Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 24
 & ' & Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Einmitt núna get- ur þú tekið að þér verkefnið, sem þú treystir þér ekki til að ráða fram úr i síðustu viku, enda þótt það krefjist talsverðrar líkamlegrar áreynslu. Vertu ekki allt of óþolinmóður, þótt ekki gangi allt sem skyldi í fyrstu, því að þetta eru aðeins byrjunarörðugleikar. Það virðast ætla að skiptast á skin og skúrir i vikunni. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Þú skalt ekki reyna að komast til botns i þessu viðkvæma máli fyrr en í næstu viku. Þú mátt búast við Því að þaría að berjast með kjafti og klóm, til þess að verja málstað þinn, og til Þess þarf talsverða þrautseigju. Þessi vika virðist annars hentug til viðskipta, og ef þú þarft að eyða miklum peningum, bendir allt til Þess að það verði ekki i einskisnýta hluti, þótt öðrum kunni aö virðast svo. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Þú skalt ekki gefa nein loforð, sem binda þig um of í vikunni, þvi að þótt þú sért allur af vilja gerður, er hætt við að þú getir ekki uppfyllt þau loforð sakir anna á vinnustað. Komdu vel fram við þennan mann, þótt þú sért á móti honum, það gæti stuðlað að velgengni þinni. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þú verður að vera samningsliprari við félaga þina. Það gætir allt of mikillar tortryggni af þinni hálfu í garð þeirra, sem þér er fyllilega óhætt að treysta. Láttu ekki smámuni taka frá þér allar frístundir, annars getur lífið orðið þér leitt eftir helgina. Ef þú sýnir starfsvilja, getur það orðið til þess að fjárhagur þinn batnar til mikilla muna. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág): Stjörnurnar lofa mikilli hamingju, og þá helzt í hópi nánustu félaga þinna. Þessi nýi félagi þinn er ekki eins tryggur og þú heldur, þess vegna skaltu ekki reiða þig á hann um of. Ef þú ferð að öllu eins og fyrirrenn- ari þinn varðandi þetta nýja verkefni, er hætt við að illa fari, reyndu þess vegna að finna nýjar leiðir. Meyjarmerkið (24. ág.—23. sept.): Ef til vill eru framtíðaráætlanir þínar byggðar á röngum forsend- um. Þú skalt reyna að kanna þér málið betur. Nokkrir dagar vikunnar verða sannkallaðir ham- ingjudagar, en hætt er við að það fylli þig leiða þá daga, sem hversdagslegir eru. Þetta má ekki verða: þú verður að meta það sem hamingjan býður þér og vera þess minnugur að hún kemur ekki af sjálfu sér. Þú verður að leita hennar. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Ef leitað er til þin í máli, sem þarf skjótrar úrlausnar, verður þú að muna, að þótt það sé naumast hagstætt fyrir þig, verður þú að láta réttlætistilfinningu þína ráða. Endalok þessa máls verða — ef Þú hagar þér skyn- samlega — þér mjög hliðholl .Þótt undarlegt megi virðast, verður riírildi við einn félaga þinn aðeins til þess að binda ykkur fastari vináttuböndum síðar meir. Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Það má ná þessu takmarki, sem þú stefnir að á marga vegu, en allra sízt. með of snöggum aðgerðum. Það færi miður, eí þú næðir ekki þessu marki, einungis sakir óþolin- mæði. Þú verður að vera kunningja þínum þakk- látur fyrir þetta sem hann hefur gert fyrir þig. Þótt hann ætlist ekki til neins, þætti honum samt vænt um að sjá þakk- lætisvott af þinni hálfu. Heillatala 5. Heillalitur hvítt. Bogmuðurinn (23. nóv.—21. des.): Þetta vandamál, sem hefur valdið þér áhyggjum undanfarið, er alls ekki til þess að gera sér grillur út af, og skaltu bægja því frá þér hið fyrsta. Vikan virðist ætla að verða skemmtileg, þú skalt aðeins varast að verða ekki afbrýðisamur út af smámunum. Vikan verður giftu fólki til mikilla heilla, og líkur eru á þvi að þau fari í stutt ferðalag. