Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 22
Þeir sögðu að ég kynni alls ekki að blása...! Andrés Ingólfsson segir frá dvöl sinni á Berklee School of Music, en þar hefur hann nýlega lokið fyrsta námsárinu — Hver var nú formálinn að þessari ferð þinni? — Ja — formálinn? — Já, ekki hefurðu vaknað einn morguninn og dott- ið í lnig að fara til Ameriku? — Nei, en ég vaknaði einn morguninn og fór að lesa músikblaðið Down Beat. Og þar las ég að blaðið veitti einum eða fleirum hljómlistarmönnum styrk til þess að stunda nám við skóla í Boston, Berklee School of Music. Ég skrifaði og fékk til baka alls konar eyðu- blöð — umsóknareyðubiöð, sem ég átti að fylla út með ýmsum upplýsingum um mig, og svo varð að fylgja með segulbandsspóla með sýnishorni af því hvað maður gat spilað. — Og þú hefur unnið i þessu happdrætti? — Já, svo undarlega vildi nú til. — Hvað var þessi styrkur hár? — Átta liundruð dollarar — fyrir skólagjaldinu í eitt námsár. — Og ef menn halda áfram í skólanum, verða þeir þá að borga sjálfir? — Ja — þetta eina ár skoðast sem nokkurs konar reynslutími, þannig að nemandinn fær styrkinn áfram, ef hann sýnir áhuga og dugnað við námið. — Hvað er svo kennt þarna í skólanum? — Fyrst og fremst jazzleikur. Annars eru kenndar þarna ýmsar greinar tónlistar, svo sem dægurlaga- söngur o. fl. Skóli þessi er talinn svo fullkominn, að eftir fjögra ára nám þar eiga menn að vera hæfir til þess að'ganga inn í hvaða sinfóníuhljómsveit sem er. En bóklega námið — t. d. tónfræðikennslan er frekar sniðin með tilliti til jazztónlistar. — Er nú ekki nokkuð erfitt að kenna jazzleik — er það ekki nokkuð, sem menn verða að hafa í sér? — Jú, að vísu. Og það væri anzi erfitt að kenna fólki, sem veit ekkert hvað jazz er. En í þennan skóla eru aðeins teknir nemendur, sem áhuga hafa fyrst og fremst á jazz og sem vitað er að hafa eitthvað leikið á hljóðfæri. — Hvernig var kennslunni háttað? — Ég var i timum hjá tveim saxófónkennurum. Annar þeirra er „virtúós“ á öll blað-blásturshljóð- færi og kennir aðallega það, sem snýr beinlínis að sjálfu hljóðfærinu. Þegar ég kom fyrst í tíma til hans lét hann mig blása nokkra skala, og er ég hafði gert það eins myndarlega og ég gat, sneri hann sér að mér og segir: „Nú, ég liélt að þú liefðir lært eitt- hvað að spila?“ Ég svaraði nú litlu, en hann gat frætt mig um það að ég kynni alls ekki að blása á saxófón. Svo lét hann mig blása gegnum munnstykkið eitt og ég gerði það, en fékk ekkert annað út úr því en smávæl. Þá tólc hann munnstykkið af mér, blés þenn- an líka svaka tón og sagði svo: „Ef þú getur ekki einu sinni blásið gegn um munnstykkið, þá er ekki von að mikið fari gegn um hljóðfærið.“ — Þótti þér þetta ekki heldur miður? — Jú, svona fyrst í stað. En ég náði mér nú bráð- lega. Kennarinn var mjög þolinmóður og lipur og notaði mjög aðgengilegar aðferðir við kennsluna. Byrjaði hann á að kenna mér alveg nýja munnstillingu, aa YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.