Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 20
Eftir þetta tók það hann ekki nema andartak að leysa hendur Karenar og síðan hjálpuðust þau að þvi að leysa af sér fótfjötrana. Armar þeirra og fætur voru hálflamaðir eftir böndin; fyrst i stað voru þau eins og börn, sem eru að læra að ganga, en það lagaðist von bráðar. Douglas reyndi á gluggahlerana, en enginn þeirra lét hið minnsta undan átaki hans. Loks varð honum að orði; „Það þýðir ekki að reyna þessa leið. En þeir hafa ekki hugmynd um að við erum laus. Um leið og þeir koma inn úr dyrunum, verð ég að rota þá með einhverju barefli." „En það er ekki um neitt barefli að ræða ...“ Douglas þreif til ruggustólsins. Fyrst reyndi hann að brjóta hann í sundur milli handa sér, en þegar' það tókzt ekki, dró hann ábreiðuna af rekkjunni til að deyfa hljóðið og barði honum síðan hart og snöggt við vegginn. Það þurfti ekki nema eitt högg til að hann gæfi sig. Hann rétti Karen einn stólfótinn, en batt hinar Þrjár með viðjunum, sem á þau höfðu verið lagðar, svo að úr varð Þungt og traust barefli, sem auðséð var að hann ætlaði sér sjálfur að beita. „Ég stend hér á bak við dyrnar,“ sagði hann. „Um leið og einhver kemur inn. lem ég hann I hausinn, en þú reynir að skjótast fram hjá hon- um út í myrkrið, og svo hleypurðu eins og fætur toga." „Þú þarft ekki að halda, að ég yfirgefi þig ...“ „Þetta er skipun, Karen, og henni verðurðu að hlýða. Þú þarft ekki neitt að óttast. Um leið og ég hef gengið frá þessum Mick, kem ég á eftir þér. I þetta skiptið 9kal ekki verða um neinn hetjudauða að ræða. Þú mátt treysta því." Þau heyrðu fótatak úti fyrir. Urrkennd rödd Micks barst inn til þeirra gegn um gluggahlerana. „Will er ekki kominn aftur," sagði hann. „Og hann lét svo um mælt, að ef hann yrði ekki kominn klukkan tvö, Þá skyldi ég taka til minna ráða. Og hafi þessum frændaskratta þínum tekizt að setja fyrir hann fótinn, verður mér að mæta ... Klukkan tvö á slaginu kem ég inn, vopnaður þungum járnpípum ...“ Þau Karen og Douglas störðu hvort á annað. „Hann veit að okkur hefur tekist að leysa af okkur fjötrana," hvislaði Douglas. „Annað hvort hefur hann séð einhverja ljósglætu, eða Það, að hann hefur heyrt höggið, þegar ég braut stólinn." Karen leit spyrjandi augum á Douglas „Hosmer frændi — ekki getur hann verið neitt við þetta riðinn ... Heldurðu það?“ „Ekki það?“ Rödd Douglas var hrjúf og hörð. „Jæja, við komumst að því, ef við á annað borð sleppum héðan lifandi." „Þú hefur ekkert að gera í hendurnar á Mick þannig vopnuðum, en þú hefur ekkert nema þetta stutta og veigalitla barefli. Ég efast um að Þú hefðir yfirhöndina, þótt hann væri með öllu vopn- laus, því að han ner þjálfaður í hnefaleik. Og hann er bæði rammur að afli og svífst einskis." Douglas glotti. „Það kunna að vera fleiri, sem svífast einskis," svaraði hann. „Ég er þjálfaður í japanskri glímu, og það er ekki víst að hann sé við því búinn." Karen gekk til hans. „Við höfum svo nauman frest ...