Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 5
o Hermann Jónasson var forsætisráðherra um þær mundir er styrjöldin skall á. Hann aftók að verða við beiðni Þjóðverja um aðstöðu á Islandi og það vakti tals- verða athygli erlend- is, að íslenzki for- sætisráðherrann skyldi verða sá fyrsti, sem neitaði Þjóðverjum um að- stöðu. ingja sína á Isafirði, fór siðan huldu Ekki mun Gerlach hafa verið alls- hóiöi viða um Vestíirði. Af ferðumWkostar anægður með árangur af starfi hans er löng saga. Hann var að lok- jj sínu hér. l bréfum, sem nann ritaði um handtekinn í tjaldi, sem hann hafðist við í vestur í Patreksíirði. Dr. Gerlach kemur til sögu. Þýzkar ræðismannsskriístoíur voru þá þessar hér á landi: Aðaiskrifstof- an var i Reykjavik, en auk þess voru vararæðismenn í Vestmannaeyjum, Siglufirði, á Akureyri og Seyðisfirði. Nú var það vorið 1939, aö maður að nafni Werner Gerlach tók við for- stöðu þýzku ræðismannsskrifstofunn- ar i Reykjavik. Dr. Gerlach var að menntun liffærafræðingur, en sneri sér frá fræðigrein sinni og starfi, gekk i þjónustu Hitlers og gerðist starfsmaður i utanrikisþjónustu Þýzkalands. Dr. Gerlach var orðinn talsvert kunnugur hér á landi, áður en hann settist hér að. Hann hafði komið hingað til lands ásamt fjölskyldu sinni á skemmtiferðaskipinu General von Steupen. Fór hann þá i kynnis- ferðir út um sveitir landsins, fór meðal annars i bifreið frá Akureyri austur í Suður-Þingeyjarsýslu, einn- ig írá Reykjavík austur í Árnessýslu. Dr. Gerlach tók formlega við embætti hinn 26. apríl 1939. Það kom brátt í ljós, eftir að dr. Gerlach var seztur hér að sem ræð- ismaður Þýzkalands, að hann hafði ákveðnum störfum að sinna, sem að jafnaði eru ekki sérstaklega tilheyr- andi slíkum embættum. Hann komst i samband við flesta Þjóðverja, sem hér voru búsettir, einnig þá, er hingað komu eftir þetta. Hann krafðist þess af þeim, að þeir gerðust meðlimir I vinnufylkingunni þýzku (Deutsche Arbeitsfront) eða Nasistaflokknum þýzka. Stofnaði hann hér raunverulega svonefnda „fimmtu herdeild", sem hafði það hlutverk fyrst og fremst að útbreiða nasismann og undirbúa jarðveginn, ef dagur Þjóðverja rynni upp. Dr. Gerlach var í vinfengi við suma af æðstu mönnum nasista- flokksins, svo sem Himmler og Ribbentrop, og hafði samband við þá eftir að hann var tekinn hér til starfa. I starfi sínu sem ræðismaður var dr. Gerlach mjög á verði vegna blaða- frásagna eða útvarpsfrétta, er snertu Þýzkaland. Hann gekk nokkrum sinnum í Stjó.rnarráðið til þess að bera fram mótmæli, ef sagt hafði verið hér opinberlega frá hryðjuverk- um nasista. Þá var hér í þýðingu og prentun bók, sem fjallaði um þýzkar fanga- búðir og nefndist „Die Moorsoldaten". Gerlach fékk því áorkað, að útkoma bókarinnar var bönnuð á Islandi. tii Þýzkalands, bar hann lsiending- um ehki vel sóguna og taidi nauð- synlegt að heröa að þjóðinni við- skiptaiega. Pegar styrjöldin var skollin á, var isienzkum stjórnarvöldum orðið nokkurnveginn ijóst, aö dr. Gerlaeh halöi hér leymstoðvar og sendi héð- an ýmsar þýðingarmiklar fregnir, er snertu hernaðinn. Þeir atburðir gerð- ust svo á meginlandi álfunnar, að vorið 1940 hernámu Þjóðverjar Dan- mörku og hófu styrjöld i Noregi. Þótti nú enn viðsjálli horfur um atferli Þjóðverja á Islandi. Lét lögreglustjóri Reykjavíkur, Agnar Kofoed-Hansen, nú vaka yfir hverju fótmáli Gerlachs ræðismanns og hafði leynilögreglumann tjl þess að fylgjast með framferði hans. Aðrar þjóðir höfðu einnig augu á íslandi. Aðrar þjóðir höfðu gefið gaum að, hvert stefndi hjá Þjóðverjum í sam- bandi við Island. I Ameríku og Bretlandi skaut upp ótta um, að Þjóðverjar