Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 16
Það var Jerry, sem stakk upp á því að þau fengju sér einn lítinn. „Líttu bara á hvernig hún hreyfir sig,“ sagði Jerry. „Þær hljóta að hafa einhvern sérstakan innbyggðan mótor. Kvikmyndasagra ¥iknnnar ENGINN ER FULLKOMINN Efnisyfirlit: Þetta gerðist á tímum sprúttsala, knæpulífs og bófabardaga í Chicago. Joe og Jerry eru atvinnulausir hljómlistarmenn, sem verða óviljandi vitni að því að Spats Colombo og félagar hans myrða nokkra menn. Þeim tekst með naumindum að flýja. En Þar sem þeir gera sér ljóst, að Spats muni ekki unna sér hvíldar fyrr en hahn hefur fundið þá og drepið, þykjast þeir vera stúlkur og fá vinnu með Sweet Sue og hljómsveit hennar, en þar spila eingöngu stúlkur. Hljómsveitin er á leið til Miami og á að spila þar um tima. Fyrir unga og hrausta Bandarikjamenn eins og Joe og .Terry var þetta afleit klípa. En þar sem þeir höfðu tekið þá ákvörðun að breytast í stúlk- ur til að forðast Spats Colombo, áttu þeir enga aðra kosti. Þó að það hefði hvarflað að þeim að hætta við allt saman, hefðu æpandi fyrirsagnir blaðanna fljótleg aftrað þeim frá því. ,.Sjö myrtir í bíla- geymslu í norðurhluta Chicago. Hætta á blóð- ugum eftirleik" stóð þar stórum stöfum. Bæði Jerry og Joe óttuðust að blóðugi eftirleik- urinn mundi beinast að þeim og útkoma hans yrði lík beirra liggjandi hlið við hlið I líkhúsinu. En þegar þeir gengu eftlr járnbrautarpallinum til að kynna sig fyrir Sweet Sue og hljómsveit- inni. fannst þeim að þeir yrðu að borga frelsið dýru verði. Það var ekki það versta að vera með fölsk brjóst, i þröngum pilsum, á háum hælum og með hárkoliur. Nei, það erfiðasta var göngulagið. Þá'komu þeir auga á Sugar, sem gekk eftir brautarpallinum með litla havai-gítarinn sinn undir hendinni — og sjálfstraust beirra hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þetta var allt til einskis — beir voru ekki vaxnir eins og stúlkur. En aðal- lega var nú Það, að meðan þeir horfðu á þessa dásamlegu lióshærðu, kvenlegu opinberun, voru tilfinningar þeirra engan veginn eins og stúlkna. ÞEIR VORU TEKNIR GILDIR. ,.Littu bara á hvernig hún hreyfir sig,“ sagði Jerry. „Þær hljóta að hafa einhvern sérstakan innbyggðan mótor. Ég get fullvissað þig um, að þær tilheyra alveg gjöróliku kyni." Það var eins og þetta væru splunkuný sannindi, sem hefðu aldrei hvarflað að honum fyrr. Þetta gekk allt vel. Það reyndist ekki eins erf- itt og þeir höfðu haldið, að yfirstiga fyrstu erfið- leikana. Sweet Sue tók víngjarnlega á móti þeim, þegar þeir kynntu sig sem kontrabassa- og saxo- fónleikara frá Poliakoff ráðningastofunni. Bienstock umboðsmaður hennar var ekki siður hrifinn, sérstaklega eftir að Joe bætti þvi við með skrækri röddu, að Þeir hefðu verið I þrjú ár við Sheboyga-hljómlistarskólann. „Það lítur út fyrir, að Poliakoff hafi tekizt að. útvega okkur fínar dömur í þetta sinn,“ hvíslaði hann að Sue. ,,Þú ættir að benda hinum stúlkunum á að gæta framkomu sinnar," sagði hún. Þegar þeir komu inn í sérvagninn, sem ætlaður var fyrir Sweet Sue og stúlkurnar hennar, kom kliðurinn af kvenröddum á móti þeim. Joe og Jerry önduðu djúpt, löguðu lífstykkin og gengu inn. ,,Hæ,“ sagði Jerry. „Ég er konstrabassaspilarinn og þið skuluð kalla mig Daphne." „Ég heiti Josefína og spila á saxofóninn,'1 skríkti Joe. Kveðjuhrópin glumdu úr öllum hornum klef- ans. Svona mikið af kvenlegum yndisþokka var Jerry næstum ofurefli. Joe átti fullt í fangi með að róa hann. „Þegar ég var strákur, Joe,“ sagði hann, þegar þeir voru orðnir einir, „dreymdi mig stundum að ég hefði lokazt inni í kökubúð yfir nóttina. Allt í kringum mig var fullt af sælgæti." „Hlustaðu nú á mig,“ tók Joe fram í fyrir Jerry í þessari smjattandi frásögn hans. „Ekkert smjör og engar kökur. Við verðum að hafa strangt mataræði." En hvorugur þeirra var sérlega hrifinn af þessu sérstaka matarræði þegar þeir komu inn á snyrti- herbergið til að laga annað brjóstið á Jerry, en bað hafði sigið dálitið. Á einum vaskinum sat Sugar hin rólegasta og vingsaði fallegum fótun- um og saup stóran sopa úr áfengisflösku. Henni svelgdist á, en náði sér fljótt og brosti blíðlega. „Ég var dauðhrædd um að þetta væri Sweet Sue. Þið segið engum frá þessu, er það?