Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 20

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 20
Sportjakki úr íslenzku tveed Kamgarnsföt frá Gefjun. Verksmiðjur Sambandsins á Akureyri íiafa sent á markaðinn hverja úrvaisvöruna i fætur annarri og átt mikinn þátt í því sð reka slíðruorð af íslenzkum iðnaði. Fata- verksmiðja Gefjunar framleiðir jöfnum liöndum úr útlendum og innlendum fata- sfnum. Verksmiðjan hefur nú flutt í nýtt húsnæði við Snorrabraut og hefur þar mikiu betri aðstöðu en i Kirkjustræti, þar sem verksmiðjan var áður. Verzlunarstjórinn, Sigtryggur Hallgrímsson, kvaðst mjög von- góður um framtíð íslenzks fataiðnaðar og við höfum ekki ástæðu til annars en að taka undir með honum. Við hittum einnig að máli Jón Inga Rósantsson, yfirklæðskera hjá Gefjun og spurðum hann þeirrar spurn- ingar, hvort hann teldi útlit á karlmanna- fatnaði hér vera frábrugðið þvi sem hann hefði séð í nágrannalöndum okkar. Hann svaraði: — Það hefur verið svolítið frábrugðið og því miður hefur það verið vegna þess, að við höfum verið heldur á eftir í fata- iðnaðinum. En nú nálgumst við þá óðfluga. — Ég sé þarna ýmsar gerðir af þykkum tveedefnum. Er þetta enskt eða ítalskt? — Nei, reyndar ekki, þetta er íslenzkt sfni, — ofið fyrir norðan. Yfirgnæfandi meirihluti af þessum efnum er frá verk- smiðjunni á Akureyri. — Hefur ekki terrylene rutt sér mikið til rúms? — Jú, það hefur mikla kosti og er notað i vaxandi mæli. Við höfum hér allmargar gerðir terrylene-efna og þau eru ofin á Akureyri undir ströngu eftirliti ensku terrylene-verksmiðjanna. — Við höfum nýlega talað við klæðskera, sem sagðist taka ameríska fataframleiðslu helzt til fyrirmyndar. Hvað gerið þið hér í þeim efnum? —• Ég held mér sé óhætt að segja, að við höllumst meir að evrópskri tízku. Annars eru það að nokkru leyti kröfur viðskipta- vinanna á hverjum tíma, sem skapa tízk- una. Upp á síðkastið hafa menn viljað létt föt og axlastopp og annað sem þyngir fötin hefur verið tekið burtu. Fyrir sumarið framleiðum við alltaf mikið af stökum jökk- um og buxum og i þessa jakka notum við að nokkru leyti tveed, sem ofið er úr ís- lenzkri ull. GEFJUN fólU hcfur fengið auUin 09 betri sUiloinQ á fótum Með FEVON þvottaefninu veröur þvotturinn hvítur og ilmandi - Reynið FEVON — Ég veit að ég hef blandað það nóg — ég er að leita að hringnum mínum. 20 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.