Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 29
bjó úti í sveit — i hamingjusömu, en barnlausu hjónabandi, i heil- næmu umhverfi. Og enn þá langaði hana til að fá Bobb. Þarna sá Eva möguleika. Bobb mundi líða vel hjá henni, — betur en hjá frú Holding. Og þá gæti hún gifzt Davíð sjálf. En er hún stóð við litla rúmiS hans og horfði á sofandi barnið, fann hún, að þetta var engin lausn. HÚN stóð þar enn, þegar barið var að dyrum. Það var Davið, sem beið fyrir utan. — Ég varð að tala við þig, mælti hann afsakandi. — Ég vona, að ég komi ekki til óþæginda. Hún visaði honum inn í dagstof- una, og hann litaðist um með ánægjusvip. — En hvað hér er viðfelldið, sagði hann. Hann kyssti hana, og hún gat ekki fengið af sér að, afneita atlotum hans. Það var að vísu von- laust, en hjarta hennar átti hann og enginn annar. — Mér finnst, að við ættum að gifta okkur núna undireins, sagði hann. — Við elskum hvort annað, og þá er ekki eftir neinu að bíða. Hún fann, að nú varð að skríða til skarar. — Ég get ekki gifzt þér, Davið, svaraði hún, — aldrei. — Ég ... ég skil þetta ekki, stam- aði hann. — Ég hélt, að þú elskaðir mig. Þung sektartilfinning gagntók Evu. Hún hefði átt að segja honum frá Bobb undireins. Þá hefði hún getað vægt þeim báðum við þessu. — Það getur aldrei orðið af þvi, Davíð. Þú skilur, við hvað ég á. ... ég elska annan. Og það var auðvitað sannledkur. Hann starði á hana vantrúaraug- um. Það var örvænting í svip hans. Það var engu líkara en hann yrði miklu eldri á þessum örfáu andar- tökum. — Ég skil þetta ekki, mælti hann um siðir. — Ég, sem hélt ... en segðu mér, hefurðu lengi verið ást- fangin af þessum — hínum? — í marga mánuði. Hann þarfn- ast mín meir en þú, Davið. — Það er ekki satt. Enginn getur þarfnazt þin meir en ég. Allir mín- ir draumar ... Hann stóð lengi grafkyrr, eins og hann væri að bíða eftir ein- hverju, — bíða eftir ðrlitlu merki, sem gefið gæti honum vott af von. Siðan tók hann hatt sinn og gekk til dyra. 1 Allt i einu heyrðist djúpt and- varp innan úr herberginu við hliS- ina, og hann nam skyndilega staðar. — Hvað var þetta? Henni vannst ekki tími til að svara. Andvarpið varð að kjökri, sem ekki var hægt að villast á. — Bobb! kallaði hann. — Já, Davíð. Hún hljóp í skyndi inn i svefn- herbergið og þótti vænt um að fá átyllu til að sleppa frá honum. Hún tók drenginn upp úr rúminu og þrýsti honum að sér i örvæntingu. Hann róaðist og þagnaði, er hún kyssti hann á enniö. — Eva ... er það hann, sem þú elskar? Davið stóð í opnum dyr- unum. — Já, viðurkenndi hún. Þess vegna er það, sem ég get ekki gifzt þér. Þér geðjast ekki að börnum, og ... Tárin fóru að læðast niður kinnar hennar með hægð. — Ó, ... Eva! Hún fann, að hann hélt þeim báð- um í faðmi sér. — Elskan mín! Rödd hans var blandin sjálfsásöknn, létti og gleði. — Veiztu það, að ég fór að elska hann undireins í dag, þegar við hitt- umst? Ég gat ekki að þvi gert. Hann er svo líkur þér. ... Ég væri stoltur af að eiga slikan son. — Værir þú það, DavíÖ? Hann kyssti hana, og á sama augnabliki opnaði barnið augun. Bobb brosti, eins og hann skildi þetta allt saman. Svo lokaði hann augunum ánægður á ný. Þau Eva og Davíð brostu hvort til annars yfir kollinn á barninu. Þau voru einnig ánægð — um siðir. + Kennslan er.... Framhald af bls. 19. nauðsyn, en þú vilt halda Því fram að það hyrfti að kenna hana á líf- rænni hátt. — Já og til dæmis með þvi að nota meira bókmenntirnar við kennsluna en gert er. Það eykur orðaforðann, sem er sárgrætilega lítill hjá þessu fólki. — Hvað segir þú þá um stærð- fræðina. Hún hefur mikið verið gagnrýnd, ekki sízt algebrukennslan í gagnfræðaskólunum. — Það er nauðsynlegt að kenna þann reikning, sem þarf að nota í daglegu lífi og samskiptum manna á milli, til dæmis deilingu, margföldun, prósentureikning og vaxtareikning. Hinsvegar hafa margir sáralítið með brotabrot að gera og Þó eru þau kennd þegar í barnaskólunum. — Finnst þér ekki erfitt að ganga að starfinu