Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 11

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 11
Hús og húsbúnaður Þessi sumarbústaður stendur í Lapplandi og fer jafnvel við lands- lagið þar og hann mundi gera hér, enda er landslag mjög svipað þar og á íslandi. Þessi sumarbústaður er af einföldustu gerð, sem hús get- ur af verið. Hann er eingöngu úr timbri, setustofa með arni og finnsku gufubaðsherbergi á neðra gólfi, en svefnloft yfir hálfum gólf- fletinum. Nú eru síðustu forvöð að byrja á SUMARBÚSTAÐNUM Myndirnar tvær að neðan sýna svissneskan sumarbústað af óvenjulegri gerð. Hann er byggður eins og pýramídi, en kvistir á tveimur hliðum. Hann stendur á fjórum stólpum. Myndin til vinstri sýnir, hvernig innréttingunni er háttað. Aðal-íveruherbergi í finnska sumarbústaðn- um í Lapplandi, þarna er arinn og einföld, en sterk húsgögn, — engin gluggatjöld. Þarna er gömul dragkista, sem gegnir hlutverki sætis og hirzlu. Sumarbústaðurinn á myndinni að ofan er 30 fermetrar að flatarmáli, og það er oftast nægilegt. Þar fyrir utan eru svalir. Hann er ekki hólfaður af; eldhús er í einu horninu og rúm meðfram veggjum, en arinn í miðju. Svefnherbergið í finnska sumar- bústaðnum, sem sagt er frá hér að ofan. Borðin á súðinni eru sköruð, eins og tíðkast í baðstofum hér á íslandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.