Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 7
t>að. Fyrir nokkrum dðgum hafði mafiur hennar riCið út til aC lita eftir slættinum. Hún hafði verið þreytt og ekki langað til að fara með honum. Þá hafði hún gengið eitthvað út í bláinn og haft 'Bijou með sér, og hafði hugsað sér að skoða þetta nýja ríki sitt. Bijou hafði hlaupið á undan henni og þefað af öllu, gelt og snúið sér að henni í tilraun til að fá hana með sér einmitt þarna inn i skóg- inn. Þegar hún hafði rutt sér var- lega braut i gegnum girðinguna höfðu þau komið að rjóðri inn í miðjum skóginum, litlu opnu svæði, sem var eins og lokrekkja með gylltum og grænum tjöldum. Henni fannst, að hér væri hún komin i hjartað á konungsriki sinu og hún hafði orðið svo hamingjusöm og hrærð. Ef hún gæti aðeins fundið aftur þennan helga dularfulla stað. Ef það tækist mundi hún standa þar grafkyrr, hulin öllum heiminum. Konrad mundi skyggnast alls staðar um eftir henni og ekki geta skilið hvað hefði orðið af henni. Á stuttri örlagaþrunginni stundu áður en hiin kallaði á hann, mundi hann finna, hvilik eyðimörk heimurinn mundi vera, ef hún væri ekki til. Hún leit íhugandi meðfram skógar- jaðrinum i leit að helgidómnum og gekk inn i skóginn. Hún varaðist að gera nokkurn hávaða og gekk varlega skref fyrir skref. Kvistur festist i leggingu á kjólnum hennar og hún losaði hann hægt og varaðist að brjóta hann. Trjágrein greip eftir siðu, gullnu hári hennar og hún stanzaði, lyfti handleggjunum og losaði hana varlega. Innar i skóginum var jarðveg- urinn mjúkur og votur, og létt fótatak hennar heyrðist ekki. Með annarri hendi þrýsti hún litlum vasaklút að vörunum, eins og til að undirstrika hve dularfull þessi ganga hennar var. Hún fann staðinn, sem hún leit- aði að og beygði sig til að losa um þétt kjarrið os opna dyrnar að græna skógarherberginu sinu. Við það steig hún á faldinn á kjólnum slnum og laut niður til að laga hann. Þegar hún rétti sig aftur upp, leit hún beint framan i mann sem var fyrir í felustaðn- um. Hann stóð uppréttur tvö skref frá henni. Hann hlaut að hafa horft á hana þegar hún kom gangandi á móti honum. Hún skoðaði hann hátt og lágt með einu augnatilliti. Það var hræðilegt að sjá hann. Andlit hans var sært og marið og hendur hans voru svartar af mold og blóði. Hann var tötrum klæddur, ber- höfðaður með tuskur vafðar um fæturna. Vinstri handleggur hans lá máttlaus niður með síðunni en þeim hægri hélt hann beint fram fyrir sig og höndin var kreppt um langan opinn hnif. Hann var á svipuðum aldri og hún sjálf. Þau stóðn þarna og störðu hvort á annað. Þessi fundur þeirra i skóginum var hljóður og án orða frá upp- hafi til enda. Þvi, sem fór fram, er aðeins hægt að lýsa með látbragði. Fyrir þau tvö, sem þarna komu fram, var timinn ekki til, en eftir klukkunni tók þetta allt fjórar minútur. Hún hafði aldrei á ævi sinni verið i neinni hættu. Hún gerði enga tilraun til að skilja eða gera sér ljósa aðstöðu sina núna. Hún hugsaði ekki út i, hve stuttan tima það mundi taka að kalla á Matthias, sem hún i þessu heyrði kalla á hundana. Hún skoðaði manninn 4 móti sér, eins og hún hefði skoðað skógarpúka, sem skyndilega hefði birzt. Að mæta honum var ekki að* eins hætta og ógnun, heldur varð heimurinn aldrei sá sami fyrir þann, sem sá hann. Þó að þau litu ekki hvort af