Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 34
Aðalstræti 16 (uppi) NYTT klæðskeraverkstæði ný snið úrval fataefna ÁRNjl PÉTURSSON klæðskeri Sími 23119 Aðalstræti 16 (uppi) Þú verður að gjalda þess. Framhald af bls. 8. var búin, lét hún bréfið falla og leit eftirvænting- arfull á Vibeku. En hún var hvorki undrandi né reið, eins og Ulla hafði búizt við. Hún sat aðeins þögul og hrærði i tebollanum sínum. — Finnst þér ekki þetta vera illa gert, að reyna að koma ósamkomulagi upp á milli mín og Herberts? spurði Ulla æst. — Ég hélt, að þú vissir þetta allt saman, var hið eina, sem Vibeka sagði. — Vissi hvað, hrópaði Ulla. Hvað allt? Við hvað áttu? — Að Herbert dregur þig á télar. I fyrstu haföi Þetta verið eins og að fá högg i andlitið. Sársaukinn lét bíða eftir sér. Dofinn var hið fyrsta, sem hún fann fyrir. Ulla þaut heim án þess að kveðja vinkonu sína. Herbert hafði lofað að vera kominn heim klukk- an tiu um kvöldið. Á minútunni tíu, þegar stóra klukkan í stofunni sló síðasta höggið, heyrði hún, að lyklinum var snúið í forstofuhurðinni. Bins og venjulega kom hann brosandi inn til hennar og kyssti hana. Meðan hún sagði honum frá bréfunum og því, sem Vibeka hafði sagt, sat hann rólegur og horfði kuldalega á hana. Hún hafði aldrei séð hann svona áður. Þegar hún hafði lokið máli sínu, fannst henni, að það væri að líða yfir hana. Herbert brosti, ekki biðjandi eða afsakandi brosi, heldur sigri hrósandi. Hann hallaði sér aftur i sófanum og hélt áfram að brosa. — Hefur þú ekkert að segja? hrópaði hún loks. —■ Hamingjan góða, Ulla mín, það kemur stund- um fyrir, að tvær manneskjur geta ekki verið hamingjusamar báðar í einu. Og það er það, sem hefur gerzt núna. Annað hvort okkar verður að þjást, og þú hefur orðið fyrir því. Henni fannst gólfið opnast undir fótum sér og að tíminn staðnaði eitt augnablik. Óraunveru- leikinn greip hana, þetta gat ekki verið satt, þetta hlaut að vera eitthvað, sem hana var að dreyma. Ein manneskja gat ekki verið svona illgjörn. LLA lítur á klukkuna. Hún er hálfellefu. Eftir hálftima verður Herbert kominn heim, og það er nákvæmlega tíu mínútna akstur frá veitingakránni og heim. Hún borgar syfjuðum þjóninum og gengur út i bílinn, setur hann i gang og ekur hægt eftir þjóðveginum. Nokkrir bílar, sem hún hefur þegar séð i spegl- inum, fara varlega fram hjá henni vegna hálk- unnar. Allt í einu eykur hún hraðann. Klukkuna í bílnum vantar tíu mínútur i ellefu, og hraðamæl- irinn sýnir æ meiri hraða. Vélin suðar ánægju- lega, og hendur hennar leika öruggar um stýrið. Hún er ekki hrædd við hálkuna, og henni finnst hún vera fær í flestan sjó. 1 speglinum sér hún ljósin frá öðrum bíl fyrir aftan sig. Hann er með bæði þokuljósin á fyrir utan venjuleg Ijós. Hún eykur hraðtmn, og Ijósin bak við hana nálgast ískyggilega. Hún tekur skyndilega eftir þvi, að bíllinn skrikar aðeins til á veginum, en hún er alveg örugg og finnur fljótt jafnvægið aftur. Ökumaðurinn fyrir aftan hana vill fara fram úr henni og deplar með ljósunum til að gefa henni merki. Ulla fer út í vinstri brún vegarins, en eyk- ur stöðugt hraðann. Hún gefur sér tíma til að líta aðeins á hraðamælinn og sér, að hann er í kringum 100. Bílstjórinn fyrir aftan hana þeytir bílhornið í ákafa og myndar sig til að aka fram úr. Ulla setur út vinstra stefnuljósið til merkis um, að hún muni víkja. Fingur hennar krepp- ast um stýrið, og hún bítur vörunum fast saman. Hún er ekki hrædd við hraðann, ekki hrædd við stóru trén báðum megin vegarins með hvítu um- ferðarmerkjunum, ekki hrædd við vindiim, sem hvín á bilrúðunum. Þegar hún heyrir, að