Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 6
Þetta er þátturinn DULINN ÁRÓÐUR. Eftir fyrri heimsstyrjöld urðu miklar byltingar í tízku: Iíonur tóku að ganga stuttklipptar, klæddust síðbuxum og förðuðu andlit sín, en andlitsfarðinn hafði löngum verið einkaréttur skækjunnar. Vand- lætingarpostular risu upp og snerust í ræðu og riti gegn þessari „upplausnarstefnu“. En andagift þeirra mátti sín einskis. Tizkan bélt velli og lagði undir sig ný svið mannlifsins. Hún er ómótstæðilegust og lang- lífust af öllum samfélagshreyfingum. Hún leikur einkum á tvo strengi manneðlisins: nýjungagirni og aðlögunarhneigð. Okkur leiðist fá- hreytnin, við viljum skera okkur úr til þess að vekja á okkur athygli. Nýtt fatasnið, samkvæmisform, mun- aðarvörur og trúflokkur bjóða kærkomin tækifæri til þess. En jafnskjótt og við sjálf liöfunj játazt undir nýja tízku, verður okkur það kappsmál, að hún nái almennri viðurkenningu, þ. e. að hún verði tízka í umhverfi okkar. Enginn vill sitja einangraður í „tízku“ sinni. Slyngir kaupsýslumenn hafa á öllum tímum kunnað að liagnýta þá verzlunarmöguleika, sem tízkan bauð, og nútíma-samkeppni snýzt einkum um það að skapa tízku, sem tryggi vaxandi markað og viðskiptagróða. Siðan grípur tízkan inn á flest svið mannlegs lífs. Fyrr en okkur varir, er vakin hjá okkur þörf og mótuð fullnægingarvenj a. Þá erum við á valdi tízk- annar. Tízkan er sjaldan svo afkáraleg, að ekki þyki enn afkáralegra að skorast undan henni. Svo sterkt er sefjandi afl hennar. Eftir fyrri heimsstyrjöld varð göngustafurinn hin mikla tízka meðal skólapilta, sem einhvers máttu sín. Sonum okkar mundi þykja það broslegt, ef þeir sæju okkur í kvikmynd, vingsandi göngustöfum og pjakkandi þeim niður í gangstétt- ina. Samt þótti þeim pilti ekki sjálfrátt með útúrboru- háttinn, sem hafnaði þessum sið, eftir að hann var kominn upp í lærðu deild menntaskólans. Til þess þurfti einstrengingslega hörku. Við hefðum hneppt jakkanum á hakinu, eins og Jean de France hjá Hol- herg, ef við hefðum þekkt þá tízku! Stafurinn var okkar karlmennskutákn. Staflaus skólapiltur var busi, sem engin stúlka leit við. En nú sést stafurinn aðeins sem sjaldgæfur forngripur i hendi gamals manns, eins og hálfgleymd minning um kjánaskap gelgjuskeiðsins. ÁRÓÐURSBRÖGÐ OG ÁRÓÐURSSKEKKJUR. Þó að vald tízkunnar sé svona mikið, er tizkuáróð- urinn ekki óskeikull. Hann getur misst marks og gerir það jafnan, þegar hann kallar óþægilega mynd iram í huga okkar. Þá lokast fyrir sefnæmið, og við látum jafnvel sefjast til hins gagnstæða. Af þessum s^kum tapa stórfyrirlæki i ýmsum framleiðslugrein- uin miiijónatugum árlega á misheppnuðum áróðri •yrir bvi að gera framleiðsluvöru sína að tízkuvöru. Þannig mistókst t. d. bandarískum bjórframleiðslu- hring að gera bjór sinn að tízkudrykk, meðan þeir augiýslu hann undir því vígorði að bjórinn væri nær- andi. Miðaldra fólk, sem annars er beztu bjórneytend- urnir, setti næringargildið í samband við offitu, ástand, sem það óttaðist. En þegar bjórinn var auglýstur sem næringarlind karlmannlegrar orku, rann hann út. Tízkuáróðurinn verður oftast að ganga fram hjá hinu eiginlega notagildi vörunnar og bjóða fram allt ann- að verðmæti en raunverulega er til sölu. Það væri t. d. barnalegt að ætla sér að gera álcveðna tegund baðsápu eða tannkrems að tizkuvöru með því að auglýsa fram úr skarandi hreinsunarmátt þeirra. Allar slíkar vörur eru seldar undir fegurðar og yndisþokka. Öll hin svokölluðu fegrunarlyf ganga undir þessu vörumerki. Stúlkurnar okkar vilja ekki kaupa einbert andlitspúður og varalit, lieldur fegurð og kyntöfra, — rétt eins og við, skólapiltar forðum, bárum ekki stafinn sem ómerkilegt afbrigði af hækju liins fatlaða, heldur sem tákn um karlmannlegan fullþroska. Fatatízka kvenna hlítir þessu lögmáli algerlega. Flíkin á fyrst og fremst að tákna fegurð, auka á fegurð, vekja athygli. Tízkuáróðurinn styðst við langa reynslu og glögg- an skilning á eðlisfari kvenna. Samt skjátlast honum oft. Dæmi um það, sem margar konur munu minnast og sumar e. t. v. geyma enn í fataskápnum, er pokakjóllinn, sem átti að veita konum óviðjafnanlegan yndisþokka. Konur fussuðu við honum. Þær, sem eignuðust hann, lögðu hann bráðlega til hliðar. Áróðurssnillingarnir höfðu reiknað skakkt. Hin mikla mittisvídd kjólsins vakti hjá konum Framhald á bls. 29.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.