“ Jerry og Joe þvinguðu sig til að líta af fögrum fótleggjum Sugar og samþykktu það. „Ef það kemst enn einu sinni upp um mig, verð ég rekin úr hljómsveitinni," sagði hún. FREISTING. ,.Hæ, viljið þið svolítið? Þetta er bourbon. Ég vil síður að þið haldið að ég sé ofdrykkjumann- eskja. Ég get hætt hvenær sem ég vil. Það er bara það, að ég vil það ekki ... Það er sérstaklega þegar illa liggur á mér. All- ar stúlkurnar drekka, en það kemst bara upp um mig. Þannig hefur allt mitt líf verið. Það bezta fellur aldrei í minn hlut.“ „Drottinn minn," andvarpaöi Jerry, þegar hún hvarf út úr dyrunum. „Það væri ekki amalegt að kynnast henni nánar." Það kom lika i ljós, að freistingarnar ástóttu Jerry. Þegar Sugar missti óvart flösku á æfingu beint fyrir framan fæturna á Sweet Sue, þá var það Jerry, sem hljóp til og sagði, að hann ætti flösk- una og bjargaði þannig Sugar frá brottrekstri, Það kvöld skreið Sugar upp í efri kojuna til hans. Hún var ósegjanlega þakklát. Þetta hafði verið svo yndislegt af Daphne, að bjarga henni frá reiði Sweet Sue. Jerry, sem lá þarna í jómfrúlegum náttkjól, umlaði vandræðalega. Þetta var mjög þröng efri koja. Sugar var í svörtum blúndunærfötum. Æðis- lega endurtók hann varnarorð Jerry í huganum: „Ég er stúlka, ég er stúlka." En þegar Sugar hjúfraði sig upp að honum I kojunni, fannst honum, að því færi fjarri, að hann væri stúlka. „Aumingja þú,“ hvislaði Sugar, „þú titrar öll.“ Það var Jerry, sem stakk upp á því, að þau fengju sér einn lítinn. Einn drykkur gat komið ýmsu af stað — kannski mundi það komast upp, að Daphne og Josephine voru karlmenn — kannski mundi Spats ná þeim — það væri ekki svo amalegur dauðdagi! I neðri kojunni svaf Joe rólega, meðan Jerry stal hálfri flösku af bourbon frá honum. Það sem Jerry hafði hugsað sér, var innileg samvera meö Sugar einni og sjá hverju fram yndi. En áður en hann vissi af, var helmingur- inn af stelpunum í hljómsveitinni kominn upp i kojuna til að taka þátt í skemmtuninni. Ein þeirra kom með vermouthflösku, önnur með hitapoka til að nota sem hristara og sú þriðja kom með kex og ost. Um allan svefnvagninn var hvíslað, að það væri party uppi í efri koju nr. 7. Með allar þessar fjörugu stúlkur ofan á sér og allt í kringum sig, sá Jerry fram á að ekkert yrði úr náinni samveru þeirra Sugar. Æstur reyndi hann að koma þeim í burtu. „Það má ekki borða kex i rúminu. Hypjið ykkur í burtu stelpur og haldið ykkar eigin veizlur." Það voru kirsiberin —- eða réttara sagt vöntun á kirsiberjum, sem vöktu Joe. E'inhver vakti hann með því að spyrja, hvort hann ætti nokkur kirsiber. HVAÐ GENGUR A? Skyndilega glaðvaknaði hann. „Kirsiber! Hvað gengur eiginlega á hérna?" öskraði hann. Fram undan ótal náttfataklæddum fótum gægð- ist rytjulegur Jerry. „Þetta er ekki mér að kenna, ég bauð þeim ekki,“ sagði hann aumingjalega. Þegar Sugar brá sér út I baðherbergið til að ná í ís, elti Joe hana þangað íklæddur frúarlegum náttkjólnum. „Sugar, þú kemur þér í vandræði." „Ég er víst ekki sérlega greind," sagði hún hlæjandi. „Ef ég hefði nokkra vitglóru, mundi ég ekki vera hér í lestinni með þessari kvennahljóm- Framhald á bls. 35. HÆTTULEGUR LEIKUR. 16 VTHAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.