Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 21
ur og hann varð að rða með gát. Hann réri hljðð- lega út með ströndinni, frá borginni. Þaðan barst Hátiðaglaumur og hljómlist, svo ólíklegt var að nokkur veitti ferðum bátsins nokkra athygli, enda gat. enginn greint hann frá sjónum, þótt tungls- íjós væri. Samt sem áður þótti Hosmer öruggara að halda sig í skugganum af ströndinni. Hosmer var stoltur af hví að vera jafn hraustur enn og raun bar vitni. Árum saman hafðl hann ekki lagt. út ári. Hngu að slöur var áralag hans mjúkt og hnykkjalaust svo ekki heyrðist minnsta skvetta. Aratogin jöfn, án þess að hann Þyrfti nokkuð á sig reyna. Hann stefndi i austur, fyrst og fremst vegna Þess að það var í átt frá borg- inni. Út með ströndinni sá hann ljós í gluggum á öðru miklu gistihúsi, sem stóð þar á lágri hæð, ekki langt frá útvarpsstððinni. Hann minntist þess, að hann hafði heyrt fólk segja frá því að það hefði snætt þar dýrlegan morgunverð, og siðan ekið veginn vfir mýrarnar að útvarpsstöðinni. Hosmer herti róðurinn til að verjast hinum áleitnu hugsunum um Karen, ungu, iturvðxnu stúlkuna með skærbrúnu augun, glaða hláturinn og þægiiegu röddina. Karen, sem eitt sinn hafði sagt: ,,Ég hrædd, Hosmer frændi? Hvi skvidi ég finna til ótta? Ég hef aila mína ævi verið samvistum við fólk, sem unni mér og annaðist mig.“ Og hann heyrði sína eigin rödd svara. „Ég skal annast þig. Ég skal vera þér til halds og trausts hvað sem á dynur. Þvi heiti ég." Hosmer beit á jaxlinn. Kreppti hendurnar fast- ara að árahlunnunum og reri alit hvað af tók. Róa, róa — umfram allt, ekki að hugsa; róa, ekki að hugsa; ekki að hugsa ... „Ég get ekki komið i veg fyrir að Mick gripi til sinna ráða úr þessu.“ Hann hrökk við, þegar hann heyrði sína eigin, þróttmiklu rödd rjúfa þögnina á sjónum. Wiii Roth starði á hann, þðtt. dauður væri. Verði ég okki kominn aftur klukkan tvö, tekur Mick til sinna ráða ... „Fari það bölvað, ég hef ekki hugmynd um hvar Karen er,“ mæiti Hosmer enn við sjálfan sig. en nokkuð lægra. „Þú hafðir vit á að láta Það ekki upnskátt við mig. Og ég verð lika aö hugsa um þaö að 'bjarga sjálfum mér, Will Roth. Ég bind stjórann við þig og sökkvi þér í fenin. Eða — nei. ég sökkvi þér í sjóinn. Flæki stjðralínunni um þinn magra kropp, svo það líti út eins og um siys hafi verið að ræða. Enginn sá mig halda á brott úr gistihúsinu. Og þegar þessu er lokið, ræ ég l>angað aftur og bíð .. .“ Bíður þess í stundarfjórðung. að Karen verði myrt? Hosmer ha?tti að róa. Hrammstórar hendur hans hvildu á árahlummunum. Honum varð litið til gistihússins á hæðinni, þar sem gestirnir undu við glaum og gleði úti á veröndinni. Sumt dan9aði, og það var ekki lengra þangað en það, að Hosmer heyrði leik þljómsveitarinnar. Fagrar, eggjandi konur i flegnum samkvæmiskjólum stigu dansinn við prúðbúna menn — menn, sem höfðu höndlað allt það í lífinu, sem Hosmer hafði sífellt verið að berjast við að komast yfir, en ekkl tekist fyrr en nú — peninga, stöðu, áhrif og álit. Og til Þess að haida öllu þessu. þurfti hann aðeins eins við; að hafast ekkert að. „Karen, fari hún norður og niður . . .“ tuldraði hann. Samt sem áður breytti hann um stefnu, lagðist á árar og reri upp að ströndinni Þegar grynnti, tók báturinn niðri sem snöggvast, en Hosmer lagðist enn þyngra á árarnar, beitti öllum sinum kröftum og tókst að losa hann. Og hann réri lif- róður að ströndinni fyrir neðan útvarpsstöðina. Klukkuna vantar fimm mínútur í tvö . . Hosmer dró bátinn undan sjó og lagði af stað upp klapp- irnnr. Hann rann, féll við, reis á fætur og hrað- aði för sinni sem mest hann mátti; hrasaði enn, marði sig og hrumlaði en lét það ekki á sig fá. Þegar hann ruddist inn i litlu útvarpsstöðina, gat hann vart orði upp komið fyrir mæði. Salar- kynnin voru bröng; þarna var aðeins einn maður að starfi, sem virtist annast allt, sem sending- unni við kom. „Ég verð að koma orðsendingu á framfæri," mælti Hosmer. „Það er um líf og dauða að tefla. Leiktu hvaða hljómplötu, sem vera vill, en komdu orðsendingunni tafarlaust á framfæri . Litli þeldökki maðurinn hafði tekið hljóðnem- ann úr