Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 9

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 9
Hann var að hugsa um hana, sem beið hans í landi og hafði áh/ggjur af skipinu frá Mc Cormac - En hún lenti ekki þar, heldur þar sem hann hafði sízt haldið . .. Skyndilega lirópar kallinn: „Á lappir, andskot- ans sköturnar ykkar, og fljótir nú, það er kominn tími til að draga. Heyrið þið ekki, helvítis ræksnin ykkar?“ Mennirnir rísa á fætur, úfinhærðir og seltustroknir og hálf-vansvefta. Kallinn er við stýrið, Sveinn og Pétur eru að reyna að ná inn ljósduflinu, Stjáni athugar spilið. Það er þó nokkuð farið að birta, hann er heldur hvassari en hann var í gær, vafasamt, hvort þeir ná línunni. Brjálæði að leggja í svona veðri. Þeim gengur háifilla að ná upp duflinu. „Hvað, það er eins og þið séuð með tóma þumal- putta, andskotans lúðuiakarnir ykkar,“ hrópar kallinn og spýtir mórauðu út á dekk. Loksins tekst þó að ná því, eftir að það hefur skoppað til og frá á öldunum í rúmlega seilingar- lengd frá horðstokknum. Duflið innbyrt, byrjið að draga. Línan rennur hratt inn, fiskur á stangli, þorskur, ýsa, ufsi, steinbitur, keila, krossfiskur. Æfðar hendur hringa línuna niður í stampa, jafnskjótt og hún vinzt af spilinu, aðrar liendur gogga af, einn og einn drjóli dettur af önglinum upp við borðstokk og flýtur aftur með. „Stattu ekki þarna eins og glópur, S’tjáni," hróp- ar kallinn og spýtir mórauðu. „Farðu heldur, og pikkaðu upp fiskinn úr sjónum, skrattakollur.“ „O, haltu kjafti, helvitis marglyttan þín,“ hróp- ar Stjáni fullum hálsi. „Þér væri andskotans nær að borga manni einhvern tímann, djöfuls lúsables- inn þinn.“ „Bíddu bara, lyddan, þangað lil ég næ i þig.“ Línan rennur inn, tveir stampar komnir, dálítil hrúga af fiski á dekki. „Fari það í neðsta og heitasta blásvart organdi hurðarlaust glóandi helvitis djöfuls helvíti, línan er farin að flækjast um spilið.“ Spilið er stöðvað í snarhasti og ofið ofan af því. „Þér er andskotans nær, Sveinn, að láta ekki spilið fara svona hratt, þú kemst nógu snemma heim til mellunnar þinnar fyrir því,“ segir Pétur. „Þegiðu bara, hórusonur, Lára er ágætisstelpa,“ svarar Sveinki. Linan heldur áfram að silast inn, það er tölu- verð ágjöf, kemur í gusum, sem smjúga niðrum hálsmálið og niður á brjóst og hak og veldur sviða á hálsinum. „Ertu ekki með einhverjum kvenmanni núna, Sveinki?" spyr Pétur, og það er einhver undirtónn stríðni og efasemda í rödd hans. „Ojú, svo á það nú að heita,“ segir Sveinn og reynir að vera lítillátur. ,jHvaða manneskja er það?“ spyr Pétur. „Er það kannski einhver andskotans hóran?“ Sveini finnst það vera fyrir neðan sína virðingu að svara svona nokkru, þegir og einbeitir sér að fiskinum og línunni. „Þú ættir að sjá þær, maður, í Sankti Pauli,“ spyr Pétur, og liann er hálfleiður yfir því, að „Ojæja, ég hef nú ekki séð á þeim neinn glæsi- brag,“ segir Sveinn og finnst Pétur gera heldur lítið úr Láru með að jafna henni við starfssystur hennar 1 Herbertstrassen. „Hefur þú komið til Sankti Pauli, Sveinki?“ spyr Pétur, og hann er hálfreiður yfir því, að Sveinn skuli standa honum jafnfætis í heims- mennsku. „Hættið þessu helvítis kjaftæði,“ hreytir kallinn út úr sér. Sveinn og Pétur slita samræðunum. Siðasti stampurinn. Siðasti belgurinn kominn inn. Stím í land. Skömmu áður en báturinn nálgast hafnarmynnið, er Sveinn kominn upp og gengur órólega fram og aftur. Að lokum sezt hann þó niður, fær sér reyk, horfir á mávana hringsóla f loftinu af næsta yfirnáttúrlegu farefli. Skyldu þeir aldrei setjast þessir fuglar? Það er farið að kvölda aftur, og það er einhver kulda-hryssingur í öllu. Sjórinn grá-gulleitur langt út á flóann, og fjólublá slikja litkar tinda blágrárra, kulda- legra fjalla. Það var annars undarlegt, hvað þeir gátu flogið, þessir mávar, — alltaf á þönum i leit eftir æti, og síðan blóðug barátta um, hver hreppa skyldi hið ljúffenga sili. Brátt er báturinn kominn að bryggju og búið að ganga frá landfestum. Lára er ekki á bryggjunni. „Skrepptu upp i skúr, Sveinki, og náðu f nokkra stingi,“ segir kallinn. Sveinn klöngrast rólega upp á bryggjuna, það er lágsjávað og þvi hátt upp. Sveinn gengur rólega upp bryggjuna. Ekkert liggur á, þó að kallinn sé eitt- hvað að væla. jHvurnin skyldi eiginlega standa á þvi, að stelpan kemur ekki?“ hugsar Sveinn. „Skyldi hún vera komin i blámanninn, nælonsokkana, vínið og franzósinn?" Hann opnar verbúðina, kveikir ljós og svipast makindalega um. „Hvar ætli kallinn hafi nú gloprað stingjunum?“ tautar hann við sjálfan sig og bölvar, sezt siðan niður og fær sér reyk. Ekkert liggur á. „Var hann Sveinn ekki hérna?“ spyr tilgerðarleg kvenmannsrödd, flá og opin á bryggjunni. Það er rotinpúruleg kona, sem spyr. Hún er fremur illa klædd, og vöxtur hennar er einhvern veginn engan veginn. „Jú, hann skrapp aðeins frá. Má ekki annars bjóða þér niður i hlýjuna?“ Það er kallinn, sem verður fyrir svörum. Hinir virðast ekki veita konunni neina eftirtekt. „Jú, takk, kannski maður hlýi sér ofurlitið hjá þér, góur. Það veitir víst ekki af i þessum andskotans kulda. Hvurnin var fiskiríið annars hjá ykkur núna?“ segir konan, og reynir að vera huppleg. Og með einhverjum yfirnáttúrlegum hætti tekst henni að komast ofan í bátinn, eftir að hafa staðið í hálfgerðu reiðileysi á bryggjunni og kippt pilsinu upp til hálfs svona öðru hverju. „Kannski mætti bjóða dömunni upp á kaffi og brennivín?" segir kallinn og er hinn hupplegasti, og snýst eins og snælda. „Maður slær nú sosem ekki hendi á móti einum litlum eða svo,“ segir konan hressilega, en þó með hálfgerðum kæruleysistón. Framhald á bls. 33. yiKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.