Vikan


Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 31

Vikan - 09.06.1960, Blaðsíða 31
Uiín anaast .... Framhald af bls. 7. cnda hafði honum þá verið ekið gegnum girð- ingu og hann fengið slæmar skrokkskjóður. Emil Gunnlaugsson varð að leggja í mikinn kostnað til þess að gera jeppann jafngóðan aft- ur. Hann taldi, að ríkið ætti að bera ábyrgð á afbrotamönnum, sem væru bak við lás og slá og afplánuðu dóma. Sýnist það sanngjarnt, að ríkið greiddi viðgerðarkostnaðinn á jepp- anum orðalaust, en sú hefur þó ekki orðið raunin. Við skildum við þau Emil og Guðrúnu í hlað- varpanum á nýbýlinu og undruðumst, hverju þau hafa fengið áorkað, miðja ve'gu milli tvitugs og þrítugs. Bak við þau mannvirki, sem þarna hafa risið, liggur þrotlaust starf og ráðdeild, og það er mun ánægjulegra fyrir ungt fólk að geta unnið sig upp á þennan hátt en fá allt upp i hendur. Það gera sumir og hafa ekki einu sinni manndóm til þess að halda í horfinu. Og ef þau Emil og Guðrún lituðust vandlega um í Reykjavík, þá mundu þau komast að raun um, að hér er fjöldi fólks á þeirra aldri, sem hefur það einkum fyrir stafni að sitja á sjoppum. Það hefur ekkert afrekað, — sumir tæplega unnið ærlegt handtak, — en situr daglangt og horfir lífsleiðum augum i tóbaksreykinn. -fc Draa nia rá ðn i ngra r Framhald af bls. 25. minna og eru þær báðar lifandi. Svo var ég aftur komin í biðstofuna og sagði maðurinn mér að se-tjast i stól, sem var með baki og örm- um og hafa hendurnar á stólörmunum. Tók ég þá eftir að maðurinn var með vinstri hand- legginn mjög einkennilegan og spyr ég hann hvað sé að honum, og hvað hann heiti. „Ég er hér kallaður maðurinn með gullarminn af því að ég vildi meir en ég átti, þá varð ég að vera svona,“ og sýndi hann mér handlegginn og var hann úr gulli. Svo gekk hann út í horn á her- berginu og sýndi mér þar hrúgu, sem yfir var breytt hvitt stykki. Tók hann upp hornið á stykkinu og undir því var gull og spurði ég hann hver ætti allt þetta gull. Hann sagði að það ætti ég og svaraði ég því til að ég ætti ekk- ert gull og hefði aldrei átt og liefði ekkert við það að gera. Jú, sagði hann. „Þetta gull er allt þín verk og þín iaun. Því er safnað saman hér. Svona átti ég líka en svo vildi ég meira en mér bar og hegningin er sú að ég verð að vera með svona handlegg og er þar af leiðandi ekki lengur hæfur í stöðuna og hefur þú verið skipuð í hana i minn stað. Nú skaltu finna hvernig það er og um leið fór ein rúllugardínan niður og fann ég að ég dofnaði öll upp, varð máttlaus og fannst mér ég vera að missa miðvitundina, en vissi að veran fór í gegn um mig og inn. Þá spurði hann mig hvernig mér þætti þetta og sagði ég að þetta væri mjög óþægilegt. Svo kvaddi hann mig og fór. Ég sat eftir og horfði út um glugga og sá út á sjó og við hafnarbakkann beið skip eins og Gullfoss er og vissi ég að það beið eftir mcr og niundi ekki fara fyrr en ég væri til- búinn að fara með því. Það var sól mjög jiægi- teg grænleit birta og sjórinn var renni-sléttur. Sjöfn. Svar til Sjafnar. Draumurinn er ekki fyrir skammlífi eins og álíta mætti. Hins vegar bendir upphaf hans á að þú hafir framið citthvað, sem þú hefur fulla ástæðu til að hylja. Á hinn bóginn þá eru líkur fyrir