Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 19

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 19
Porter í sportjakka frá Últíma. Regnboganiynztur og „Prinsinn af Wales“. í Últíma hittum við að máli forstjórann, Kristján Friðriksson, og hann sagði: — Þó að oft sé talað um, að karlmannaföt séu eins, þá er það ekki rétt. Sífellt koma fram miklar breytingar bœði á sniðum og efnisgerðum karlmannafata. — Hvað geturðu tilgreint af nýjungum i tízkunni núna? — Með því að svo stendur á að fyrirtækið hefur ráðið sérstakan starfsmann til að vera ráðgefandi um þessi efni, tel ég eðlilegast að spurningunni sé vikið til hans. Það má nefna það, að hann teiknar hvaða snið á föt, sem menn vilja, fyrir þá, sem hafa sérstakar óskir um slíkt og leiðbeinir mönnum um leið hvaða litir fara þeim bezt. Þessi mað- ur er Colin Porter, en liann hefur á und- anförnum árum gegnt tilsvarandi störfum hjá hinu heimsþekkta klæðskerafyrirtæki „Alexanders" í Bretlandi. Við snúum okkur nú til Colin Porters og innum liann eftir áliti hans. — Hvað segið þér um klæðaburð íslenzkra karlmanna? — Yfirleitt finnst mér menn hér fremur vel klæddir. En margir yngri menn finnst mér ílialdssamari eða seinni að átta sig á nýjungunum en við mætti búast um svo frjálslega menn sein íslendinga. Undantekn- ing frá snyrtimennskunni eru þó hinar Árni ÚLTIMA H.F. hræðilegu úlpur (sem ann- ars eru góðar ílikur til síns brúks) sem ýmsir nota hér í tima og ótima. — En hvað uin nýjung- arnar? — Flestum er kunnugt um, að snið um axlir og brjóst hefur hreytzt veru- lega siðustu misseri, en auk þess hefur ýmislegt nýtt komið fram, .einkuin i sniði frakka og sportjakka. En að því er snertir mynzt- ur og liti í karlmannafatn- aði er helzta nýjungin það sem hér hefur verið nefnt regnbogamynztur. — Efnin eru nokkuð áberandi röndótt, en liturinn gjarn- an samansettur úr öllum regnbogans litum, þó þann- ig að heildarlitaráhrifin verði mjúk og lireinleg, hér er notuð svipuð aðferð og listmálarar nota stundum og kölluð er pointilismi. Þvi má svo bæta við að nú síðast eru bæði stórköflótt og smáköflótt efni i vax- andi tízku, meira að segja hefur hið eldgamla köfl- ótta mynztur, sem nefnt er „Prinsinn af Wales“ komið talsvert fram upp á síðkastið. Colin Porter leiðbeinir um val lita og efnis. > Föt frá Skikkju. V Regnbogamynstur og »Prinsinn af Wales « SKIKKJAN hr stm itolsko sniðið rœður Þar sem ítalska sniðið ræður. Síðan höldum við til nýstofnaðs fatafyrirtækis, seni nefnist Skikkjan. Þar ræður húsum Árni Pétursson og hann hefur þetta til málanna að leggja: —■ Ég hef farið eftir itölsku tizkunni, vegna þess að mér finnst hún þægileg: buxurnar þröngar að neðan án uppbrota og ská- vasar, jakkinn stuttur, hnepptur á þrjár tölur, ekkert stopp á öxlum, ermarnar frekar stuttar. Þannig verða fötin létt og þægi- leg, sem að mínu áliti hefur mjög mikið að segja. Annars leitast maður við að verða við óskum viðskiptavinanna. Árni lagði megináherzlu á framleiðslu á stökum huxum. Nú er hann einnig farinn að framleiða jakka. Saumastofan er í Aðalstræti og fyrirtækið er vaxandi. Það er gott að vita, að þeir sem hafa hrifizt af italskri tíziku, geta þar fengið eitthvað við sitt hæfi. Annars er það um ítölsku tizkuna að segja, að margir fata- framleiðendur hafa aðeins tekið smávegis upp úr henni, en látið annað kyrrt liggja. Þannig eru það ekki allir, sem kæra sig um þröngar buxur. Sérstaklega ekki þeir, sem vel eru i hold komn- ir. En þessi tizka á vel við þá, sem fara ekki yfir eðlilega þyngd miðað við liæð. Og þar eru unglingarnir fremstir í flokki, enda þeir, sem ganga mest í þröngum fatnaði. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.