með heilum huga, þegar þú ert óánægður með framkvæmd þess í svona stórum atriðum? — Þú getur nærri, maður stendur uppi við töfluna og snýr baki í nem- endur, meðan maður teiknar meters- langt strik á töfluna og allskonar blönduð brot sin hvorum megin við það. Svo snýr maður sér með alvar- legum spekingssvip að bekknum og krefst þess, að verkefnið verði leyst. — Þú vilt meina, að kennslan sé heimur út af fyrir sig án snertingar við hið raunverulega líf. — Það er höfuðmeinsemdin. Bilið milli hinna beztu og hinna lélegustu er svo ótrúlega mikið og það er önnur meinsemd og skapar mikil vandkvæði í kennslunni. Mér finnst of mikið vera miðað við þá sem eiga hægt með að læra, en stundum kemur það fyrir, að sami kennari fær til meðferðar góðan bekk og annan lélegan. Hann reynir þá að finna meðalveg, sem er of erfiður fyrir hina lakari en gerir námið leiðinlegt fyrir hina. — Bera þá hinir lakari lítið úr bítum eftir þetta nám? — Sumir halda því fram, að þeim fari jafnvel aftur í öðrum bekk, — þá séu þeir orðnir ruglaðir og ráð- villtir á öllu saman. E'ftir því að dæma, hentar fyrsta bekkjar námið betur þroska þeirra. Og að endingu þetta: Við teljum okkur vera mikla menningarþjóð, en það er tilgangs- laust að halda því fram, að við séum öll svo jafn gáfuð, að hægt sé að not- ast við sama graut úr sömu skál fyr- ir alla. — Er þá enginn ljós punktur? — Jú, þú mátt ómögulega halda að þetta sé eintóm armæða. — Það er þrátt fyrir allt mjög ánægjulegt að starfa með þessu unga fólki. + Tízkutöfrar Framh. hf bls. 12. hugmynd um óléttu. Þar með voru örlög hans ráðin. Hversu stoltar sem konur kunna að vera af frjó- semd sinni, kæra sig þó fæstar um að skarta með keis að tilefnislausu. Þannig upphefur rangur áróður sinn eigin sefjunarmátt. SEFNÆMUR HUGUR. Við erum háð tízku og annarri múgsefjun, þar sem okkur varir sizt. Hér koma upp tízkulæknar, tízku- sjúkdómar, tízkuskólar og jafnvel tízkutrúarbrögð. Hvert aldursskeið einkennist af sefnæmi fyrir ákveðn- um áhrifum. Þannig ganga tízku- leikir meðal barna, ákveðin skemmt- anatízka sefjar unglinga, enda eru þeir að jafnaði mjög sefnæmir. Trúarofstæki beitir oftast harka- legum múgsefjunaraðferðum. Ein- staklingurinn, sem styðst viö skyn- semi sina eina saman, á örðugt með að standast sefjandi áhrif hópsins. Um það eru mörg dæmi að fornu og nýju. Á dögum Guðmundar góða gekk mikill helgra dóma og dýrlinga- faraldur yfir landið, — tízka þeirra tima. í prestssögu hans segir frá beini nokkru, sem Guðmundur bar á sér og taldi heilagt, en séra Steinn dró heilagleik beinsins mjög i efa og sagði, „að sér þætti eigi vel litt beinið og , óheilagt“. Guðmundur !>rást þannig við, að hann taldi séra Stein vera á valdi satans og lét allan söfnuðinn biðja fyrir frels- un hans. Eftir tvær slíkar atrennur guggnaði Steinn. „En er Steinn tók við beininu, kenndi hann ilm slíkan sem aðrir“. Frásögnin minnir óneitanlega á frelsunarathafnir lijá ofstækisfullum sértrúarflokkum nútímans. Það er að verða tízka liér á landi, að fólk feli uppeldi barna sinna trúboðs- skólum, sem ala þau upp í annarri trú en foreldrarnir játa. í slíkum stofnunum eru aðstæðurnar til múgsefjunar óvenjulega hagstæðar. Trúarhefð skólans, inyndugleiki skólastjóra og kennara, fordæmi trúaðra skólasystkina og einangrun frá foreldraheimili, — allt leggst ])etta á eitt um að brjóta niður heil- brigt viðnám einstaklingsins. Þvi fer mörgum unglingi eins og séra Steini forðum, að beinið, sem þeim þótti rotið og fúlt i fyrstu, ilmar að lokum sætlega fyrir sefjuðum vitum hans. ★ ALLT A SAMA STAÐ Hann varð fyrstur í mark, vegna þess að hann notar Champion kraftkertin 0 Meira afl og full nýting á benzíni öruggari ræsing og sparnaður á rafmagni. Minna vélarslit og góð nýting á olíu. Það er aðeins CHAMPION, sem hefur kraftneista og 5 laga einangrun. Egill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118. — Sími 2-22-4U. ViKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.