Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 18

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 18
Þau eru oð læra oð spila Hún heitir Diljá Gústavsdóttir og er að læra að spila á fiðlu I Tónlistarskólanum. Héma er hún í tíma hjá Ingvari Jónassyni, en þau hittum við um daginn, er við gengum við í Þrúðvangi, en bar er Tónlistarskólinn í Reykjavík til húsa. — Hvað ertu gömul, Diljá? — Ég er þrettán ára. — Hefurðu verið lengi við nám hérna í skólanum? — Þetta er þriðji veturinn minn. — Varstu búin að læra eitthvað áður? — Jú, ég lærði hjá Ruth Her- manns í tvö eða þrjú ár. — Og hefurðu eingöngu haldið þér við fiðluna? — Já. — Þykir þér gaman að spila? — Já, voðagaman. Við drepum á dyr á næstu kennslustofu og hittum þar tvær telpur, sem sitja við píanö og spila fjórhent. — Komið þið sælar, — hvað heitið þið? — Eflísabet og Guðríður. — Hvað eruð þið gamlar? — Tiu og ellefu ára. — Og eruð þið að læra á píanó? — Já, að minnsta kosti að reyna. — Eruð þið systur? — Já. — Þurfið þið ekki að æfa ykk- ur mikið heima? — Jú, við æfum svona einn og hálfan til tvo tíma á dag. Næst gefum við okkur á tal við ungan pilt, er kveðst heita Pétur Pétursson og vera við nám í pianóleik. — Hvað ertu gamall, Pétur? — ílg er tólf ára. — Og búinn að vera lengl hérna i skólanum? — Þetta er fimmti veturinn. — Og ert þá orðinn anzi fær? — Ja, — ég veit það nú ekki. — Hefurðu átt við eitthvert annað hljóðfæri? — Jú, ég hef verið að læra á trompet hjá Birni Guðjónssyni. — Og ætlarðu að stunda trom- petnám jafnhliða píanónáminu? — Já, ég ætla að reyna það. — Heldurðu, að það verði nú ekki nokkuð erfitt? — Nei, nei. — Hver kennir þér á pianó hérna? — Hann heitir Guðmundur Jónsson. Og svo hittum við einn píanó- nemandann enn þá, telpu, sem segist heita Elín og vera tólf ára. — Hvað varstu gömul, þegar þú byrjaðir að læra á píanó? — Ég var niu ára. — Hérna í skólanum? — Nei, hjá Róbert Abraham. — Hvað hefurðu verið lengi hérna? — Þetta er fyrsti veturinn minn. — Hvað heitir kennarinn þinn? — Hólmfríður. — Er hún mjög ströng við þig? - Nei. ★ Rúsínur hafa góð áhrif - - Við komum um dag- inn í verzlunina Þing- holt og tókum af- greiðslustúlkuna tali. — Finnst þér gaman að vinna hérna? — Já, já. — Hvert ætlarðu — í sumarleyfinu? — Ég ætla ekkert i sumarfri — og þó, það getur vel verið, að ég fari svona með haust- inu. — Hvert ætlarðu þá, kannski eitthvað til Suð- urlanda? — Nei, kannski upp á afrétt. — Ætlarðu að leggj- ast út? — Getur verið. — Jæja, ferðu mikið út að skemmta þér? — Nei, ég er alveg hætt þvi. — Sæll, Gestur. Á hvaöa leiö ert þúf — fig er aö fara í vinnuna. — Og er hún einhvers staöar hérna á Laufás- veginum ? — Já, þaö er hérna. — Hvaöa fyrirtœki er þetta? — Fræöslumyndasafniö — eöa öllu heldur kennslukvikmyndasafn ríkisins. — Og um hvaöa efni fjalla þessar myndir? — Allt milli himins og jaröar, mest þó um landafræöi. — fir þetta mikiö notaö viö kennslu i skólum *' — Já, talsvert, en þó ekki eins mikiö og ætti aö vera. Þaö er ótrúlegt, hve betri árangri má ná meö því aö nota lifandi myndir viö kennslu jafn-i hliöa bókunum. Annars er þetta svo yfirgripsmik ' iö og merkilegt mál, aö því veröa engin skil gerö í stuttu samtali. —■ Viö heimsœkjum þig þá seinna hircgaö ogi tölum betur viö þig. ■— Já, geriö þiö þaö. ★ Jóna — Ertu komin í stúku? — Komin, ég er búin að vera í henni lengi. — Hvaða stúka er það? — Vorboðinn. — Hvað ertu nú annars að gera? — Ég er að taka til pöntun. — Er það gaman? — Nei, hundleiðinlegt, — tuttugu kíló kartöflur og annað eftir því. — Er meira gaman að vigta sveskjur? — Já, en sérstaklega rúslnur, — þær hafa svo góð áhrif á fólk. -— Hvaða áhrif hafa rúsínur og sveskjur á þig? — Rúsínurnar hafa mjög góð áhrif. Maður verður svo miklu fjör- ugri, og þær hafa jafnvel áhrif á þingdarlögmálið. Sveskjurnar draga mann aftur á móti niður, ég kemst alltaf i vont skap, þegar ég vigta upp sveskjur. Jæja, ég má ekki vera að því að tala meira við ykkur, það er svo mikið að gera ... ★ Böðvar Tómasson, kaupmaður á Stokkseyri, er maður hugkvæmur og fljótur að átta sig. Hann lagði eitt sinn leið sína til Reykjavíkur og hafði meðferðis nokkra poka af kartöflum. Þurfti hann að koma þeim upp stiga á geymsluloft, og þar sem kaupmaðurinn kærði sig ekki um að leggja það erfiði á sjálfan sig, fór hann á Verkamannaskýlið og náði I „handtaksmann". Þeir fást þar með þeim kjörum, að borga verður hálfs dags kaup, enda þótt verkið taki aðeins nokkrar mínútur. Nú þreif handtaksmaðurinn kartöflusekkina og var fljótur að koma þeim upp á loftið. Kom hann að því búnu til Böðvars og krafði hann um tímakaup allt til kvölds, og var þó dagur miður. Böðvari þóttu þetta harðir kostir, en áttaði sig í hvelli og sagði: „Fyrst ég á að borga þér kaup til kvölds, þá á ég heimtingu á því. að þú vinnir fyrir mig til kvölds. Þá tekur þú pokana og berð þá niður og síðan upp og niður, þar til degi lýkur.“ Handtaksmaðurinn gat ekki borið á móti því, að Böðvar hefði rétt fyrir sér, og byrjaði að bera pokana upp og niður. Honum leiddist þó fljótlega verkið og kom aftur að máli við kaupmanninn. Kvaðst hann vilja gefa eftir af kaupinu gegn því, að hann fengi að losna. Varð það úr, að þeir sömdu, og var handtaksmaðurinn feginn að sleppa. ★

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.