Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 23

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 23
FRÆQftSTf N4UT5B4N1 HE IMSINS Dominguin fékk áhuga á ítölsku fegurðardrottning- unni Lúsíu Bose, vegna þess að hún var eina kon- an, sem hann hafði hitt og aldrei hafði heyrt á hann minnzt. í ljómandi litklæðum. Konurnar gefa þeim einnig gætur með þrá í augum og eru ekki sparar á hyll- ingarópin, þegar þeir hafa lagt bál- reiSan bolann aS velli. Dominguin hefur stundum veriS kallaSur „kvennamaSur aldarinn- ar“. Hann hóf skeiS sitt á þeirri braut meS því aS nema brott dótt- ur eins af æSstu aSalsmönnum Spánar. SlúSurberar og kjaftakrón- íkur heimsblaSanna liafa löngum veriS önnum kafin viS aS lýsa einkalífi þessarar þjóShetju Spánar. Hin dökka fegurSardis Noelle Machado varS fyrsta kona Dom- inguins, og blöskraSi mörgum, er hann gekk aS eiga konu af lituö- um kynstofni. En Noelle hafSi engin tök á aS halda honum til lengdar. Fegurstu konur kvik- myndalieimsins gerSu allt, sem þær gátu, til aS komast í kynni viS Dominguin, og margar þeirra bjuggu i liöll hans langan tima. MeSal þeirra má nefna stjörnur eins og Lönu Turner, Ritu Hay- worth, Zsa Zsa Gabor, Katlileen Windsor (þá er skrifaSi Sífellt raf) og Joan Fontaine. En þegar Ava Gardner, sem var brjáluö í öllum nautabönum, kynnt- ist Dominguin, skildist Noelle til fulls, aS hún liafSi lotiS i lægra haldi. Hún hafSi sig í burtu, og Dominguin fór til MiSjarSarhafs- strandar aS gleyma skilnaSinum. En i Monte Carlo gerSi liann ekki annaS en tapa morS fjár og hélt vonsvikinn heim aftur til Madrid. Hin fagra Ava átti aS leika í kvikmynd á Spáni og vildi, aS i|||§§|§| Dominguin ásamt eiginkonu sinni, Lucille Bose, sem varS feguröar- drottning Itala fyrir nokkrum árum, Dominguin kenndi sér undirstöSu- atriSi nautaviganna. Féllst hann fúslega á þaS. Settist nú Ava aS i Villa Paz, þótt hún væri enn gift Frank Sinatra'. Ava varS ástfangn- ari meS hverjum degi og Luis smeykari. Þegar hún lét aS þvi liggja aS þau skyldu gifta sig, vissi hann hreint ekki, hverju hann átti aö svara. En er hún veiktist skyndi- lega og varö aS leggjast á sjúkra- hús í Madrid, sat Luis þó hjá henni öllum stundum. Þúsundir manna flykkjast á vett- vang, þegar Dominguin sýnir listir sínar. Nautavígunum hafSi hann stein- gleymt og vildi nú ganga aS hverju, sem vera skyldi, giftast Övu, jafn- skjótt og skilnaSur viS Frankie væri um garS genginn, hætta öllum nautavígum og fara til Hollywood í þess staS. Hann er kolvitlaus, sögSu kunn- ingjar hans, og þegar Ava flaug til Ilolljrsvood aS gera sinar sakir upp, tók bróSir hans til sinna ráSa. Luis liafSi fengiS tilboS um gífur- leg laun, ef hann vildi taka þátt i alþjóSlegu nautaati i Casablanca, og gat ekki fengiS af sér aS neita þvi. Áhorfendur voru yfir sig hrifnir og hófu Luis upp til skýjanna. Var svo mikiS viS liann dekraS, aS lionum gáfust fáar stundir af- gangs til eigin nota. Hann hafSi engan tíma til aS svara öllum þeim eldheitu ástarbréfum, sem Ava skrif- aSi honum. Öllum símaliringingum hennar svaraSi bróSir lians og var harSur eins og steinn. ÞaS mátti ekki gera Luis ónæSi. Hún skyldi ekki fá aS eySileggja möguleika lians sem nautabana....... Og Dominguin lifSi þaS aS vera kjörinn mesti nautabani lieims eft- ir nautaatiS hinn 16. júni 1954. Simskeytin streymdu til hans. MeSal annars barst honum tilboS frá Manillu um aS sýna nautaat þar. Þóknun skyldi vera 280 þús- und dollarar. Luis féllst á þaS og liugsaSi sér aS koma viS i Ilolly- wood i leiSinni. En fyrst þurfti hann aS skreppa til Rómaborgar og láta liSa úr sér. Einn fagran sumardag heimsótti hann kvik- myndaveriS í Cinecittta, og þar kynntist Jiann nýrri, ítalskri stjörnu, sem hét Lúsia Bose. Lúsia Rose var hæversk, en á- hugalaus. Hún þekkti ekkert til nautaviga og hafSi ekki liugmynd um, að Luis Dominguin væri til. Hann varð óneitanlega ofurlitið hvumsa út af slikri vanþekkingu, og án efa gerði það sitt til þess, 'að áhugi vaknaði hjá honum á þessari stúlku. Nokkru síðar hittust þau Luis og Lúsía aftur í Madrid, þar sem hún starfaði aS kvikmyndatöku. Hann bauð öllum leikurunum heim til Villa Paz, og meðan heimboðið stóð, gaf hann sig sérstaklega að Lúsiu. Eftir það bauð hann henni út á hverjum einasta degi, og til Hollywood fór hann ekki, fyrr en hún varð að halda aftur heim til Ítalíu. Þegar þangað kom, varð hann sjálfsagður miðdepill livarvetna. Ilinir miklu kvikmyndaframleið- endur gerðu honum risatilboð ef hann fengist til að leika í mynd fyrir þá, og glæsilegar veizlur voru haldnar honum til heiðurs. ’.va var í Reno að ganga frá skilnaðinuni Eftir að Ava Gardner sagði skilið við Frank Sinatra, fór hún til Spán- ar og komst í kynni við Dominguin. Úr því varð mikið ástarævintýri, sem fékk snöggan endi. VIKAN. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.