að þú verðir fyrir allmiklu láni á næstunni. Það er undir þínum persónu- leik komið hvernig þú bregst við. Hægt er að fara vel og illa með alla hluti. Annars virðist mér þáttur litlu tclpunnar í bleika kjólnum slæmur. Ég býst við erfiðleikum á næstunni hjá henni. Það eru sterkar líkur fyrir all verulegum breytingum í daglegu lífi þínu, þar sem þér verður falið erfitt starf, sem verður þér lítt þakkað. Þér mun hætta til að missa marga góða vini á næst- unni. en ekki bara þunnt lag ofan á brauðsneið eins og sumir halda. Ostaneyzlan eykst stöðugt bæði í hversdagsmat og veizlumat. Engar fæðutegundir hafa jafnmikið næringargildi og mjólk og ostur eða bæta eins vel slit, orkutap og þreytu líkamans. Ostur er þessvegna sú fæða sem menn skyldu sízt án vera. NiimaritiHka Framhald af bls. 13. — Við nám? — Meiripart tímans var ég á skóla í Vinconin. Svo ferðaðist ég um Bandaríkin í tvo mánuði. — Þú hlýtur að vera niikil heimskona. Hvað tók við þér að þessari forfremd lokinni. — Þá byrjaði ég í Útvegsbankanum og hef starfað þar óslitið siðan. — Ég þarf ekki að spyrja þig, hvort þér líki vinnan, — ég sé að þú ljómar, þegar þú minnist á Útvegsbankann. — Mér líkar mjög vel. Það er kostur að hafa svona stuttan vinnutlma og mér fellur vel við samstarfsfólkið. — Hverjir eru fore'ldrar þínir? — Faðir minn er Egill Þorgilsson, skipstjóri á Tröllafossi og móðir mín er Sigriður Guð- mundsdóttir, kona lians. — Hann er þá ekki heima upp á hvern dag, karl faðir þinn. — Hann er mánuð í hverri ferð og svo heima í viku á milli. — Eruð þið fleiri systkinin? — Nei, ég er eina barnið á bænum. — Það er þá rúmt um ykkur hér í þessu stóra húsi. — Við erum ekki einar. Við höfum fugl, — liann er liúsbóndinn, þegar pabbi er ekki heima. — Þeir hafa mjög rúmgóðar vistarverur skip- stjórar á svona skipum. Getið þið ekki farið með öðru hvoru? — Við höfum nokkrum sinnúm gert það. Ég hef tvisvar farið með honum til Ameríku og sex sinnum til Evrópu. — Og ferðast um Evrópu. — Við höfum bara stoppað í höfnum. Ég ferðaðist um Danmörku, þegar ég var átta ára, en man það nú ekki nákvæmlega, nú orðið. — Er ekki skemmtanalífið mikið viðfangs- efni í frístundunum? — Það var það, eftir að ég kom heim frá Bandaríkjunum, en minna nú orðið. Mér finnst betra að vera í góðum félagsskap í heimahús- um ef svo ber undir. — rðkarðu sport? — Varla hægt að segja það. Stundum fer ég með skíði upp á heiði, bara til gamans og stund- um syndi ég, en ég er engin iþróttakona. — Leyfist mér að spyrja, er ungfrúin trú- lofuð? — Ne-i — og nú hnykkti liún til höfðinu. — Ég hef engan tíma til þess. -— Ertu i tímahraki? — Já, mér finnst tíminn alltof fljótur að líða, sérstaklega á þessum síðustu árum. + Aö gefnii tilefni skal það tekið fram, að grein Dr. Matthíasar Jónassonar í 18. tölublaði Vikunnar, „Sýkn er ég“, sem fjallaði um heimsókn í skólasjoppu, var ekki beint að neinum ákveðnum stað, heldur hafði greinin almennt gildi. Ákveðinn veitinga- maður hér í bæ telur sig hafa orðið fyrir óþægindum út af grein þessari og það skal undirstrikað hér, að ekki var meiningin að sneiða að neinum sérstökum, heldur aðeins að vekja umhugsun um vandamál. V IK A N 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.