Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 10

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 10
* Rósír scm ilmn 09 robkar fró Bessnstoðum Um stórstreymi flæðir sjór inn i kjallara í Mið- bænum. Sumir dæla þá án afláts til þess að forða verðmætum frá skemmdum, en einstaka kjallari er látinn afskiptalaus og hálffyllist af sjó um háflæði. Einn slikur er við hliðina á gamla kirkjugarðinum í Aðalstræti eða nánar tiltekið við hliðina á inn- heimtu landssímans. Hann er nálega allur neðan jarð- ar, og síðastliðinn aldarfjórðung hefur sjórinn síazt upp um óþétt gólfið, og enginn hefur hirt um að dæla honum burt. Nú hafa þau undur og stórmerki gerzt, að i kjall- aranum, þar sem draugar gátu ekki einu sinni hafzt við, er komið menningarfyrirtæki. Vilhjálmur skáld frá Skáholti hefur hafið staðinn til vegs og virðingar og stofnsett þar verzlun, sem ber nafnið Blóma- og listmunakjallarinn. Viihjálm frá Skáholti þarf ekki að kynna fyrir lesendum Vikunnar. Hann hefur raunar stundað kaupmennsku áður: selt blóm á strætum og gatna- mótum, en nú flytur hann inn með blómaverzlunina og bætir við listmunum, — eins og nafnið sýnir. Það er gengið niður tröppur, sem skáldið hefur málað og skreytt. Hurðin er að vísu gisin, — en nógu góð, segir hann, og allur kjallarinn blasir við, þegar hún er opnuð. í horninu næst dyrunum er dæla. Sjálf- sögð öryggisráðstöfun, segir Vilhjálmur, — annars Vilhjálmur þarf ekki að kvarta um einmanaleik. Kjallarinn er oft fullur af fólki, sem kemur til þess að kaupa blóm eða lista- verk. Þarna geta menn tyllt sér niður á sófa. Kjallarinn er öðr- um þræði eins og heimili. Á neðri myndinni situr skáldið og hvílir sig eftir annríkisdag. En hann er mjög ánægður með fyrirtækið og árangurinn af erfiðinu. mundi allt fara í kaf um háflæðið. Hann byrjaði á þvi að dæla út sjónum og hreinsa út ruslið og skranið, sem þar hafði safnazt fyrir. Síðan þétti hann gólfið og málaði kjallarann innan. Þarna hafði einhvern tíma verið miðstöð — og er þar enn. Vilhjálmur hefur einungis fegrað hana með umgerð úr bambusstöngum og blómum. Þarna kennir margra og ólíkra grasa. Gamall kirkjubekkur er þar til þess að tylla sér á, tveir rokkar frá Bessastöðum, brenni- vinskútur, gamall og virðulegur embættismannsstóll, sem gegnir því hlutverki að vera eins konar hásæti skáldsins i þessari Paradís. — Þetta tilheyrir Aðalstræti, er ekki svo? — Aðalstræti 9. Húsið er líklega um 40 ára gamalt. Þórður úrsmiður byggði húsið á sínum tima, en kjallarinn reyndist ó- nothæfur. — Hér eru málverk á öllum veggjum, er þetta til sölu eða ein- ungis til yndis og ánægju hér? — Þetta er allt til sölu. Ég tek málverk af málurum og sel þau í umboðssölu. Já, þetta er yfirleitt allt saman í umboðssölu. Þarna eru málverk eftir Kjarval, Engilberts, Sigurð Sigurðsson, Jón Þorleifsson, Hafstein Austmann, Veturliða, Jóhannes Geir, Sigfús Halldórsson, Gisla Sigurðsson, Svein Björnsson, Steinþór Framhald á bls. 26.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.