfs- stöðum til ekkju, er þar bjó og Vilborg hét, Jónsdóttir. Fékk hann hennar og tók þar við búi. Var hann 27 ára, en hún 57, er þau gengu í hjónaband hinn 20. október 1825. Sigurður var þriðji maður Vilborgar. Það er sagt, að oft léti Sigurður það á sér heyra, ef rætt var um þjófnað, að eigi vildi hann smástela og sízt frá fátækum. Hins vegar mundi hann ekki láta sér fyrir brjósti brenna að stela frá ríkum, væri svo mikið i aðra hönd, að hann þyrfti ekki að stela oftar. Þótt kynlegt kunni að virðast, var það fyrir atbeina föður hans, Gottsvins gamla, er hann var fyrst orðaður við þjófnað svo Framhald á bls. 33. yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.