“ hvíslaði hún. „Þú mátt ekki láta hugfallast," svaraði hann. ,.Hver veit nema Bonito komi til sögunnar." „Bonito, litli bílstjórinn?" spurði hún undrandi. „Hvað getur hann gert okkur að gagni?" Douglas glotti enn við. „Það fer nokkuð eftir því hvort hann er með skóna á fótunum eða ekki." Það er höfuðhöggið, sem gerir, hugsaði Karen með sér. Hann er enn með snert af óráði ... Hún hallaði sér að honum og vafði hann örm- um. Þau slökktu ljósið og biðu þess, er verða vildi. HOSMER SMITH sat í myrkrinu í íbúð sinni í gistihúsinu. Talaði við sjálfan sig í hálfum hljóð- um. Hann heyrði rödd sína, en lét sig það ekki neinu skipta. „Þú verður að gera eitthvað," end- urtók hann. „Hafast að. Þú ert búinn að sitja hérna drjúga stund, titrandi og skjálfandi, og getur ekki látið þér neitt ráð til hugar koma. Þú hefur myrt mann, ef mann skyldi kalla. Will Roth. Raunar gerðir þú það ekki af ásettu ráði, en það breytir ekki neinu. Ætlar þú kannski að sitja hérna og halda að þér höndum þangað til einhver finnur líkið, eða hvað? Það hlýtur að vera liðinn hálftími síðan miðnæturflugvélin lenti og innan stundar kemur ritarinn þinn með lausnargjaldið. Þú verður því að minnsta kosti að losa þig við likið, og það tafarlaust ...“ Hann titraði og skalf, þegar hann lyfti likinu á axlir sér. Ekki vegna þess, að þyngdinni væri fyrir að fara, þvi að Will Roth hafði ekki verið annað en skinin beinin. Hann opnaði gluggadyrn- ar, sem vissu út að ströndinni. Hlustaði og svip- aðist um, en sá ekki ljós i neinum glugga og heyrði ekki minnsta þrusk. En ef einhver sæi hann nú samt og fylgdist með ferðum hans? Hosmer hraðaði för sinni um þröngan stíginn niður að sjónum. þangað sem Wili Roth kvaðst hafa skilið bátinn eftir. Hosmer skalf og titraði á beinunum af ótta og æsingi. Og þó fyrst og íremst af ötía. Sér til mikils hugarléttis fann hann bátinn á Þeirn stað, sem Will Roth hafði sagt. Hann lagði líkið upp í hann, steig um borð og settist undir árar. Enginn hafði séð til ferða hans, hann þóttist viss um það. Hann þurrkaði svitann úr lófum sér. Inn á ströndinni voru mýrar- fen, þar sem hann gæti fólgið líkið. Bundið við það stein, hugsaði hann með sér, og þá mundi það aldrei finnast. Og jafnvel, þótt það fyndist, gat enginn sett það i neitt samband við hann. Likið bar þess ekki nein merki, að átök hefðu átt sér stað. Enginn mundi einu sinni þekkja af hverjum það væri. Hann hafði tekið öll skjöl úr vösum þess og brennt i öskubakkanum, stráð ösk- unni út um gluggann. Þegar hann kæmi aftur út í hólmann var hægur nærri að ýta bátnum á flot og láta hann reka til hafs. Ef einhvern tíma kæmist upp, að Will Roth hefði tekið hann trausta- taki, mundu allir álíta, að hann hefði fallið fyrir borð. „Ég get verið öruggur," tuldraði Hosmer Smith. „Öldungis öruggur ...“ Tunglsljósið lék um ásjónu líksins, og það var eins og glott iéki um þunnar varir þess. Og Hosmer þótti sem hann heyrði Will Roth mæla til sín lágri þreytulegri röddu með suðurríkja- hreim: „En hvað um Karen, systurdóttur þína, Hosmer Smith? Verður hún lika öldungis örugg? Tii hvaða ráða heldur þú að Mick grípi, þegar ég verð ekki kominn aftur klukkan tvö? Hann verður að sjálfsögðu viti sínu fjær af hræðslu. Flýr eins og fætur toga. En hann verður samt sem áður ekki svo hræddur, að hann gæti þess ekki vandlega að afmá öll spor og merki áður en hann kveður staðinn. Að minnsta kosti mun hann sjá svo um, að Þar verði ekki neinn á lífi til að bera vitni í málinu. Það eru líka fenjamýrar i grennd við sumarbústaðinn ... sem þú hefur sjálfur ekki hugmynd um hvar er að finna." Ósjálfrátt tók Hosmer að róa. Báturinn var valt- 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.