hinn bílinn er kominn fast að henni, beygir hún skyndilega til hægri. Það hvin i fjórum hjólbörðum fyrir aftan hana, og ærandi hávaði glymur i eyrum hennar. Hún réttir bil sinn við aðeins fáeina þumlunga frá trjánum á hægri vegarbrún. Þegar hún er komin út á miðjan veginn aftur og hefur fullt vald yfir bílnum, lítur hún í spegil- inn. Það er aðeins myrkur á bak við hana, kol- dimm nótt og hvergi ljósglæta, aðeins myrkur. Tíu mínútum síðar ekur hún bílnum inn í bíl- skúrinn, læsir sig inni í tómu húsinu og gengur upp í svefnherbergið. Þar háttar hún sig og leggst upp í rúm. 1 fyrsta skipti í tvo mánuði er hún róleg. Hún hugsar ekki, finnur ekki fyrir neinu og heyrir engar raddir. Innra með henni er kyrrð, og það stafar kyrrð frá nóttinni úti fyrir. tJN er vakin með áköfum hringingum á dyrabjölluna. Hún kveikir ljósið og lítur undrandi á úrið, sem liggur við hlið hennar á náttborðinu. Klukkan er næstum eitt. Án þess að hugsa fer hún fram úr rúminu og fer í slopp. 1 gegnum rúðuna á útidyrunum sér hún skugga af karlmanni. — Þér eruð kannski frú Smidt? spyr ungur maður og kynnir sig sem Kastberg lögregluþjón. Andlit hans er fölt, og hann forðast að horfa beint á hana. Hann rjátlar órólega við svarta einkennishúfu sína, sem hann hefur á milli hand- anna. Óboðinn gengur hann svo inn í forstofuna, og Ulla lokar hurðinni á eftir honum. —■ Mér hefur verið falið erfitt verkefni, segir hann og forðast enn að líta beint á hana. Þetta er í fyrsta skipti, sem ég verð að tilkynna . . . Nú skjálfa varir hans. Ulla lítur rólega á hann. Hún er einnig orðin föl. — Ég verð að biðja yður að vera hraust, frú Smidt, því að maður yðar hefur orðið fyrir hræði- legu slysi. . . . — Slysi? endurtekur Ulla. Ungi maðurinn lítur niður fyrir sig. Henni finnst það merkilegt að senda svona ungan mann i þessum erindagerðum. — Frú Smidt, stamar hann, það er hræðilegt fyrir mig að verða að segja Það. Maður yðar lézt i bílslysi ekki langt héðan. Hann ók á tré og . . . og lézt samstundis. Það er mikil hálka, og hann hlýtur að hafa ekið mjög hratt, því að Það er næstum því ekkert eftir af bilnum ... Það liðu nokkrar minútur, áður en Ulla mælti orð frá vörum. Hún sá Herbert fyrir sér, kalt augnaráðið, sem virti hana fyrir sér brosandi, og hún heyrði rödd hans: Annað hvort okkar verður að þjást. — Hann ók alltaf mjög hratt, sagði hún að lokum. Ungi maðurinn leit í fyrsta skipti beint framan í hana. Guði'sé lof, hugsaði hann með sér. Yfir- lögregluþjónninn hafði sagt við hann, áður en hann fór af stað: Konur bregðast við á tvennan hátt: Annaðhvort verða þær móðursjúkar, falla saman og verða að fara strax á spítala eða þær verða einkennilegar og segja hina undarlegustu hlúti. Hið síðara er betra fyrir þann, sem Þarf að flytja fregnirnar. — Get ég hjálpað yður nokkuð? spurði hann. Eruð þér ein í húsinu? Eruð þér ekki hrædd við að vera ein? Ég skal aka yður, hvert sem er, — til einhverra kunningja kannski ? Ulla hristi ■ höfuðið og opnaði útidyrahurðina. Lögregluþjónninn horfði fullur meðaumkunar á hana. Hann vill gjarnan segja eitthvað hughreyst- andi, en dettur bara ekki neitt í hug. Hún er alveg máttvana, hugsar hann með sér. Það er bezt, að ég fari. Það getur liðið á löngu, áður en hún rankar við sér. — Maður yðar hefur ekki haft tíma til að þjást, segir hann loks og gengur aftur á bak út á tröppurnar. — Nei, er hið eina, sem Ulla segir. — Það eru . . . því miður þeir, sem eftir eru, sem verða að þjást, segir ungi maðurinn og ræskir sig. Ulla kinkar til hans kolli og lokar dyrunum. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.