Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 3
»Má hann vera nakinn?« spyrja tvær sambýliskonur. Mér er ánægja að koma þessu á framfæri, enda þótt ég efist um að skipulag það, sem bréfritari stingur upp á, sé framkvæman- legt. Ég er honum líka hjartanlega sammála um það, að vanda beri efni það, sem flutt er á slíkum leikferðalögum og gera strangar kröfur um flutning þess, ekki síður í dreif- býlinu en hér — en eflaust verða leikflokk- arnir sjálfir að taka sér fram um það; annars yrði talið að um einhvern „sensúr“ væri að ræða, og það orð er ekki vel þokkað, sízt af listamönnum. VEÐURSPÁ FRAM f TÍMANN — FYRIR FERÐAFÓLK. Heiðraði póstur. Viltu ekki koma því á framfæri fyrir mig, að það mundi verða mjög vel þegið af almenningi, ef veðurstofan birti á, við skulum segja hverj- um fimmtudegi yfir sumarmánuðina, veðurspá i stórum dráttum frá næsta laugadegi til annars laugadags, eða viku fram í timann. Eftir því sem látið er af öllum framförunum á þessu sviði ætti veðurfræðingarnir að geta þetta, og það væri áreiðanlega mikil þjónusta við almenn- ing að þeir gerðu það, þvi að þá gæti fólk skipu- lagt ferðalög sín í sumarleyfinu eftir því. Ég tala nú ekki um, ef hægt væri að gera slíka spá fyrir júlímánuð allan, eða þegar mikið af fastráðnu fólki fær sumarleyfi sitt. Mér er sagt að bandarískir veðurfræðingar spái langt fram i timann, og þvi skyldu þeir íslenzku, sem áreið- anlega standa þeim jafnfætis, ekki geta það líka? Með þökk fyrir birtingu. Skrifstofumaður. Mig minnir að ég hafi einhverntíma heyrt ungan veðurfræðing skýra frá því í útvarps- erindi, að veðurspár fram í tímann gætu ekki orðið svo áreiðanlegar, enn sem kornið er, að virðingárvandir vísindamenn vildu leggja nafn sitt við. Þetta kann þó að vera misminni. Beiðni þessari eða uppástungu er hér með komið á framfæri, og víst er um það, að hentugt gæti þetta verið í sambandi við sum- arleyfin. En — ekki öfunda ég svo blessaða veðurfræðingana af „þakklætinu“, ef flest gengi öfugt eftir spánni og sumarleyfis- ferðafólkið kæmi holdvott, hrakið og von- svikið heim. En sem sagt — það væri gaman að heyra álit veðurfræðinganna sjálfra á þessu ... SÓLBÖÐ Á SVÖLUM — OG SIÐGÆÐI, EÐA HVAÐ? Kæra Vika. Við þökkum þér innilega allt það skemmtilega efni, sem þú flytur okkur. Og nú langar okkur til að snúa okkur til þín í viðkvæmu vanda- máli. Svo er mál með vexti, að svalirnar á næsta húsi vita beint að gluggunum á okkar ibúð. Þar liggur karlmaður í sólbaði hvenær sem einhver geisli skín, og hann er, satt að segja, svo fá- klæddur að okkur blöskrar. Eru ekki einhverjar reglur til fyrir þvi hvernig fólki megi vera búið í sólbaði? Og ef svo er, og þær reglur eru brotnar, hvert á maður þá að kæra? Annað eins og það, sem við verðum að þola, er beinlinis ótækt. í hvert skipti sem gestir koma til okkar og þeim verður litið út um gluggann og sjá ósóm- ann, glotta þeir háðslega og segja: „Það er aldrei, að þið hafið útsýnið!“ Við þykjumst ekki vera teprulegar, en við höfum þó sómatilfinn- ingu, en hún virðist orðin sjaldgæf vara. í von um að þú svarir okkur fljótt ... Vinsamlegast. Tvær sambýliskonur. Já, þetta er vitanlega ótækt, eins og þið segið. Og það er til einhver lögreglusamþykkt, þar sem einhver greinin mun fjalla um eitthvað, sem gæti náð yfir þetta. Við ráðleggjum ykk- ur eindregið að snúa ykkur til lögreglunnar og kæra þetta athæfi fyrir henni — það hlýt- ur að varða við einhver lög, að særa þannig helgustu tilfinningar tveggja sambýliskvenna og gesta þeirra, og hefur mörgum verið refs- að fyrir minna. Og á næsta alþingi ætti svo að setja skýlausa löggjöf um það, að þegar menn taka sér sólbað á svölum úti, verði þeir að vera sómasamlega klæddir, þótt ef til vill sé ekki hægt að krefja þess að þeir verði beinlínis í samkvæmisfötum ... Listahátíð Þjóðleikhússins Framhald af 2. sKSu. sungið þar hvert aðalhlutverkið af öðru, þar á meðal Gildu i „Rigoletto". Sum blöðin nefna hana hinn sænska næturgala og segja meðal annars: „Því oftar sem við hlust- um á þessa glæsilegu söngkonu, því meir dáir maður söng hennar og túlkun. I hverju smáatriði sameinar hún leik og söng og skapar með því ógleymanlega stemningu, harmleikurinn er full- kominn", segir einn gagnrýnandinn um hana í Violettu. Margaretha von Bahr, finnska ballettdansmær- in sem dansar aðalhlutverkið í „Fröken Julie'" er ein bezta sólódansmær Finna. Hún hefur verið sólódansmær Finnsku óperunnar í 10 ár og dans- að flest aðalhlutverk hinna sígildu balletta, eins og t. d. í Svanavatninu, Þyrnirósu, Sylphideina, Oinelle, svo og „Fröken Julie“. Auk þess hefur hún dansað sem gestur á fjölmörgum óperum utan Finnlands, eins og t. d. í Stokkhólmi, Leningrad, Moskvu (Bolshoi-leikhúsinu), Oslo og New York. Margaretha von Bahr er sérstakiega snjöll „karakterdansmær". Birgit Gullberg hefur á síðustu árum hlotið heimsfrægð og viðurkenningu sem sérstaklega snjall leikdansahöfundur enda farið víða um heim og sett þá dansa á svið, sem hún hefur samið. Einn frægasti ballett hennar er „Fröken Julie“, sem hún setur upp hér i Þjóðleikhúsinu 14. júní, en sá ballett er byggður á samnefndu leikriti eftir Strindberg. Simon Edwardsen leikstjóri frá Stokkhólmi er leikhússgestum svo vel kunnur að ekki þarf að kynna hann sérstaklega, þar sem hann hefur áð- ur sett upp 4 óperur fyrir Þjóðleikhúsið. En hann kemur nú aftur til að setja „Rigoletto“ á svið. Sven Erik Vikström, óperusöngvari frá Stokk- hólmsóperunni, hefur verið fastráðinn hjá óper- unni í nokkur ár og sungið fjölda hlutverka meðal annars Herto.gans í „Rigoletto" sem hann syngur hér. SÚKKULAÐI OG VANILLABRAGÐ ANANASBRAGÐ Ananas bltar I Hverjum pakka HeildsöluDirgöir EGGERT KRIST)ANSSON & CO. H.F. Sími 1 14 00 búduujaz TRAUST MERKI HOLLAND VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.