Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 25
Reykholt í Borgarfirði. DrengjabúSir Vilhjálms Einars- sonar og Höskulds GoSa Karlssonar vöktu talsverða athygli fyrir ári, enda var sú starfsemi nýmæli hér á landi. Þeir höfðu aðsetur í Hvera- gerði, nánar tiltekið í Garðyrkju- skóla íslands, og nutu ágætrar fyr- irgreiðslu skólastjóra, Unnsteins Stefánssonar. Höskuldur Goði hafði verið með stutt námsskeið fyrir drengi á vegum skáta í Keflavík, og þeir Vilhjálmur höfðu oft rætt um þá hugmynd að starfrækja drengja- búðir, þar sem áherzla væri lögð á iþróttir. Þeir héldu tvö tíu daga náms- skeið í Hveragerði, og sóttu 35 drengir hvort námsskeið. Það var minnzt á fyrirætlun þeirra á íþróttasíðum dagblaðanna, og þátt- takendur komu víðs vegar að af landinu. Kostnaður varð 500 krón- ur á hvern dreng. Dagskráin var þannig: Drengirn- ir voru vaktir kl. 8, og ef veður leyfði, voru þeir látnir fara í létta morgunleikfimi á túninu. Að þvi búnu var morgunmatur, og dreng- irnir tóku til í herbergjunum. Síðan voru knattleikir til kl. 11 og þá íþróltu fræðsla með kvikmyndum og skuggamyndum. Stundum voru um- ræður, og var þá reynt að láta drengina taka þátt í þeim. Eftir léttan hádegisverð var hvíldartími, og var þá ætlazt til, að þeir héldu dagbók, síðan frjálsar iþróttir til kl. 3. Frá þeim tíma voru dreng- irnir frjálsir að gera hvað, sem þeir vildu, í samráði við Vilhjálm og Höskuld, fram að miðdegisverði, sem var kl. 5. Þar á eftir var hvild- artími og síðan farið i sund kl. 7. Hálfníu fengu þeir hressingu, og á hverju kvöldi var kvöldvaka og uppistaðan í þeim íslenzkar og út- lendar fræðslukvikmyndir. Stundum var sungið og farið í leiki. Hátta- timi var kl. hálfellefu. Nú er íþróttasamband íslands orðið aðili að þessúm málum, en þeir Höskuldur og Vilhjálmur munu hafa alla umsjón með höndum. Námsskeiðin eru þegar byrjuð fyrir fimm dögum, og varð lleykholt í Borgarfirði fyrir valinu að þessu sinni. Héraðsskólanum er lokið, og staðurinn algerlega til ráðstöfunar Framhald á bls. 31. <1 Vilhjálmur og Höskuldur Goði ásamt drengja- flokk í fjallgöngu. í drengjabúðunum er lögð áherzla á alls konar [> íþróttir. Hér er einn í langstökki. Námsskeiðinu er lokið, og drengirnir búa: heimferðar. <] Undirbúningur að knattþraut. Drengjabúðír í Reykholti VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.