Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 4

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 4
Gunnar M. Magnúss: §TÓR¥ELM MJÓ§MR Á ISI AVIH FYRIR Wm ^ 8TRIÐ Aðvörun Sveins Björnasonar sendiherra. Á áratugnum milli 1930 og 1940 var loft mjög lævi blandað í al- Þjóðamálum. Einhver dulúðug grunsemd um öryggisleysi lá sem mara á þjóðum og einstaklingum, og undir hófsamlegri kurteisi í viðskiptum þjóða milli var grunnt í hina gegnum smjúgandi tor- tryggni, sem allsstaðar lá undir. Það var uppgangur Hitiers- Þýzkalands, sem á þessum árum kom mestu róti á hugi manna, og mátti víða ekki á milli sjá um ótta og andúð gegn Þjóðverjum eða hrifningu og samstöðu með stefnu þeirra. Á þessum áratug blossuðu víða upp blóðugar styrjaldir, og má þar einkum nefna herför Itala til Abessiniu og hina blóðugu borg- arastyrjöld á Spáni, þegar Franco braust þar til valda. Það er alkunnugt, að flestar þjóðir reka njósnir á víðtækan hátt, og þó einkum stórveldin. Svo var þetta einnig á umræddu tíma- bilii Þó að loft væri lævi blandið, muriu Islendingar ekki hafa leitt getum að því. að landið var þá undir smásjá stórveldanna og njósnir voru reknar hér um land og þjóð. Þeir voru svo hrekklausir í þessum efnum, að stjórnarvöld hrökkva hastarlega við, þegar þeim. berást bréf snemma vors 1939, sem greina frá því að á Is- landi sé hlutdeild í njósnarkerfi, er vinni í þágu hernaðar, en mjög þótti þá uggvænlegt um að styrj- öld brytist út. Þetta var snemma vors 1939, og bréfin til íslenzku ríkisstjórnarinn- ar voru frá Sveini Björnssyni, sendiherra Islands í Kaupmanna- hbfn. Bréfin voru þrjú, og í þeim bendir hann á vaxandi hættu af njósnarstarfsemi Þjóðverja á Is- •landi. Fregnir frá leyniþjónustunni dönsku. Fyrsta bréf Sveins Björnssonar er dagsett 2. iparz 1939. Þar segir sendihérrann frá viðtáli, er hann hafði átt við yfirmann dönsku leynilögreglunnar. Skýrir hann frá því, að uppvíst hafi orðið um mikla njósnarstarfsemi í Dan- mörku og megi rekja þræðina til flotamálaráðuneytisins þýzka. Yf- irmaður njósnanna hét Pflugk- Hartung og var hann handtekinn. 1 sambandi við handtöku hans, varð uppvíst um marga samnjósn- ara hans, bæði danska og þýzka. Taldi leynilögreglan danska, að þræðir frá þessu njósnarkerfi iægju til Islands. Stakk sendiherrann upp á því, að rikisstjórn Islands sendi dug- andi lögreglumann eða lögfræðing út til Danmerkur til Þess að kynna sér þessi mál, en danska lögregl- an hafði tjáð sig fúsa til þess að hefja samvinnu við íslenzku ríkis- stjórnina og lögreglnna um rann- sókn málsins. Annað bréf sendiherrans er rit- að rúmri viku siðar, hinn 10. marz 1939. 1 því ræðir hann enn um njósnir Þjóðverja. Lýsir hann því, að njósnararnir myndi smáhópa og sé aigengt, að Þjóðverjar sendi menn til Dan- merkur og láti þá vera þar bú- setta nokkur ár og komi þeim inn i njósnarkerfið. Allt bendi til þess, að njósnirnar séu reknar i hernaðarskyni. I þessu bréfi er skýrt frá hand- töku Pflugk-Hartung. Einnig er sagt frá áliti dönsku leyniþjónust- unnar, en hún telji njósnir Þjóð- verja á Islandi meiri en nokkurn gruni. Þá telur sendiherrann lik- indi fyrir því, að olíubirgðum kaf- báta hafi verið sökkt í afskekkt- um íslenzkum fjörðum, — oliu- birgðir kunni einnig að vera grafnar í jörð á Islandi. Þriðja bréf sendiherrans var dagsett 28. marz 1939. Ræðir hann þar enn hin sömu mál. Kveðst hann hafa séð möppu með skjölum úr máli Pflugk-Hartung, merkta „Island". Segir hann, að flest þessi skjöl hafi verið ómerkileg, svo að ekki viijðist ástæða til að taka þau til itarlegrar athugunar. Þegar styrjöldin hafði staðið í rúma fifnm mánuði ritar Sveinn Björnsson sendiherra enn bréf til rikisstjórnarinnar og gerir njósn- ir Þjóðverja að umtalsefni. Bréf þetta er dagsett 24. janúar 1940. Skýrir sendiherrann frá þvi áliti yfirmanns dönsku lögregl- unnar, að fregnir um ferðir Bandamannaskipa berist frá leyni- legri stöð einhversstaðar i Dan- mörku til þýzka ræðismannsins í Reykjavík og þaðan til Þýzkalands. Vildi lögreglustjórinn, að reynt yrði að grafast fyrir rætur þess- arar starfsemi. Bauð hann enn aðstoð og samvinnu dönsku leyni- lögreglunnar. Víkur nú sögunni aftur um 15 ára skeið. Skal nú litið aftur í tímann um 15 ára skeið og rennt augum til þess, er gerðist hér á landi, snert- andi þessi mál. Það