Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 18

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 18
FÖT H.F. Engin T.d. eru þeir núna að koma á brezku tízkunni, sem er íhaldssamari en aðr- ar. Svo er þa<5, að núna nota þeir miklu lóttari efni. Þeir eru með efni, sem eru 8 til 12 únsur á feryard, en við efni sem eru 14 til 18 únsur. Það má orða afstöðu okkar þannig, að við leitumst við að fyigja tízkunni, án þess að fara út i nein ævintýri. Föt h/f hefur nú starfað um 20 ára skeið og er það afsprengi Ander- sen og Lauth, sem er smásöluverzlun fyrirtækisins. Hjá fyrirtækinu starfar lika Jón Þórisson klæðskeri og benti hann á, að þetta væri mjög ungur iðnaður hér á landi, sem fyrst hefði farið að vaxa fiskur um hrygg á seinustu árum. Bættur vélakostur og æfðara fólk hefði verið undirstaðan að þeim framförum, sem átt hafa sér stað. Og sannast mála væri, að föt framleidd hér, stæðu erlendum föt- um ekki að baki i nýtingu efnis, né frágangi öllum. Og viljum við taka undir það. t> Föt úr skozku tveed (Thorneproof) frá Föt h.f. Sportjakkinn á fyrstu sfðu er frá Föt h.f. og er úr handofnu Harris tveed. Björn Fyrst förum við í fataverksmiðjuna Föt h.f., sem er stór aðili i tilbúnum fatnaði. Við ræðum þar við Björn Guðmundsson yfirklæðskera. Björn hefur stundað nám í Bandarikjunum og hefu greinilega hrifizt af gangi þessara mála þar. — Hvaðan fáið þið ykkar hugmynd- ir, og að hverjum hallizt þið helzt i tfzkunni? . — Við fáum þær alls staðar að. Við höilum okkur kannski frekar að Banda- ríkjamönnum í því, að þar er minni sveifla í tízkunni. Þetta á við fjölda- framleiðslu. Auðvitað hafa Bandarikja- menn áhrif á Evrópumenn og öfugt. tízkuævintýri Brenndir litir — Vönduð efni Brenndir litir og vönduð efni. Hjá Andrési hittum við fyrir Þórarin Andrésson. Hann segir: — Hneppingin er ofarlega með jirem tölum. Það er mest um það hér hjá okk- ur, þó er í blöðum áberandi mikið af ein- hnepptum fötum á tvær tölur. Svo hefur það farið I vöxt að menn vilja fá vönduð efni, leggja mikið upp úr þvi. Við höfum fengið efni frá Bretlandi, sem eru bæði góð og ódýr. Af innlendum efnum höfum við verið með mest frá Gefjun og fram- leiða þeir sérstök mynztur fyrir okkur. Við höfUtil að tlndanförnu saumað mikið, aðallega úr enslulnl efnmn, eftir máli. Hvað viðvikilr litilm þá eru það þessi svokölluðu brenndu litir, það cr viss glóð I þeim. Þeir erti inikið notaðir á niegin- landinu og Bretar búa þetta til, lió þeir noti það litið sjálfir. Andrés Andrésson klæðskeri hefur nú starfrækt fatafyrirtæki um fimmtiu ár. Og er nákvæmlega vika siðan að fyrír- tækið átti fimmtiu ára afmæli. Það var nefnilega 1. júnf 1911. scm Andrés settí á stofn klæðskerastofu og klæðaverzlun. Hafði hann þá þrennt hjá sér. Einn svéin eina stúlku og einn lærling. En þá strax um haustið var tólf manns hjá honum og þannig bættist 1 hópinn, þangað til að mest störfuðu hjá honum um hundrað manns. Andrés flutti í húsnæði, sem hann er enn i 1919—20, en það hús átti hann sjálfur og var það fullbyggt sjö árum seinna. Andrés segir miklar breytingar hafa átt sér s.tað um verktækni alla og frágang bara seinustu tvo áratungina. Þannig væri það ekki með nokkru móti seljanlegt í dag, það sem þótti bærileg vara fyrir stríð og átti hann þar við frá- gang allan og útlit á fatnaði. Þannig hefði það ekki verið fyrir en í seinni heims- styrjöldinni að fengin voru tæki, sem í raun og veru áttu við fjöldaframleiðslu á fatnaði. Þórarinn 1B VIKAN.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.