Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 24
Róleg og dyggðum prýdd eiginkona. Framhald af hls. 21. var ekki rétti tíminn til afS hlaupa á eftir fröken Prentice og segja henni, að hún væri eina konan í lífi hans. Hægt gekk hann aftur inn til sín, settist í bezta stólinn sinn og reyndi að hugsa skýrt. Honum varð skyndilega ljóst, að hann hafði ekki sagt orð við hana. Það fyrsta, sem hann varð að gera á morgun, var að kynnast henni nánar. Hann fór á fætur i grárri morgunskímunni, læddist niður stigann og las á nafnspjaldið á dyrunum hjá henni. Sally, hugsaði hann í leiðslu. Það var miklu fallegra nafn en t.d. Sophia eða Charlotta. . . . Hann læddist varlega upp stigann aftur og byrjaði eins og í draumi að steikja sér egg. En allt i einu hrökk hann upp við högg frá hæðinni fyrir neðan, hæðinni, sem Sally bjó á. Antony gaf sér rétt tíma til að slökkva á suðuplötunni áður en hann þaut niður stigann. Hann stanzaði fyrir utan dyrnar hjá Sally. Það heyrðist ekkert hljóð innan frá. Hann ýtti varlega á dyrnar og fann að þær voru ekki laestar og gekk inn. Þarna sat Sally á miðju gólfi starði illilega á einhvern hlut, sem minnti á körfu úti í einu horninu. Hún hafði aug- sýnilega verið að reyna að festa þetta á rafmagns- peruna í loftinu. — Ég er búin að eyðileggja gamla skerminn, sagði Sally hálfgrátandi, — og mér tekst ekki að festa þann nýja á, sem ég keypti. Frú Mortimer verður bálill. — Leyfið mér að hjálpa yður, sagði Antony fljótt. Hann hljóp til hennar og hjálpaði henni til að standa á fætur. Síðan teygði hann sig upp og festi nýja lampaskerminn, eins og hann hefði ekki gert annað allt sitt líf. — Kærar þakkir, sagði Sally. — Þetta var afskaplega fallegt af yður. >að var fyrst þegar hann var kominn upp ti) sín, að honum varð ljóst, að hann hafði látið gull- ið tækifæri ónotað. Hann hefði þó getað sagt eitt- hvað....... Antony var annars hugar á skrifstofunni daginn eftir. Það var svo áberandi, að vinnufélagar hans tóku eftir því, og einn þeirra, Tom Carrington spurði hann hreinskilnislega: — Jæja, gamli vinur, hvað heitir hún? — Sally Prentice, svaraði Antony, án þess að hugsa sig um. Tom brosti gleitt. — Það held ég að heimurinn sé að farast! Ég hélt ekki, að þú hefðir áhuga á stúlkum. Eh allt kemur fyrir. Hvernig lítur hún annars út? Antony var að springa af löngun eftir að tala um ástina sína og lýsti henni ýtarlega fyrir Tom Carrington, sem hlustaði með meðaumkun. Á leiðinni að neðanjarðarbrautinni gerði Antony ótal ráðagerðir um hvernig hann ætti að fara að því, að bjóða Sally út með sér. Það, sem með þurfti voru peningar, dálítill þokki og að reyna að vera skemmtilegur. Peningana átti hann þó. . . Þegar nýr farþegahópur kom inn i lestina á næstu stöð, var litilli grannri veru ýtt inn í hornið og þröngvað upp að honum. Breið karlmannsöxl þrýsti andliti hennar að brjósti hans og hann fann hvernig hún barðist um til að losna. Hann leit niður og hjarta hans tók kipp. Hún var með grænan hatt í Þetta skipti en gullnu lokkarnir voru þeir sömu. Hún leit upp og tók andköf. — En — þetta er herra Blackstone, er það ekki ? stamaði hún. — Kærar þakkir. Ég get ekki þolað að . . . , sjáið, hvað ég hef gert! Hún starði á ljósgrátt silkibindið hans og þegar hann leit niður sá hann að Þar var greinilegt far eftir varir hennar! Þetta er hræðilegt. Sally var eldrauð. Þér náið því aldrei burt. Þessi varalitur er alveg kossekta. Antony brosti glaðlega. — Það er allt i lagi, kallaði hann yfir hávaðann í lestinni. Mér finnst það fallegt. Það gerir bindið svo sérkennilegt. Augu Sally ljómuðu af kæti og hún skellihló. Auðvitað urðu þau samferða heim úr lestinni. Þegar hann skildi við Sally þaut hann í loftinu upp stigann. Meðan hann buslaði í baðinu söng hann hástöf- um „Sól úti, sól inni,“ og trallaði inn á milli. Það var einkennilegt hve allt var einfalt, aðeins þegar byrjað var á því. Það var svo auðvelt að tala við hana og skemmtilegt að vera með henni, að þetta mundi allt verða mjög auðvelt. Byrjunin var góð og hitt kom fyrr eða seinna. Meðan hann var að binda á sig nýtt bindi, varð honum lit.ið út um gluggan og þá sá hann hvar Sally hljóp niður tröppurnar og inn í lágan rauð- an bíl. Hár ljóshærður maður opnaði fyrir henni bilhurðina. — Mér finnst leiðinlegt, að hafa látið þig bíða svona lengi, Alistair, heyrði Antony hana segja — en ég gat ekki fundið rauðu skóna