Vikan


Vikan - 08.06.1961, Page 17

Vikan - 08.06.1961, Page 17
 Hvað hafa íslenzkir framleiðendur á boðstólum Rétt eftir áramótin síðustu var grein í Vikunni, sem fjallaði um stöðnunina í karlmannafatnaði yfirleitt. Helztu sveiflurnar eru svo litlar, að varla tekur því, að gera þær að umtalsefni. Þessu hafa framleiðendur ekki einu sinni getað breytt og hafa þeir þó af skiljanlegum ástæðum mikinn áhuga fyrir örum tízkubreytingum. Hvað kvenfatnað snertir, hefur þeim orðið vel ágengt, en eins og kunnugt er, ráða karlmenn mestu um breytingarnar á kventízkunni og þar talar enginn um stöðnun. Ef framleiðendur vilja fá fleiri aura í kassann fyrir mátt tízkubreytinga, þá ættu þeir að láta kvenfólk teikna og ráða útliti á karlmannafatnaðinum. En þá er eftir að vita, hvort nokkur karlmaður mundi kaupa slíkar flíkur, því að menn eru nú einu sinni virðulegir og svolítið íhaldssamir í þessum efnum. Enginn góðborgari kærir sig um það að verða fyrir háði og spéi fyrir hjákátlegan klæðaburð og þessvegna er öruggast að halda sig að því, sem hefðin hefur helgað. Tilbúinn karlmannafatnaður hefur rutt sér mjög til rúms á síðari árum, og hann hefur einkum þann kost að vera ódýrari eins og öll önnur fjöldaframleiðsla. Margir vilja hins vegar leggja í einhvern aukakostnað til þess að komast hjá því að ganga í nákvæmlega eins fötum og heill herskari annara manna, sem þeir mæta daglega. Það eru líklega fremur hinir eldri, sem hafa þann hugsunarhátt og þeir eru þá kannski eitthvað farnir að gildna um miðjuna og eiga erfiðara með að finna tilbúin föt, sem klæða þá eins og skyldi. Vikan hefur farið í leiðangur til þeirra aðila, sem fjöldafram- leiða og selja karlmannaföt í Reykjavík. Þeir samræma útlenda tízku og óskir innlendra viðskiptavina og hafa allir á boðstól- um fatnað, sem hver og einn getur látið sjá sig í, hvar sem er. viica.'í \7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.