Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 41

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 41
honum og hugsaði: öllu er lokið. Eftir nokkra stund tók hann eftir þvi, að hún var svona þögul. Hann gekk upp að lilið hennar, leit á hana og spurði: — Ilvað er að? Hún hikaði og sagði svo: — Ég hef týnt hringnum mínum. — Hvaða hring? — Giftingarhringnum, svaraði hún. Þegar hún heyrði sjálfa sig segja þetta, varð henni ljóst hvað þetta þýddi. Giftingarhringurinn hennar. — Með þessum hring geri ég þig að eiginkonu minni. — Með þessum hring — sleppt af öðrum aðilanum og sparkað burt af hinum — hafði hún vígt sjálfa sig einhverju. En hverju? Fátæktinni, friðleysinu, vonleysinu. Allri heimsins sorg. Og það, sem guð hefur sameinað, mega mennirnir ekki sundurskilja. — Ég get sent eftir nýjum hring handa þér, sagði maður hennar. — Þú og ég erum þau sömu og á brúðkaupsdegi okkar. Hann get- ur komið i stað þess, sem þú tapaðir, við erum sameinuð fyrir guði og mönnum. Andlit hennar var svo sviplaust, að hann vissi ekki hvort hún hefði lieyrt til hans eða ekki. Hann var hrærður yfir því, að hún tók tap hringsins, sem hann hafði gefið henni svo nærri sér. Hann lyfti hendi hennar að vörum sér og kyssti hana. Hún var svo köld, að það var ótrúlegt að það væri sama höndin og hann hafði kysst siðast. Hann reyndi að fá hana til að nema staðar við hlið sér, svo hann gæti kysst andlit hennar. — Geturðu munað hvenær þú barst hringinn seinast? — Nei, svaraði hún. — Geturðu hugsað þér, spurði liann, því hann vildi sýna henni hluttekningu, hvar þú hefur tapað lionum? — Nei, svaraði hún, það get ég með engu móti luigsað mér. FYRSTU SKREFIN. Framhald af bls. 22. legið á maganum og lyft höfðinu um svo sem 30 gráður, og þegar hann var tveggja mánaða, gat hann lyft þvi enn hærra og haldið því lengur í þeirri stöðu. Nú orðið get- ur hann lyft brjóstinu lítillega, — aðeins tveggja mánaða gamall. Þegar hann er orðinn svo sem fjögurra mánaða gamall, reynir hann að sitja óstuddur, en það er ekki annað en tilraun, því að hann er orðinn sjö mánaða gamall, þegar hann getur setið einn og óstuddur. Mæður þurfa ekki að hafa áhyggj- ur af þvi fyrstu sex mánuði barna sinna, hvar þau eru niðurkomin, því að þau geta ekki mjakað sér úr stað að neinu verulegu leyti. En upp frá því fara börn að geta ferð- azt á eigin spýtur. Þegar Pétur litli er nálægt þvi átta mánaða gamall, getur hann staðið, ef hann hefur eitthvað til að styðja sig við, og tiu mánaða gamall skriður hann um allt og stundum svo hratt að það veldur foreldrum hans talsverðum áhyggjum. Eins árs gamall, — ef til vill ögn eldri, — tekur hann fyrstu skrefin óstuddur. Hann klifrar upp á stóla og upp stiga, þegar hann er hálfs annars árs, en hann getur ekki gengið upp og niður óstuddur, fyrr en hann er kominn hátt á þriðja ár. Og þá get- ur hann líka staðið á öðrum fæti eins og storkurinn. HÚSMÆÐ UR! NÝTT HEFTI (3. hcfti) af Royai kökuuppskriftum hefur nú verið prentað og sent kaupmönnum og kaupfélögum. Ef þér hafið enn ekki fengið þetta hefti munum vér senda þeim er þess óska ókeypis eintak. AGNAR LUDYIGSSON Heildverzlun Tryggvagötu 28. Rvík. — Simi 12134.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.