ætluðu sér að koma upp kafbátastöðvum við Island. Journal American í New York ræddi hinn 20. janúar 1939 um Is- land og sagði meðal annars, að það væri, land þar sem eitt sinn hefði búið herská þjóð. En nú væri á Is- landi ekki einn einasti hermaður, og ekki herskip eða hernaðarflugvélar. Blaðið dró þó í efa, að slíkt ástand yrði Islendingum til góðs, ef til styrj- aldar kæmi, því að á Islandi væri ágætis skilyrði „fyrir Þýzkaland" til þess að hafa kafbátastöðvar og gera þaðan árásir á brezk og bandarísk skip. Það vakti einnig athygli, að þýzka herskipið Emden kom hingað hvað eftir annað. Það hafði 630 manna áhöfn. E’mden kom hingað til lands i ágústmánuði 1938 og það kom enn hingað vorið 1939. Sagt var, að Það hefði á ferðum sínum til Islands kom- ið til eftirlits með þýzkum skipum, — að öðru leyti voru þetta kurteisis- heimsóknir. Enn rannsóknir þýzkra vísindamanna. Laust eftir miðjan marz 1939 barst til Reykjavíkur skeyti frá Kaup- mannahöfn, þar sem skýrt er frá Því, að með farþegaskipinu Dronning Alexandrine væru þýzkir visinda- menn, sem ætluðu að koma til Is- lands til þess að taka Þátt í albjóð- legum rannsóknum og leitast við að fá staðfestingu á kenningum Alfred ^ Þýzkir „grasafræðingar“ og „jarð- fræðingar“ voru heilt sumar við mæl- ingar á Kleifarvatni og fleiri vötn mældu þeir hér á landi. Þótti fullvíst, að tilgangurinn hefði verið sá, að rann- saka lendingaraðstöðu fyrir flugvélar. Víða um öræfi landsins fundust vörðu'- brot og merkingar eftir þýzka „veður- fræðinga” og „jarðfræðinga“, þar sem þeir munu hafa talið að kæmi til greina að útbúa flugvelli. ♦ Njósnir Þjóðverja á íslandi. ♦ Olíubirgðir í íslenzkum fjörðum. ♦ „Veðurfræðingar“ og flugstaða. ♦ Mælingar á öræfum og vötnum. ♦ Fimmta herdeild Gerlachs. ♦ Hermann neitar Hitler. [1 i Wegeners um það, að meginlöndin færist frá austri til vesturs. Þegar fréttist um þennan leiðang- ur, kom málið til umræðu á Alþingi. Hermann Jónasson svaraði fyrir hönd stjórnarinnar og sagði, að ríkisstjórn- in hefði ekki fengið neina tilkynn- ingu um leiðangur þennan. Hann kvað ekki hafa verið sótt um neitt leyfi, en gat þess, að þýzki leiðang- urinn, sem hefði verið við rannsóknir sumarið áður á Norðausturlandi, hefði haft leyfi íslenzku stjórnarinnar. Þýzku veðurfræðingarnir, sem hingað komu, voru dr. George Bell og dr. Junge. Loftskeytamaðurinn Gesli Menz var þeim til aðstoðar. Veðurfræðingarnir höfðu bæki- stöðvar sínar nálægt Shellolíustöð- inni við Skerjafjörð. Sendu þeir loft- belgi upp einu sinni á dag. Belgirnir voru um 2 metrar í þvermál. Var fest við þá sjálfvirk senditæki, er sendu frá sér tákn um það, hvernig loftrakinn var, hvernig hitastig og loftþyngd. Jafnframt sögðu tækin í hvaða hæð belgurinn var hverju sinni. Loftbelgirnir fóru 12 til 15 km upp í loftið, en sprungu þá og féllu til jarðar. Var búið þannig um t.ækin, að þau ónýttust ekki vlð fallið. Margir loftbelgjanna fundust í ná- grenni Reykjavíkur, aðrir í Gríms- nesi, Borgarfirði og Keflavík. Eitt af tækjum þessum fannst tveimu.r árum síðar, í marzlok 1941. Skemmti- ierðafólk, sem var á göngu uppi í Skálafelli, austur af Esju, fann tækið í svonefndum þrengslum. V.ar það ónýtt. Þjóðverjar biðja um réttindi til flughafna. Hinn 20. marz kom sendinefnd frá Luft-Hansa til Reykjavikur, i þeim Framhald á bls. 30. < Sveinn Björnsson, síðar forseti Islands, var um þessar mundir sendi- herra í Kaupmanna- höfn. Hann hafði grun um njósnir Þjóðverja á Islandi og skrifaði rík- isstjórninni þrívegis bréf þar sem hann var- aði við starfsemi þýzkra njósnara. VIICAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.