Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 9

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 9
. ( mm-mm ; S:SsSs!;;S;S;;:;Sí;::; iiippii íSíííiííííS^ííífSí 1111 ilfli mmimsmi : SI : : : .. mmm Stundum kemur það fyrir að maður og kona geta ekki verið hamingjusöm samtímis. Annað verður að þjást, hafði hann sagt, en Ulla kærði sig ekki um það hlutverk DGJALDAÞESS verið hann sjálfur frá upphafi, heiBarlegur i staB- inn fyrir að vera með þetta fals. Kannski mundi hún hafa elskað hann, þó að hún vissi, hvernig hann væri. Hún mundi greinilega, hvernig þetta byrjaði allt saman — og Það aðeins nokkrum mánuðum eftir brúðkaupið. Herbert hafði komið seint heim frá skrifstofunni, — yfirvinna og mikilvæg samtöl við áríðandi viðskiptavini. Á fundi hjá einhverjum lögfræðingi hafði hann hitt gamlan vin, sem hann hafði ekki séð í mörg ár o.s.frv. Vinurinn var alveg dásamlegur maður, i rauninni einhver bezti maður, sem hann þekkti, vel gefinn, samvizkusam- ur, skynsamur, ríkur og aðgætinn í peningamálum. Já, Herbert vissi svo sem, hvernig hann átti að snúa sig út úr hlutunum, þegar hann sat fyrir framan arininn í slopp og hélt í hönd hennar. — Eftir fundinn fengum við okkur einn litinn saman, hélt hann áfram, — og ég sagði honum auðvitað, að ég væri giftur þér og hamingjusamasti maður á jörðinni. Hann varð ánægður, því að hann hef- ur þekkt mig svo lengi og veit, hve ég hef alltaf verið einmana og hve erfitt ég á með að um- gangast annað fólk. Ég sagði honum einnig frá peningunum þínum og frá hlutabréfunum, sem þú átt í verksmiðjunni, og þegar hann heyrði, að gróðinn af þeim væri aðeins 5%, varð hann mjög hneykslaður. Hann er yfirmaður eins stærsta byggingarfélags í landinu, og hann sagði, að það næði ekki nokkurri átt að fá svona litið fyrir pen- ingana. Hann gæti séð um, að við græddum að minnsta kosti 12 til 14% á þeim. En ég sagði hon- um, að ég ætlaði að tala um þetta við þig. Held- urðu ekki, að það væri góð hugmynd að selja eitthvað af hlutabréfunum og koma þeim fyrir I nýbyggingunum hans, þú skilur . . . Þú skilur, þú skilur, — það hafði alltaf kveðið við hjá honum. En Ulla hafði ekkert skilið, hún hafði aðeins treyst honum i stað þess að skilja hann, og henni hafði þótt vænt um hann, og smátt og smátt hafði hún leyft honum að fara með peningana sína eins og hann vildi. Hann fékk leyfi til að selja og kaupa, og það leit út fyrir, að allt gengi vel, og gamli vinurinn hans leit út fyrir að vera eins slunginn og hann hafði talið. Og auglýsingafyrirtæki Herberts gekk iika vel eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Henni fannst Her- bert slíta sér út á vinnu. Hann vann oft fram á miðjar nætur og kom þreyttur og slappur heim, en alltaf tók Ulla á móti honum. Hún beið eftir honum með mat og eld á arninum. Hún grunaði hann aldrei um neitt. KKI heldur, þegar hún fékk fyrsta bréfið. — Gerið þér yður ljóst, að maðurinn yðar er svikari ? stóð þar með prentstöfum, — að hann hefur svikið út úr yður átján hundruð þúsund krón- ur og að hann hefur frillu, sem kostar yður hundr- að þúsund á ári? Ulla hafði orðið alveg miður sín yfir svo lág- kúrulegum ásökunum af óþekktum bréfritara. Hún hafði ekki getað fengið sig til að nefna bréf- ið á nafn við hann. Einhver afbrýðisamur þorp- ari, kannski keppinautur Herberts, hlaut að hafa skrifað Þetta. Hún reif bréfið í sundur og píndi sjálfa sig til að hugsa ekki um Þetta. Jafnvel eftir að næsta bréf kom, en það var ná- kvæmlega mánuði síðar og einmitt daginn, sem að Herbert seldi síðustu hlutabréf hennar fyrir ein- hverja mjög fína pappíra, neitaði hún að trúa þvi, að nokkurt sannleikskorn gæti verið I þessu. Ó- kunni bréfritarinn sagði meðal annars, að Her- bert hefði sjálfur aldrei unnið fyrir einum ein- asta eyri, og þeir peningar, sem hann segðist hafa keypt ný hlutabréf fyrir, hefðu farið í frillur og vafasöm viðskipti. Eftir þriðja bréfið varð Ulla að tala við ein- hvtrn. Hún fór til Vibeku, beztu vinkonu sinnar, og trúði henni fyrir öllu sarhan. Það var í fyrsta skipti, sem Ulla minntist á samband sitt við Her- bert við einhvern óviðkomandi. Hún las bréfið upphátt fyrir vinkonu sina. Það fletti ofan af óheiðarleika Herberts i stóru og smáu. Þegar hún Framhald á bls. 34. VIKAM 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.