öðru, sá hún eins og með ókunnu skilningarviti, að græna lokrekkjan hennar hafði breytzt í bæli villi- dýrs. Svörðurinn var úttraðkaður. Þarna voru teppi til að sofa við og nöguð bein frá siðustu máltið. Eldur hlaut að hafa verið kveiktur þarna um nóttina, því að jörðin var þakin ösku. Eftir skamma stund varð henni Ijóst, að sá, sem hún starði á, var að reyna að átta sig á henni, eins og hún á honum. Á þessari stundu var hann ekki villidýr á flótta, einn á móti öllum og til- búinn að flýja, heldur ihugandi mannvera. Þegar hún skildi þetta, sá hún sjálfa sig með hans augum, hvitklædda veru, sem nálgaðist hægt og gat táknað dauðann. Loks hreyfði hann sig. Án þess að lyfta handleggnum beindi hann hægri hendinni upp, þar til hnifs- blaðið stefndi á háls hennar. Þessi hreyfing var óskiljanlega vitfirr- ingsleg. Hann brosti ekki meðan hann gerði þetta, en nasvængir hans og munnvik titruðu. Siðan dró hann höndina jafnhægt til þaka og hann rétti hana upp og stakk hnifnum i sliðrið við beltið. Hún bar engan skartgrip eða annað verðmætt á sér fyrir utan giftingarhringinn, sem eiginmaður hennar hafði dregið á fingur henni fyrir einni viku. Hún tók hann af fingrinum og missti um leið vasaklút sinn á jörðina. Hún rétti að honum höndina með hringnum. Hún var hvorki að biðja eða iemja um líf sitt. Að eðlisfari var hún hugrökk og sú angist, sem hún fann við návist hans stóð ekki í neinu sambandi við það, sem hún gat búizt við að hann gerði henni. .tíeð hringnum særði hún hann að hverfa á sama hátt og hann hafði birzt — að þurka þennan ótta úr lífi hennar, þannig að allt væri eins og áður. Við þessa þöglu at- höfn hafði þessi hvitklædda, unga vera sömu djúpu alvöru, sama virðuleik og presturinn, sem með heígum táknum rekur burt illa anda og hrekur þá frá heimi mann- anna út í yztu myrkur. Hann rétti hönd sína hægt til hennar, fingurgómar hans snertu hana og hönd hennar titraði við snertinguna. En hann tók ekki hringinn. Hann sleppti honum svo hann datt á jörðina eins og vasa- klúturinn hafði gert. Andartak fylgdu þau honum bæði með augunum. Hann rann i átt til hans og stanzaði fyrir framan beran fót hans. Næstum án þess að hreyfa sig sparkaði hann honum burt. Svo lyfti hann hðfðinu og leit i augu hennar. Þannig stóðu þau án þess að vita hve lengi. Hún fann, að á þessari stundu cerðist eitthvað, sem gjörbreytti öllu. Hann teygði sig niður og tók unp khitinn hennar. Án þess að lita af andliti hennar dró hann hnifinn úr sliðrum og vafði þessum litla fineerða kiút um langt hnifs- hlaðið. Þetta var erfitt fjTÍr hann, hvi að annar handleggur hans var brotinn. Meðan hann var að þvi, vnrð andlit hans undir óhreinind- unum og hlóðinu hvitara og hvit7 ara, har til bað l’ésti næstum eins ogfosfór. Með háðum höndum fálm- aði hann við hnifinn oe brýsti honum niður i sliðrið. Annað hvort var sh’ðrið of stórt og hafði aldrei átt við hnifinn eða há. að hlaðið var orðið hunnt af sliti, hvi hnifurinn með kh'itnum rann inn i sliðrið. t nokkrar sekúndur enn hviidu augu hans á henni — siðan beygði hann höfuðið. sem var enn eins og unnlýst af þessum undarlega fosfórljóma. og iokaði augunum. Þetta var ákveðið og endanlegt. Með þessari hrevfingu gerði hann það, sem hún hafði beðið hann um Framhald á hls. 40. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.