Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 28

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 28
Ég get ekki.. Framhald af bls. 15. drengurinn hafði lika misst mikils þenna dag. Nú var ekkert útlit fyrir, að hann gæti losnað undan hinum ástarvana umsvifum frú Holding. Hefði hún orðið eiginkona Davíðs, gat hún verið heima hjá Bobb allan daginn, og að kvöldinu rnundi Davíð hafa verið heima hjá þeim. Þau hefðu getað verið svo hamingjusöm, en nú var sú von að engu orðin. Henni þótti vænt um, að Davíð var önnum kafinn, þegar vinnutím- inn var á enda. Hún flýtti sér heim og var fastákveðin í að segja starfinu upp þegar í stað og biðja um að fá að losna við iiinn venjulega mán- aðar-fyrirvara. Hún vildi heizt hætta undireins. Bohh brosti, þegar hún kom inn úr dyrunum, og takmarkalaust traust hans til liennar útrýmdi megninu af kulda þeim, er setzt hafði að í hjarta hennar. — Ég á þig þó, elsku litia ögnin mín, hvíslaði hún. — Þig getur eng- inn frá mér tekið. Morguninn eftir skrifaði hún upp- sögnina. Það var ekki ýkja-auðvelt, og fór langur tími í það, en loksins var hún búin. Hún stakk umslaginu f vasa sinn, klæddi Bobb og lagði leið sína gegnum skemmtigarðinn i átt til pósthússins. Vorsólin, brumknappar trjánna, ferskur nýgræðingurinn og krókus- inn í gulum blómabeðunum, — allt létti þetta skap hennar. Bobb horfði á þetta allt saman með aðdáun í svip og skríkti af hrifningu. Allt í einu staðnæmdist Eva. — Davíð! Hann var jafn-forviða sem hún og starði utan við sig á barnavagn- inn. Svo breiddist glaðlegt bros yfir andlit hans. — Er þetta frændi þinn? Hann horfði á drenginn, og Bobb brosti út undir eyru, svo að skein í allar hans fjórar tennur. Svo rétti hann fram þriflegan lófann og fékk gripið í hálsbindi Davíðs. — Hvað heitir hann, Eva? — Bobb. Bobb horfði á Davíð og hleypti brúnum. Svipur hans lýsti íhygli, sem minnti helzt á gamlan stjórn- vitring. — Ljómandi er hann fallegur, mælti Davið i viðurkenningarrómi og greip hönd barnsins, er lagði lófa sinn óhræddur i lians. — Mér þykir afskaplega vænt um hann, sagði Eva. — Ég furða mig ekki á því. Hann er óvenju-skemmtilegur. Allt í einu stakk Bobb lausu liendinni upp í sig og rak hana svo af óvæntu afli framan í Davíð. Hann greip votum og stubbaralegum fingr- unum um nef Davíðs, og strákur skríkti af kátinu. Davíð hló líka, og Eva gat ekki að sér gert að brosa. — Mér datt annars í hug að biðja þig að vera með mér á sunnudaginn kemur, en ég var inni hjá herra Revling, þegar þú fórst i gær. — Mér þykir það leiðinlegt, Davíð, en ég hef svo mikið að gera á sunnudaginn. — Það var verst. Ég hafði hugsað, að við gætum ekið spölkorn og drukkið svo síðdegiste einhvers staðar. Hann leit aftur ofan á barnið, og' það dimmdi yfir svip hans af von- brigðum. En Bobb var önnum kaf- inn við að sjúga á sér stóru tána. —- Bobb, þetta máttu ekki, sagði Eva, en gat þó ekki annað en hlegið. — Það er áreiðanlega ósköp gam- an, hélt Davíð áfram og var hugsi. — Heldurðu, að við gætum ekki leit- að uppi einhverja sælgætisbúð, þar sem hægt væri að fá súkkulaði fyrir hans tign? — Hann er afskaplega gefinn fyrir súkkulaði, svaraði Eva. En hann atar sig óskaplega út á því. — Og systir þín verður súr i sinni, ef piltur verður eins og kakóboíli, sem runnið hefur út úr, — þegar þú kemur heim með hann. — Stundum er hann miklu óþrifa- legri en það, sagði Eva. — Það eru engin takmörk fyrir þvi, hvað Bobb getur gert með einn súkkulaðimola. Bobb brosti himinlifandi, eins og hann væri ákaflega upp með sér af eigin afrekum. — Svo að við sjáumst þá ekki aftur fyrr en á mánudag, mælti Davíð í vonbrigðarómi. Evu datt í hug bréfið, sem hún bar í vasanum. Mest af öllu langaði hana til að segja lionum frá þvi, en þorði það ekki. Þetta bréf varð að bíða til morguns, liugsaði hún hrygg i huga og sneri heim á leið, eftir að þau Davíð höfðu kvaðzt. Það mundi komast til skrifstofunnar á mánudagsmorgun, hvort sem var. Við það að hitta Davíð svo óvænt hafði hún fundið enn betur til þess, hve heitt hún elskaði hann. Og nú gat Bobb ekki einu sinni komið henni til að brosa. Seinna um kvöldið, þegar Bobb var háttaður og hún sat ein yfir tebollanum sinum, sóttu að henni daprar hugsanir. Framtið hennar leit allt annað en glæsilega út. Nú hafði hún bæði misst Davíð og at- vinnu sína. Þess vegna þurfti hún nú að útvega sér annað starf, en guð mátti vita, hvar það var að fá. Hún mundi sakna Davíðs. Það hafði verið ágætt að vinna með hon- um. Það hefði verið yndislegt að mega lifa með honum. Systir Evu hafði boðizt til að taka Bobb að sér, þegar Dikk dó. Hún Ngr-$TNDRA-$tól( Raðstóll! — Gerð S-l TIL SÖLU HJÁ UMBOÐSMÖNNUM VÍÐA UM LAND OG HJÁ SINDRASMIÐJAN H.F. aPYKJAVlK. SÍMI 24064. 28 yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.