Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 33
En Lúsia var trúlofuð italska leikar- anum Walther Chiari. Hemingway gamli tók sig til og talaSi við Övu. Eftir það fór hún sína leið. Luis leið hræðilega illa. Hann gat ekki um aðra hugsað en Lúsiu, en hafði heitið þvi með sjálfum sér að reyna aldrei til að ná fundi hennar framar. En örlögin höguðu þvi öðruvísi. Einn dag sá Luis það i hlöðunum sér til mikillar furðu, að Lúsia væri komin til Hollywood. Hann fékk ekki staðizt þá freistingu að ná fundi hennar, þegar hún var komin svo nærri honum. Þegar þau fundust, kannaðist Lúsia við, að hún hefði upphafið trúlofun þeirra Chiaris, áður en hún fór frá Róm. Hún kvaðst ekki hafa getað slitið Hominguin úr huga sér. Þau giftu sig — og það svo skjótlega, að enginn vissi neitt af neinu, fyrr en allt var um garð gengið og hjónin húin að koma sér fyrir i Villa Paz. Loks hafði Dom- inguin fundið hamingjuna við hlið ungrar og fagurrar stúlku, sem var laus við kenjar dekurbarnsins, konu, sem skildi hann og elskaði. Lifsferill Luis Dominguins hef- ur verið ærið sérkennilegur. Hann var það, sem kalla mætti undra- barn á sviði nautavíganna, og stóð á tindi frægðar sinnar, er hann var 25 ára gamall. Þá var hann fræg- asti nautabani heims og átti margar milljónir króna. Hann hafði allt, sem liann vildi hendinni til rétta, átti allt, sem einn maður getur óskað sér hérna megin grafar, nema frið i sál sinni, það átti hann ekki. Sífellt leyndist með honum nagandi ótti. Skyldi hann komast lifandi frá næsta nautaati — eða mundi hann kannski sær- ast og verða örkumlamaður til ævi- loka? Lúsía færði honum frið. Hún vakti áhuga hans á nautarækt. Og þótt það komi stöku sinnum fyrir, að Luis stígi fram á leikvanginn enn þá og taki þátt í nautaötum, er hann hættur að vera hræddur. Sjálf er Lúsia tekin að gerast listmálari. Það var fyrir áhrif frá hinum kunna málara Amedeo Modigliani, að hún gekk inn á þá braut. Hún er nýlega búin að hafa sýningu i Milanó. Og bráðum kemur kvikmyndin með þeim bjónum.... blaóiö 0^1 I húöin finnur ekki fyrir Það verðið pér að gera! Raksturinn sem pað gefur cr alveg ótrúlega mjúkur og pægilegur. Skeggið hverfur án pess að maður viti af pví. þó húð yðar sé viðkvæm, er varla hægt að trúa pvi að rakblað hafi verið í vélinni, ef notað er Blátt Gillelte Extra. 5 blöð aðeins Kr. 18.50. Pað er pess virði að reyna það AHLMANN Já!!! auðvitað fékk ég eldavélasamstæðuna AUL/VNANN á! Hún er Vesturþýzk ig á alveg sérstaklega lagstæðu verði. ighvatur Einarsson & Co. kioholti 15 Símar: 24133 — 24137

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.