sambandi um leið og Hosmer ruddist inn. Hann var að leika af hljómplötu, jazz, glymjandi og æstan, sem Mick mundi áreiðanlega hafa fall- 18 vel í geð. „ViS tökum ekki orðsendingar fyrr en klukk- an fimm,“ svaraði hann hæversklega. Klukkuna vantaði þrjár mínútur í tvö ... „Það er um lif og dauða að tefla,“ endurtók Hosmer. Litli, þeldökki maðurinn virti hinn tröllaukna, marða og blóðhrumlaða gest forvitnislega fyrir sér. Virti fyrir sér rifin klæði hans og meiddar hendurnar. Og hann tók skyndilega ákvörðun. „Hvernig hljóðar þessi orðsending?" spurðl hann rólega. „Frá Will til Mick ... Frá Will til Mick ... Flugvélinni hefur seinkað. Gerðu ekki neitt fyrr en ég kem til baka ... Gerðu ekki neitt fyrr en ég kem til baka ..." „Ég get sent hana klukkan fimm ...“ „Þú sendir hana á stundinni," mælti Hosmer, og það var ekkahreimur í skipandi röddinni. „Ann- ars sendi ég hana sjálfur. Þótt það kosti mig það, að ég verði að myrða þig ...“ „Þetta er hótun. Ég kalla á lögregluna." „Mér stendur á sama um það. Bara ef þú kem- ur orðsendingunni á framfæri tafarlaust." Og klukkuna vantaði tvær mínútur í tvö. „Ég skal senda hana um leið og lokið er af hljómplötunni," mælti þulurinn og lét sér hvergi bregða. Hosmer hneig niður í auðan stól. Hann kjökr- aði, og hinn tröllstóri skrokkur hans skalf af þreytu og áreynslu. Eins og í þoku heyrði hann að hljómplötuleiknum lauk og Þulurinn tók að lesa orðsendingu hans, hægt og rólega, eins og ekkert væri um að vera: „Frá Will til Mick. Flugvélinni hefur seinkaS. Gerðu ekki neitt fyrr en ég kem til baka .. Hosmer fól andlitið í höndum sér. Þannig sat hann unz hann fann að hönd var lögð á öxl bonum. „Ég er úr lögregluliðinu, herra minn. Carib Sam Lundberg. Ég verð að biðja yður að koma með mér, herra minn ...“ Hosmer Smith reis á fætur. Með erfiðismun- um tókst honum að rétta úr sér og endurheimta nokkuð af virðuleik í rödd og svip. „Hvers vegna?“ spurBi hann. „Hva8 saknMmt hef ég aðhafst?" „Ég veit það ekki með vissu enn, herra minn. En það liggur lik um borð i bátnum, sem þér komuð í upp að ströndinni." Hosmer gat ekki að sér gert. Hann rak upp mikinn og dynjandi hlátur svo undir tók í hinum þröngu salarkynnum. Hló og hló. Hann haffli sem sé steingleymt líkinu af Will Roth. „Jæja, Þér veitti þá betur að lokum," mælti hann loks stillilega. „Þér veitti betur að lokum, Will Roth.“ Lögregluþjónninn og þulurinn litu undrandl hvor á annan. Og svo lelddi lögregluþjónnlnn Hosmer á brott. LILY strauk ljósa lokkaa frá augum sér. Hún hafði fyrir löngu tekið af sér skóna með háu trjónuhælunum, gekk berfætt þótt sárt værl og reyndi eftir megni að varast að stíga á steinana. „Þvilíkt og annað eins," tautaði hún. „Hvenær þrýtur þennan götuslóða, ef kalla má eggjagrjðtið slíku nafni? Það er einkennilegt hve hann getur verið langur, ekki stærri en eyjan er.“ Það kom áhyggjusvipur á andlit Bonitos. „Við getum ekki ekið ljóslaust," svaraði hann. „En ef við ækjum með ljósum, mundu þorpararnlr sjá til ferða okkar. Sennilega hefði ég ekki átt að taka þig með í þessa ferð, senóra. Þér eruð ef- laust óvön þvi að ganga á slikum vegum. En það var bara þetta; ég hugsaði sem svo, að Það mundi síður vekja grun, ef ég væri með eina af þaw- um hálfvitlausu ferðakonum með mér .. Lily hló. „Hafðu ekki neinar áhyggjur af þess- ari brjáluðu ferðakonu," svarmðl hún. „Ég or orfl- in bæði sárfætt og Þreytt, en það lagast þegar ég hef fengið mér kalt steypibað og sofið góðan dúr. Framhald i næsta blafli. Tryggingu fyrir öruggum rekstrí veita rafmótorar vorir fyrir jafn- straum og víxlstraum. Þeir fást i mjög miklu úrvali af ýmsum teg- undum og gerðum, allt að 4000 kw lyftumótorar, seni bæði eru eldtraustir ng vatnsbét.tir Gjörið svo vel að neinisæKja oKk ur þar sem við sýnum á XXIX. al- þjóðlegu kaupstefnunni í Poznan 1? til ?.fi, júni 19fi0 í skála nr II Einkaútf lytjenrtu j Polish Foreign Trade Compam for Electrical Eauipment T,td„ II Etéktftuí' Warszawa 2, Czackiego 15/17. P. O Box 254. Sími: 6-62-71. Umboðsmenn: TRANS OCEAN BROKERAGE Hólavallagötu 7. REYKJAVÍK VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.