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Taktu alls ekki neina afstöðu í þessu vandamáli kunningja þinna, ellegar getur illa farið. Hætt er viö að Þú gerir ýmislegt vanhugsað i vikunni, en samt þykjast stjörnurnar sjá, að ekki fari illa, og er Það ekki Þér að þakka. Vikan verður mun rómantískari en fyrri vika, og ungt fólk gæti bundizt ævilöngum vináttuböndum eftir helgina. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Hætt er við, að þú verðir allt of upptekinn af hugmynd, sem þú missir áhuga á, áður en þú lýkur verkefninu. Um leið er hætt við, að Þú komir ekki auga á gullvægt tækifæri, sem þér býðst. Um eða eftir helgina rætist 1 ;’gömul ósk þín fyrir tilstilli eins kunningja þíns. Gömul kona ÍTíkemur talsvert við sögu í vikunni, og þótt henni verði á ein- LíBhver skyssa, mátt Þú ekki taka það illa upp. Fiskamerkið (20. feb.—20. marz): Þú mátt ekki slaka til, þótt þú hafir ekki eins mikið að gera á vinnustað og áður. Nú er einmitt tíminn til Þess að ráða fram úr Þessu, sem Þér vannst ekki tími til í síðustu viku. Taktu ekki of mikið mark á Þessu stefnumóti. Heillatala 8. w Á+JL A VIKA1H Útgefandi: VIKAN H.F. fíitstjóri: Gísll Sigurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: Ásbjörn Magnússon Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017 Verð í lausasölu kr. 15. Áskriftarverð er Premtun: Hilmir h.f. 200 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram Myndamót: Myndamót h.f. Þið fáið Vikuna í hverri viku í næsta blaði verður m. a.: ♦ 1. verðlaun í verðlaunakeppni VIKUKNAR: Kóngur í einn dag. — 2 opnur með myndum af við- burðaríkum degi. ♦ Jónas Jónsson frá Hriflu í aldarspegli. ♦ Sumarstúlka VIKUNNAR 1960. — Keppnin heldur áfram og nú birtist SIGRÚN RAGNARS. ♦ Happdrættisíbúðir DAS. ♦ Sálarfræði — örlagaþrungnasta vísindagrein 20. ald- ar — eftir Matthías Jónasson. ♦ í sama báti — sönn saga úr daglega lífinu. Það var á prófi í barnaskóla úti á landi. Kennariun var að reyna kunnáttuna í kristum fræðum og hafði samið nokkrar spurningar úr biblíusögúnum. Börnin voru yfirleitt fljóf að svara og fóru strax úl að því búnu, nema einn af drengjunum. Hann sat, ákaflega þungt hugsi og kennarinn sá að hann velti fyrir sér spurningu, sem hljóðaði þannig: „Nefnið dæmi um speki Salómons“. Þegar tíminn var gersamlega útrunninn, kom dreng- urinn loksins með prófblaðið. Kennarinn þóttist viss um að dreng- urinn hefði loksins fundið eitthvert magnað dæmi um speki Salómons og varð dálitið hvumsa við, þegar hann las svarið við spurningunni sem drengurinn hafði á þessa leið: „Hann var ekk- ert spekur“. BARNAGAMAN / toppi Asparinnar Var ekki hættulegt að fara upp i topp trésins? Þar voru greinarn- ar mjög grannar. Knud Erik var kominn á fremsta hlunn með að hætta við allt saman. En þá mundi hann eftir hvolpinum, beit á jaxl- inn og hét þvi að láta ekki drekkja | litla greyinu i kalkleirgröfinni. Svo réðst Knud Erik til upp- | göngu i öspina. Hann þreif i eina | af neðstu greinunum og sveiflaði j sér upp á haaa. Þegar drengurinn var kominn j dálitið upp eftir trénu hvildi hann jj sig og kastaði mæðinni. Honum \ virtist hann kominn hátt upp, en þó var langt, eftir upp i toppinn. Hann llangaði til þess að fara nið- ur aftur. En hugsuain OfB hvolp- inn herti á honum. Knud Erik hélt áfram. Greinarn- ar greantust eftir þvi, sem ofar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.