var laust fyrir 1930, að talsvert fór að bera á því, að Þjóðverjar legðu hingað leið sína. Það voru einkum ýmiskonar sér- fræðingar: veðurfræðingar, grasa- fræðingar, mælingamenn, jarð- fræðingar, læknar og verzlunar- menn. Sumir settust hér að og hófu atvinnurekstur. En margt þótti benda til þess, að sá at- vinnurekstur væri hafður að yfir- skyni, erindi margra þeirra væri stórpólitísk. Á árunum fyrir 1930 sendu Þjóðverjar hingað veðurfræðinga, til þess að gera athuganir á vind- um og loftstraumum, og þá eink- um á Vestfjörðum. Voru þeir þá t. d. við rannsókn- ir við fjallið Rit, sem liggur norð- an ísafjarðardjúps. Um svipað leyti hafði þýzka félagið Luft-Hansa hjálpað Is- lendingum til að halda uppi til- raunafiugi hér innanlands með gamla flugfélaginu (Flugfélagi íslands). Nokkru siðar fór ameríska fé- lagið Pan-American á hnotskóg eftir flugréttindum hér og fékk leyfi til reynslu, ef það uppfyllti ákveðin skilyrði, sem sett voru af hálfu Islendinga. Þegar Luft-Hansa frétti þetta, vildi félagið fá sömu réttindi og Pan-American. Voru gefin loforð um að Luft-Hansa skyldi fá „beztu kjara“-samninga á borð við ame- ríska félagið. En svo fór, að Pan- American uppfyllti ekki hin settu skilyrði og öðlaðist þar af leið- andi engin réttindi og Luft-Hansa ekki heldur. Nú komu Þjóðverjar því þann- ig fyrir, að á alþjóðamóti veður- fræðinga, sem haldið var í Bret- landi skömmu fyrir stríð, fengu þeir Norður-Noreg og Island til veðurathugana. Hófu þeir þá fyrst veðurathuganir á Norðaustur- landi. Og árið 1939 í nágrenni Reykjavíkur. Þeir rannsökuðu lendingarskil- yrði flugvéla á Kleifarvatni. Sumarið 1936 voru þýzkir myndatökumenn og mælingamenn á ferðalagi til og frá um landið. Þá voru tékkneskir vísindamenn hér einnig á ferð og komu suður að Kleifarvatni við Krýsuvík. Við Kleifarvatn voru þá staddir þýzkir grasafræðingar og jarð- fræðingar. Þeir voru með ýmis- konar mælitæki, svo sem þri- hyrningamæla, hæða- og dýpta- mæla. Þótti liklegt, að Þjóðverj- arnir hefðu verið að rannsaka lendingarskilyrði flugvéla á Kleif- arvatni. Og enn var það þetta sumar, að aðrir þýzkir leiðangursmenn höfð- ust við uppi á Hafnarsandi. Munu þeir hafa verið að rannsaka þar flugvaliarskilyrði. Það var þarna, sem Bndaríkjamenn gerðu flug- völl á styrjaldarárunum. Það var af þessu og ýmsu öðru, sem ráða mátti, að Þjóðverjar hefðu augastað á Islandi í sam- bandi við flugsamgöngur. Inni á heiðalöndum og öræfum á norðausturlandi fundu gangnamenn vörður og vörðubrot kringum lárétt og slétt svæði, er virtust hæf sem lend- ingarsvæði flugvéla. Niður í sum- ar vörðurnar var stungið stautum með greinilegu hakakrossmerki eða hálfum hakakrossi. Þá voru Þjóðverjar titt á ferða- lögum í Eyjafirði og Suður-Þing- eyjarsýslu. Ferðuðust þeir ýmist landleiðis eða á litlum bátum með ströndum fram. Þeir komu 1 Flatey á Skjálfanda til þess að rannsaka stöðvar Stjörnu-Odda og kliíu fjöii í iandi í sömu erinda- gjörðum. Þjóðverjar ferðuðust einnig mjög um Suðurlandsundirlendi á Þessum missirum. Þeir fóru víða um Reykj anesfj allgarð, um Hval- fjörð, upp um sveitir Borgarfjarð- ar og vestur á Mýrar. Sumir þessara ferðalanga fóru fötgangandi bæ frá bæ, ræddu við • heimamenn og þágu beina og gist- ingu. E'inn af þessum fótgangandi Þjóðverjum kom að Litlu-Drag- eyri i Borgarfjaröarsýslu. Sló hann upp tjaldi þar í túninu og svaf í þvi næturlangt. Kom hann og átti tal við heimafólk. Ræddi hann um ýmislegt viðvíkjandi byggðarlaginu og þá einnig um almenna hluti. En skyndilega létti hann sam- talinu, kvaddi og hélt úr hlaði. I anddyri hafði hann séð töskur nokkrar, er húsbóndinn átti, en þær voru með merki ræðismanns Breta á íslandi. En húsbóndinn var Haraldur Á. Sigurðsson. Þýzkur læknir, Dr. Hoffmann að nafni, var hér á ferð um þessar mundir. Hann var þá embættis- maður innan þvzka hersins, er ferðaðist hér um tvö sumur og tók myndir. Einnig má nefna Þjóðverjann August Lehrmann, sem fékkst við verzlunarstörf. Hann dvaldist bæði í Reykjavík og á Vestfjörðum, einkum á Isafirði. Þegar styrjöldin skall á og Is- land var hernumið af Bretum, voru Þjóðverjar teknir fastir, hvar sem þeir náðust. Lehrmann var einn þeirra, sem handtaka skyldi, en hann komst undan, feröaðist til Vestfjarða, hitti kunn- 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.