Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 6
Hún var hvorki að biðja eða semja um líf sitt. Að eðlisfari var hún hugrökk og sú angist sem hún fann við návist hans stóð ekki í neinu sambandi við það, sem hún gat búizt við að hann gerði henni. Saga eftir Karen Blixen. HRINGURINN Á sumarmorgni fyrir hundrað og fimmtíu árum fóru ungur herra- garðseigandi og eiginkona hans á skemmtigöngu út á akra sína. Þau höfðu verið gift i eina viku. Það hafði verið erfiðleikum bundið fyrir þau að fá að eigast, því að fjölskylda hennar var tignari og ríkari en iians. En ungu hjónin, — sem nú voru tuttugu og þriggja ára og nítján ára — höfðu elskazt síðan í bernsku og þau höfðu verið stöðug i ást sinni, svo loks höfðu stórlátir foreldrar hennar orðið að láta undan. Nýgiftu hjónin voru ósegjanlega hamingjusöm. Nú þurftu þau ekki lengur að stelast á stutt stefnumót eða senda hvort öðru leynileg og tárvot bréf. Nú voru þau eitt fyrir guði og mönnum, nú gátu þau geng- ið úti og ekið saman frjáls alla sina ævidaga. Hin fjarlæga og lang- þráða paradís hafði hlotnazt þeim hér á jörðu og það hafði komið í Jjós, að hún var full af hversdags- legum atburðum, svo sem leik og gamni, morgunkaffi og kvöldtei, af liestum og hundum, heyhlössum og regnskúrum. Konrad, ungi eiginmaðurinn, liafði lieitið sjálfum sér því hátíð- lega, að liéðan í frá skyldu engar torfærur verða á vegi ástvinu sinn- ar, sem kastað gætu skugga á líf Jiennar. Lovísu, ungu konunni, sem kölluð var Lísa af vinum sínum, fannst, að hún væri í fyrsta sinn á ævinni frjáls cins og fuglinn fljúgandi, og að héðan í frá mundi hún aldrei leyna neinu fyrir manni sínum. Hið einfalda sveitalif löfraði Lisu og veitti henni meiri gleði með hverjum degi sem leið. Oft á dag hló hún vð tilhugisunina um, að maður hennar hafði hafl áhyggjur af því, að gela ekki boðið henni upp á líf, sem va:i'i henni verðugt. Það var ekki langt síðan hún liafði leikið sér að brúðum — og þegar hún nú burstaði fallegt hár sitt, raðaði í tauskápana og setti blóm í vasa, var hún aftur komin í heim bersknunnar. Allt var fram- kvæmt með hátíðlegri alvöru og umhyggju — en allan tímann vissi maður að þetta var allt leikur. Þetta var á fögrum júnímorgni, hvít skýin voru hátt á himninum og í loftinu var indæl angan. Lísa var i þunnum hvítum kjól, með stóran italskan stráhatt, skreyttan ljósbláum böndum. Þau gengu eftir rómantískum, bugðóttum vegi, sem lá í gegnum garðinn og endaði í stíg milli stórra trjáa, út á engið, meðfram litlum skógi og út að fjárgirðingunum. í dag hafði Kon- rad ákveðið að sýna Lísu féð. Þess vegna hafði hún, aldrei þessu vant, skilið Bijou, litla, hvita hund- inn sinn eftir heima, þvi verið gat, að hann réðist á lömbin eða lenti í áflogum við fjárhundana. Konrad var sérlega hreykinn af fénu. Hann hafði kynnt sér fjárbúskap í Meckl- enburg og í Englandi og hafði flutt inn útlent fé tií að kynbæta stofn- inn. Á göngunni skýrði hann út fyrir konu sinni, hve arðvænlegt þetta gæti orðið og hverjum erfið- leikum þetta væri bundið. Hún gekk við hlið hans og hlust- aði á hann með áhuga. Hún hugs- aði: En hvað hann er skynsamur og vel að sér í öllu. En um leið hugsaði hún: Þvílíkur drengur hann er, lítill drengur ■— með allan þennan áhuga á kindum. Ég er bundrað árum eldri en hann. Þegar þau komu út á fjárvellina, kom gamli, þýzki fjárhirðirinn á móti jjeim með slæmar fréltir. Tvö af ])ýzku lömbunum voru dauð, og þrjú þeirra voru orðin veik. Lísa sá, að þetta fékk mjög á Konrad og meðan hann hlustaði á gamla manninn og spurði hann um málavöxtu, stóð bún þögul og þrýsti arm hans mjúklega. Tveir drengir voru sendir til að sækja veiku lömbin úr fjárhúsunum. Með- an húsbóndinn og hirðirinn biðu eftir þeim, var inálið reifað út í yztu æsar. Það tók langan tima. Lisa fór að borfa í kringum sig og hugsa um annað. Tvisvar urðu hugsanir hennar til þess, að léttur hamingju- roði breiddist liægt um vanga hennar, sem hvarf jafn hægt og liann kom — og á meðan töluðu mennirnir áfram um kindurnar. Rétt á eftir vaknaði áhugi henn- ar á því, sem þeir voru að tala um, en þeir voru byrjaðir að tala um sauðaþjóf. Þjófur sá, er þeir töluðu um, hafði síðustu mánuðina hvað eftir annað brotizt inn í fjárgirðingarn- ar í nágrenninu eins og úlfur, drepið þar og rænt eins og úlfur og læðzt síðan burt án þess að skilja eftir nein spor, eins og úlfur. Fyrir þremur nóttum hafði hirð- irinn á nágrannabúgarðinum og sonur hans staðið hann að verki. Þá hafði ræninginn drepið mann- inn og slegið drenginn í rot, en sjálfur hafði hann sloppið. Það höfðu verið sendir menn i allar áttir til að ná honum, en enginn liafði séð hann. Lísu langaði til að heyra meira um þetta, og til að þóknast henni sagði Matthias gamli söguna í ann- að sinn. Það höfðu sýnilega orðið mikil áflog í fjárhúsunum, því að mold- argólfið var vott af blóði. í átökun- um hafði þjófurinn handleggsbrotn- að, en samt hafði hann klifrað yfir háa girðingu með lamb á bak- inu. Matthías lauk frásögninni, glotti, og sór, að ef hann fengi færi á, skyldi hann með glöðu geði hengja morðingjann. Lisa sam- þykkti það alvarleg með því að hneigja höfuðið. Hún hafði allan timann verið að hugsa um úlfinn í sögunni af henni Rauðhettu og fundið þægilegan kuldahroll fara um bakið á sér. Konrad var að hugsa um lömbin sín og liættuna, sem líka ógnaði þeim. En i dag var hann hamingju- samur, svo hann gat ekki fengið sig til að óska neinum ills. Hann rauf hina hátíðlegu þögn, sem fylgdi frásögn Matthíasar með því að segja eins og ósjálfrátt: „Vesa- lings ræfillinn“. Lísa sneri sér að honum og horfði stóreygð á hann. „Hvað ertu að segja?“ sagði hún hneyksluð. „Hvernig geturðu haft meðaumk- un með svona hræðilegum manni? Líklega hefur amma haft rétt fyrir sér, þegar hún sagði, að þú værir frímúrari eða frjálshyggjumaður, eða hvað það nú var, og hætta fyrir þjóðfélagið.“ Þegar hún fór að hugsa um ömmu sína — og reyndar um allt sem einhvern tíma hafði á móti blásið — gleymdi hún þessari blóðugu sorgarsögu, sem ný- búið var að segja henni frá. Nú komu drengirnir með lömbin og mennirnir byrjuðu að rannsaka þau nákvæmlega. Þeir lyftu þeim upp og reyndu að láta þau standa í fæturna, þukluðu á þeim þar til litlu dýrin fóru að jarma eymdar- lega. Lisu leiddist það og maður hennar varð var við það.. „Farðu heldur heim, stúlkan min“ sagði hann. „Þetta tekur dá- litla stund. Leggðu bara hægt af stað heim á leið og þá næ ég þér brátt.“ Jæja, þannig var hún þá send heim af óþolinmóðum eiginmanni. Kindurnar voru honum þá meira virði en eiginkonan. Ef eitthvrð gat verið skemmtilegra en það, að vera dregin með, af þessum sama manni, út til að skoða kindurnar, þá var það þó þetta. Hún tók af sér stóra hattinn og skipaði hon- um að halda á honum heim, þvi að hana langaði til að finna loftið leika um andlit sitt og hár. Siðan lagði hún af stað heim, mjög hægt eins og hann hafði sagt henni, því að hún vildi hlýða honum í öllu. Þar sem hún gekk þarna varð hún æ hamingjusamari yfir því að vera ein, alein, meira að segja án Bijou. Hún minntist þess ekki, að hafa nokkru sinni farið í skemmtigöngu alein fyrr. Umhverf- ið var undarlega hljótt, einhver eftirvænting lá í loftinu, og hún átti þetta allt. Meira að segja svöl- urnar, sem sveimuðu hátt uppi í loftinu, voru eign hennar. Því hann átti þær og hún átti hann. Hún gekk eftir bugðóttum stignum og eftir stutta stund var hún komin i hvarf frá fjárhúsunum. Hvað gat verið yndislegra, hugsaði hún, en að ganga hér á grænum stignum, liægt og rólega og láta hann ná sér þar? En rétt á eftir datt henni í hug, að það væri enn þá yndislegra að fara út af stígnum inn i skóg- inn og vera eins og horfin af yfirborði jarðar þegar hann væri orðinn þreyttur á að tala um kind- ur og kæmi skundandi eftir stígn- um með hjartað fullt af þrá til hennar. Allt í einu datt henni dálitið i hug og stanzaði til að hugsa um S VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.