Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 33
Ohappaferill atgjörfismanns FramhaM af bls. 5. fleygt yrði; hurfu séra Oddi Sverris- syni að Stóra-Núpi peningar, sem hann taldi Gottsvin gamla og fólk hans vita hvar geymdir höfðu verið, heimsótti því Gottsvin og færði þetta í tal, en hann þrætti fyrir og kvaðst hafa grun um að Sigurður væri vald- ur að þjófnaðinum ásamt öðrum manni, er hann nefndi til. Hét hann presti þvi að færa það í tal við Sig- urð, að hann skilaði aftur pening- unum, sagði honum svo nokkru síð- ar að hann hefði gert það, en Sigurð- ur brugðizt hið versta við og hótað að drepa hvern þann mann, er gerðist til að kenna sér um þjófnaðinn. Kærði prestur þjófnaðinn fyrir sýslumanni og kvaðst hafa Sigurð grunaðan, en ekkert var þó aðhafzt i máli því að sinni. Þetta mun eflaust hafa orðið til þess, að fljótt lagðist það orð á Sigurð, að hann væri þjófóttur, enda þótti þar á sannast hið fornkveðna, að illt væri i ætt gjarnast. En dugnaði hans var og við brugðið, og svo sagði Þuríður formaður, að enginn honum jafnknár hefði róið hjá sér þær 25 vertíðir, sem hún var formaður; þó hefði hún séð eftir því að ráða hann til sin, því að hann hefði einn af öllum hásetum hennar gerzt til þess að sýna sér óhlýðni, auk þess sem hún áleit hann haía haft ill áhrif á aðra háseta, eins og síðar kom fram. Frá Kambsráni er áður sagt og eft- irmálum þess, og visast til þeirra frásagna, að öðru leyti en því, sem snertir Sigurð Gottsvinsson sérstak- íslands hrainistumenn Framhald af bls. 9. 'Það er sem kallinn iði i buxunum, hann fer á undan niður og býðst til að taka á móti dömunni, stiginn sé svo brattur. Hann tekur um læri hennar neð- anverð, þegar hún er að koma niður stigann, og lætur hana siðan síga milli arma sér, svo að pilsið kippist upp. „Hvurslags manneskja heldurðu, að ég sé eiginlega? Ég ætla bara að láta þig vita það, að ég er heiðar- leg stúlka, en engin mella,“ segir konan og kippir niðrum sig pilsinu með vandlætingarsvip, sem fer henni álíka vel og prestskragi kaupmanni. „Svona, svona, góða,“ segir kall- inn og klappar á öxlina á henni. „Það er heitt á könnunni, við skulum fá okkur smáleka,“ bætir hann við og seilist eftir brennivínsflösku, sem hann liefur legið á í langan tíma. Konan er enn móðguð að sjá, en svarar þó engu. Kallinn nær í tvo fanta, hellir í og réttir síðan kon- unni annan. Konunni virðist ákaflega umhug- að að sannfæra kallinn um heiðar- leik sinn og skirlífi, setur stút á munninn og lítur hann hornauga. En innan stundar er isinn brot- inn. Það er sem blessað brennivinið hafi brætt klakann og yljað þeim um hjartarætur. Kallinn situr undir Láru og hefur smeygt hendinni und- ir pilsið og fer höndum um læri hennar. „Þú mátt ekki halda, að ég sé nein inella,“ segir Lára og ég er hætt að rekast í svona smá-ósið- semi, „þó liún sé ákaflega skírlif stúlka“. Kallinn hellir aftur í fantana, og Lára hjúfrar sig upp að honum í fullri siðsemi. „Skál.“ Uppi á þilfarinu eru mennirnir að ljúka við að skipa upp aflanum. Sveinn hefur fundið stingina og er kominn aftur frá verbúðinni fyrir um það bil klukkustund. Eng'inn segir honum neitt. Ef til vill hefur enginn tekið eftir gestkomunni. Ef til vill finnst þeim ekki ómaksins vert að minnast á það. ,yHvar skyldi nú Lára vera?