Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 35
Róleg og dyggðum prýdd eiginkona. Framhald af bls. 24. vár ekki með hring. Hún reis upp. — Komdu Sophía, við verðum að fara. Næsta laungardagskvöld sat Anthony og lagði á ráð um hvernig hann gæti hitt Sally og látið það líta út eins og tilviljun. Hann hrökk upp við að bíll hemlaði fyrir utan og hann leit á klukk- una. Hún var aðeins hálfeitt. Anthony læddist út um dyrnar og lokaði þeim hægt á eftir sér og horfði niður i dimma forstofuna. Alistair var að bjóða Sally góða nótt. — Ég vil bæta því við, heyrði Antony hann hvisla, að Það þýðir ekki fyrir þig að segja að þú getir breytzt. Því það getur þú ekki. Þú hefur blátt áfram enga tilfinningu fyrir tíma. Þú ert svo hirðulaus, að það er óskiljanlegt. Líttu nú bara á kvöldið i kvöld — ég skil ekki til hvers þú varst að taka þá af þér. Og þegar það nú bætlst við, að þú finnur þá ekki aftur ... Jæja, hann dró djúpt andann. — Þetta þýðir ekkert, Sally. Þetta mundi aldrei geta gengið. Sally andvarpaði. — Þú hefur alveg rétt fyrir þér, Alistair. Hún talaði svo lágt, að Antony varð að hafa sig allan við til að heyra hvað hún sagði. — Þú verður miklu hamingjusamari án mín. Vertu sæll — og þakka þér fyrir allt. Antony varð að þvinga sig til að hlaupa ekki niður stigann og skipa Alistair að vera kyrrum hjá henni. Hann heyrði útidyrahurðinni skellt og að Sally gekk yfir ganginn. Það var eins og hún væri að fálma við lásinn á íbúðinni sinni, og hún virtist svo ein og yfirgefin þarna niðri í myrkrinu. Antony heyrði að hún sagði með grátstafinn í kverkunum: Æ, nei, hvað á ég að gera? Síðan reikaði hún að stiganum, settist þar i neðsta þrep- ið og brast í grát. Andartak stóð Antony eins og lamaður, en svo þaut hann niður stigann og kastaði sér niður við hlið hennar. Hann lagði hughreystandi handlegg- inn um axlir henni. — Svona, svona, ekki gráta, sagði hann lágt. Sally settist upp og leit á hann tárvotum augum. — Svona, svona, endurtók Antony. Sally starði á hann og hún greip í jakkabarðið hans. — Halló, sagði hún skjálfandi röddu. — Mér finnst leiðinlegt að hafa ónáðað þig. Antony tók hönd hennar. — Ég heyrði hvað þessi andstyggilegi náungi sagði. Þú ættir að vera fegin að vera laus við hann. Sally dró að sér höndina og þurrkaði sér um augum með votum samanvöðluðum vasaklút. — Já, ég veit það. Við áttum alls ekkl saman. Hann þarfnast rólegrar og virðulegrar eiginkonu, vesal- ingurinn. Hún andvarpaði og hallaði sér að Antony. — Ég var ekki að gráta þess vegna. Antony leit undrandi á hana. — Hvers vegna grétstu þá? Sally leit upp og hann sá að brosið leyndist bak við tárin. — Þú trúir þvi kannski ekki, en ég hef tapaö nýja lyklinum mínum. Og tilhugs- unin um að vekja frú Mortimer varð mér satt að segja ofurefli. Hún drepur mig áreiðanlega. Sally gretti sig. — Þetta hefði verið einum of mikið fyrir Alistair, ekki sízt eftir að ég týndi skónum undir borðinu I veizlunni. Antony leit niður og sá, að hún var á sokka- leistunum. — Hvar ertu vön að geyma lykilinn? spurði hann. — 1 töskunni. En hann er ekki þar, ég er búin að gá að þvi. Antony tók af henni töskuna, opnaði hana og tæmdi hana í kjöltu hennar. Siðan fór hann í töskuna og dró upp lykilinn. Sally tók andköf. Hvernig ... ? Antony brosti gleitt. — Hann lá á botninum. Það var gat á fóðrinu. — En hvemig gaztu ... hvernig datt þér í hug ...? — Eftir reynslu minni af þér, gerði ég ráð fyrir því, að það væri gat á fóðrinu, sagði Antony. Sally starði undrandi á hann, svo hallaði hún sér að honum og hristist af niðurbældum hlátri. Hjartað barðist í brjósti hans þegar hann þrýsti henni fastara að sér og lagði vangann að hári hennar. — Ó, Sally, hvislaði hann blíðlega. Það kom alveg af sjálfu sér að hún lagði hand- legginn um háls honum. Eins og Charlotta frænka sagði, var Sally ung stúlka, sem vissi hvernig hún átti að haga sér. SÁPUSPÆN IRNIR henta bezt fyrir SILKI — RAYON NYLON - TERYLENE og ailan annan F í N Þ V,0 T T Enginn er fullkominn. Framhald af bls. 16. sveit. Ég söng einu sinni með karlahljómsveit, en ég get ekki veitt mér það lengur." Þó Joe væri var um sig, lét hann í ljósi áhuga á þessu. Það kom á daginn, að vandræði Sugar stöfuðu af saxofónspilurum. Það þurfti ekki annað en að þeir spiluðu svo sem átta nótur af „Corae to me,my melancholy baby“, til þess að hún yrði öll máttlaus. EFTIR VEIZLUNA. „Þú veizt,“ sagði Jerry bliðlega, „að ég spila á saxofón.“ „En þú ert kvenmaður, sem betur íer,“ sagði Sugar. Joe hafði þá sómatilfinningu að roðna, en Sugar sá, það ekki, tii allrar hamingju. „Þú getur ekki ímyndað þér hvernlg þeir eru. Maður fellur kylliflatur íyrir þeim — maður beinlínis elskar þá. Svo heldur maður að þetta sé dásamlegasta ævintýrið, sem hefur hent mann, en þá veit maður ekki fyrri til en þeir eru farnir að biðja um peninga, sem þeir eyða á aðrar stúlk- ur eða nota til að veðja á hestana. Svo vaknar maður við það einn morgun, að ná- unginn er farinn og saxofónninn með. Það eina, sem hann hefur skilið eftir, eru gamlir sokkar og tóm tannkremstúba.“ Það var vegna þessa, að Sugar vildi komast til Miami — til að losna við þessi endurteknu ævintýri með saxofónleikurum. Og þar að auki var fullt af milljónamæringum i Miami. Eftir að veizlan hafði verið leyst upp af Sue, sem ekki gat sofið vegna magasárs, fór Joe að leggja á ýmis ráð. Kannski voru þau ekki sérlega drengileg gagnvart Jerry, cn þegar Sugar var annars vegar voru öll brögð leyfileg. VIKAN. 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.