mina. Hef- urðu á ævi þinni heyrt nokkuð eins asnalegt. Antony sneri sér frá glugganum og kastaði sér niður í stól. Næstu daga flögraði Sally eins og fiðrildi um i tilveru Antonys. Á hverjum morgni sagði hún: Hallo, Blackestone, og á hverju kvöldi sagði hún það sama. Hún brosti töfrandi til hans í hvert sinn, en hún var alltaf að fara eitthvað. Eftir hálfan mánuð hafði hann aðeins talað við hana fjórum sinnum. Antony var örvilnaður þegar Charlotta frænka hans hringdi til hans siðdegis einn dag. Honum létti merkilega við að heyra ákveðna rödd hennar. Það voru leifar frá bernskunni, hugsaði hann dauf- ur. Charlotta frænka spurði hann hvernig honum liði og gaf honum stutta skýrslu um líðan Sophiu frænku. Síðan tilkynnti hún honum, að þær syst- urnar ætluðu til London daginn eftir og hvaða kvikmyndasýningu Þær langaði til að sjá hvert og hvenær hann ætti að sækja þær og kvaddi hann svo stuttlega. Antony hitti frænkurnar eftir sýninguna. Hann fór með þær heim í íbúðina til að gefa þeim te- bolla áður en hann færi með þeim á stöðina og óskaði sjálfum sér til hamingju með, hve snurðu- laust þetta hafði gengið. En Charlotta frænka lét hann ekki standa lengi í þeirri trú. — Antony, sagði hún og settist i bezta stólinn hans — þú hefur breyztzt Hvað hefur komið fyrir? Hann starði orðlaus á hana. — Reyndu ekki að skrökva neinu að mér, hélt hún áfram. — Þér hefur hingað til ekki tekizt að blekkja mig. 1 því var barið að dyrum og Antony fór fram til að opna, þakklátur fyrir truflunina. Fyrir utan stóð Sally, i ljósgrænum kjól. — Það var indælt að þér skylduð vera heima, sagði hún. — Allir aðrir i húsinu eru einhvers staðar úti. Lítið á. Hún sneri bakinu að honum. Rennilásinn hefur festst og ég get hvorki náð honum upp né niður. Ég kemst ekki einu sinni úr kjólnum, þannig að ég geti lagað hann. Getið þér hjálpað mér ? Antony stóð og starði á berar axlir hennar. —- Æ, gerið það fyrir mig, sagði hún eyðilögð. Eins og i móðu heyrði hann gjallandi rödd Charlottu frænku innan úr stofunni. — Segðu henni að koma inn Antony. Kannski getum við hjálpað henni. Sally snarsneri sér við og þaut inn í stofuna. Frænkurnar heilsuðu henni án þess að sýna nokkra undrun og Sally brosti töfrandi til þeirra, og kraup niður hjá þeirri frænkunni, sem nær sat.. — Ég heiti Sally Prehtice, sagði hún glaðlega. -— Ég bý hér á fyrstu hæð. Þið hljótið að vera frökenar Blackestone, frænkur Antonys. Frú Mor- timer hefur sagt mér frá ykkur. Það var reglulega heppilegt fyrir mig, að þið skylduð vera staddar hér núna. Charlotta frænka brosti vingjarnlega til hennar og Sophia írænka leit imeð skilningi á frænda sinn. — Þetta er yndislegur kjóll, sem þér eruð í, góða mín, sagði hún blíðlega. Sally beygði sig, svo að Charlotta kæmist að rennilásnum. — Þetta er eftirlætiskjóllinn minn. Ég er aðeins í honum við sérstök tækifæri, en eins og venjulega var ég að verða of sein og þá festist rennilásinn auðvitað. — Sitjið bara kyrr, sagði Charlotta frænka. — Ég verð enga stund að Þessu. Andartaki síðar sagði hún ánægð. — Jæja, nú held ég að þetta sé í lagi. Sophía, vilt Þú halda kjólnum saman að ofan, þá held ég lásnum saman að neðan, og þá getur Anthony rennt lásnum upp. Anthony gerði eins og honum var sagt. Það var eins og hann hefði tíu þumalfingur, en lásinn rann auðveldlega upp. Sally stóð á fætur með yndisþokka og brosti þakklát. — Þakka ykkur öllum kærlega fyrir, sagði hún. — En ég verð að þjóta. Alistair getur komið á hverri stundu og ég er ekki nærri til- búin. Þegar Anthony hafði lokað á eftir henni gekk hann þunglega inn í stofuna aftur. -— Ö. Anthony, sagði Sophía frænka æst, hún er töfrandi. Og rnikið hefur hún fallegt hár. — Reglulega lagleg og vel uppalin stúlka, sam- sinnti Charlotta frænka allra náðarsamlegast. Anthony starði orðlaus á þær. — Heyrðuð þið ekki hvað fröken Prentice sagði? Hún ætlaði út með Alistair. — Ekkert gerir það til, sagði Charlotta frænka. — Hún er ekki trúlofuð. Ég gáði að því, en hún Framhald á bls. 35. — Satt að segja hef ég aldrei borgað neitt inn á bílinn. Þeir hafa ekki getað náð mér. — Nú held ég að Pétur verði hrifinn, þegar hann heyrir að við höfum skipt um kerti á eigin spýtur. — Nú er hún búin að tala í hálftíma, án þess að taka eftir að ég klippti snúruna. — Ég er bara að fara í skólann mamma, ekki herþjónustuna. 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.