“ hugsar hann. „Hún skyldi þó aldrei vera komin i blámanna- og Kín- verjadjöflana?" Pétur og maðurinn, sem ekur burt með aflann, skeggræða um hitt og þetta, um verðmæti aflans, hversu mikið brennivin mundi vera hægt að fá fyrir hann, og þar fram eftir götunum. Vélin er í gangi enn þá, og stunur hennar blandast hljóði annarra bátsvéla, svo að úr verður reglu- bundinn kliður, sem gæðir umhverf- ið einliverri duld. Mennirnir halda áfram að skipa upp aflanum og bera upp lóða- stampana, — Pétur og bifreiðar- stjórinn masandi, Sveinn einn með hugsunum sínum. Senn er verkinu lokið, og Sveinn og Pétur fara upp i verbúð til að fara úr gallanum. Það er orðið rokkið, þegar þeir ganga hægum skrefum upp bryggj- una. — Þreyttir menn. En vél báts- ins yfirgnæfir hlátrasköllin 1 heið- virði stúlku og afbragðs-formanni og flámælta, drafandi rödd, sem sönglar: „5, þú kyssir svo vel, elskan.“ ★ lega. Þegar vínnuhjú a8 Lei8ólfsstö8- um voru yfirheyrö í þvi sambandi, lét ein vinnukonan svo um mælt, að eigi væri sérlega kært með þeim hjónum Vilborgu og Sigurði, og mundi hún hafa gifzt honum fremur af ótta en ást, enda væri hann hræði- legur, er hann reiddist. Einn af grönnum hans kvað hann svo orð- ljótan, að engan vissi hann þvílikan, hefði hann þó reynzt sér góður granni. Það þótti og brátt koma á daginn, að það hefði verið Sigurður, sem frumkvæði átti að ráninu og haft þar forystuna. Ekki meðgekk Sigurður neitt. lengi vel, þótt allir félagar hans að ráninu játuðu sök sína, og ekki fyrr en þeir höfðu verið lokaðir inni hjá honum, hver á eftir öðrum, og er talið að Jón Kolbeins- son — sjá fyrri greinar — hafi að lokum unnið hann til þess; meðgekk hann þá þátttöku sína í ráninu og játaði auk þess á sig að hafa stolið sjö plönkum úr verzlunarbúð á Eyr- arbakka þá um veturinn, og komu þó eigi öll kurl til grafar þá þegar. Oft hafði það komið til orða milli Jóns Geirmundssonar og Sigurðar að stela peningum frá einhverjum auð- ugum, og hélt Sigurður því fram, a8 synd væri að stela frá fátækum, en syndlaust, væri stolið frá rikum, enda lítilmannlegt að hnupla, en víkingum samboðið að auðga sig svo í einni ferð, að eigi þyríti að fara fleiri, og kemur það heim við það, sem áður er sagt. Þá var um fjóra bændur að ræða í nágrenniriu, er taldir voru eiga peninga; lá það orð á einum þeirra, að niðursetningar hjá honum hefðu ýmist horfallið eða orðið aum- ingjar, og kvaðst Sigurður fúsastur til að ræna hann. En þangað var og lengst að fara, svo Sigurður hætti við þá ráðagerð, en ákvað að heimsækja heldur Hjört bónda á Kambi, sem var einn af þeim fjórum, þeirra er- inda, því að þangað var stytzt. Féllst Jón Geirmundsson þegar á að veita honum lið, en þá vantaði þriðja mann- inn. Orðfærði Sigurður það við bónda nokkurn, sem hann vissi ófróman, en þegar hann gerði hvorki að játa né neita og lézt taka þetta sem gaman, notaði Sigurður tækifærið, er Jón Kolbeinsson kom að Leiðólfsstöðum, bauð honum i skemmu, gaf honum brennivín, sagði honum ráðagerðina Framhald á næstu síðu. LÁTID HANN FÁ HONIG’S-súputeninga meö á sjóinn svo hann geti hvenær sem er búið til nærandi og ljúffengan drykk og þurfi engan tíma til undirbún- ings. Ef aðeins hann hefur HONIGS súputeninga við hendina. Spyrjið eftir HONIGS súputeningum í bláu og rauðu dósunum, hjá kaupmanni yðar. — VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.