Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 13

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 13
um við þeim, því að við vildum ekki vera með þá í höndunum. Bftir að neftóbaWð var þrotið úr baukunum kom tóbaksflaskan, sem ég hafði bundið um hálsinn á mér i góðar þarfir. Pað var gott að hafa nef- tóbakið. Og enn óx veðrið, flóðið og brim- ið. Særokið var orðið svo mikið, að við réfrt grilltum u\.p á grýtta strönd- ina. Allt í einu reið ólag yfir skipið og á faldi þess kom björgunarbátur- inn. Við óttuðumst mest að hann mundi annað hvort lenda á brúnni og mölva hana mélinu smaerra, eða þá á okkur sem héngum á vantinum, en hann fór i spilið og fór i mask. Þá var sú leið til björgunar úr sög- unni. Og annað ólag kom sýnu stærra en það sem kastað hafði bátnum á spilið. Það tók af reykháfinn og í sama ólagi fór brúin og þá fórust nokkrir, síðan tóku ólögin hvern af öðrum, sem þar höfðu verið þar til enginn var eftir. Sumir þessara manna náðu sundtökum og reyndu að synda út úr briminu og tókst Það næstum því, en svo tók straumurinn þá, sem var mjög strangur, og bar þá austur á bóginn og síðan til hafs. Ég geymi margar augnabliksmynd- ir frá þessum fáu mínútum. Allir voru þeir I björgunarvestum úr korki og flutu því vdl, en þeir réðu ekki við strauminn. Ef til vill stukku fé- lagarnir ekki á réttum augnablikum. Það mátti ekki muna broti úr sek- úndu. Nauðsynlegt var að stökkva á faldinn um leið og hann reið til lands í þeirri von að þannig væri hægt að ná ströndinni. Annars réðu menn því ekki alltaf sjálfir hvenær þeir lentu í sjó. Drengurinn var vel búinn af björgunarbeltum. Hann stóð sig eins og hetja. Hann var uppréttur i sjónum og veifaði okkur glaðlega í kveðjuskyni. Við báðum til guðs, að hann bærist að landi og þeir næðu í hann, en sjórinn hneig of fljótt og straumurinn tók hann ... Nú sáum við landmenn vera að koma báti út, en Þeir komust aðeins út á dálítið lón, sem þarna var. Baujan var bundin á vantinn og nú tók hún að brotna. Allt i einu sá ég, að brakið úr henni var farið að berast upp í fjöru. Þá skárum við baujuna lausa til þess að sjá hvert hún færi. Við bundum í hana vir. Það gerðum við til þess að vera við öllu búnir ef þeir, sem í landi voru næðu i hana. Þetta gekk allt vel. Það greiddist úr böndunum og baujan barst beint fyrir fætur mannanna í landi. Fyrst var dregin sterkari taug milli skips og lands og síðan bátur- inn við hana, en lóðabelgir höfðu verið bundnir við hann. Nú drógum við bátinn til okkar, en hann var nærri alltaf í kafi. Ég man ekki bet- ur en að ég hafi verið fyrsti mað- urinn, sem kastaði mér til Þess að reyna að komast í bátinn. Ég man það að minnsta kosti, að ég fann að þrek mitt var tekið að dvína og að ég kallaði til félaga minna: „Nú fer ég. Komið þið á eftir.“ Svo kastaði ég mét, en ég held að nokkur hundruð metrar hafi Þá ver- ið milli bátsins og skipsins og bát- urinn eða taugin hafi stöðvast við drang, sem stóð upp úr sjónum. I raun og veru vissi ég ekki með neinni vissu hvernig ég komst í bátinn, en allt í einu fann ég að hausinn á mér var skorðaður undir þóftunni í hon- um og seinna sögðust félagar mínir ekkert hafa séð annað af mér upp úr sjónum en stígvélin. Mér tókst að losa mig og kallaði þá strax: „Komið þið nú.“ Þá stökk einn og reyndi að synda að bátnum og tókst honum að ná honum með því að kafa undir ólög- in. Sá næsti hvarf í brimið. Bátur- inn var nú dreginn á land og okkur bjargað, en síðan var reynt að draga hann út aftur. Stefni hans brotnaði þá við skipið og kaðallinn slitnaði. Þá var öðru dufli fleygt I sjóinn og Þaö Framhald á bls. 40. Dr. Matthías Jónasson ÞEKKTU SJALFAN ÞIG RÁÐGÁTAN UM FRÍVILJANN. Eitt hið flóknasta og mest æsandi vandamál, sem manns- hugurinn glimir við, er róðgátan um fríviljann. Er vilji einstaklingsins frjáls, eða hlítir allt atferli mannsins ó- sveigjanlegu, fyrir fram ákveðnu lögmáli? Slík spurning kann að liljóma kynlega i eyrum hins ró- lega horgara. Að hans dómi leikur enginn vafi á viljafrels- inu. Hann hugleiðir t. d., hvort hann eigi að sækja flokks- fundinn eða sitja rólega heima hjá konu og börnum i kvöld. Þegar hann hefur vegið ástæður með og móti, tekur hann ákvörðun sína. Fundurinn er e. t. v. mjög mikilvæg- ur; þá ákveður hann að fara. Getur heilvita maður neitað því, að frjáls vilji hans taki þessa ákvörðun? Þessi skilningur á viljalífinu er okkur öllum eiginleg- ur. Við erum sífellt að taka ákvarðanir, velja á milli tæki- færa, girnast og hafna. Sú hugsun virðist okkur fjarstæð, að frelsisvitundin, sem fylgir ákvörðunum okkar, sé ein- tóm blekking. Eigi að síður hefur maðurinn alltaf verið í vafa um frelsi viljans. Skarpvitrustu hugsuðir mannkynsins hafa sett fram um það lærðar kenningar án þess þó að kom- ast að óyggjandi niðurstöðu. En einnig í alþýðutrúnni kem- ur þessi vafi fram, t. d. í forlagatrúnni, sem hafði sterk áhrif á fornnorræna heimsskoðun og enn á sterk ítök í al- menningi. „Enginn má sköpum renna“ þýðir beinlinis, að enginn geti flúið frá þeim örlögum, sem honum voru á- kvörðuð upphaflega. Það er ósamrýmanlegt trúnni á frelsi viljans. Henni samrýmist ekki heldur trú á drauma sem fyrirboða né á gildi spádóma. Hins vegar bindur túlkun draums eða spádómur um persónuleg örlög vilja einstakl- ingsins, svo að hann verður raunverulega ófrjáls og vinnur sjólfur að uppfyllingu spádómsins. Að hliðstæðum sefjun- aráhrifum kem ég síðar. Eddukvæði og íslendingasögur eru gegnsýrð af forlaga- trú. En einnig í eigin brjósti finnum við sterkar likur fyrir því, að okkur hafi ekki alltaf verið sjálfrátt. Hversu oft stöndum við agndofa frammi fyrir eigin gerðum og spyrj- um: Hvernig í ósköpunum hef ég getað gert þetta? Þá þykjumst við finna það greinilega, að i atferli okkar ráði öfl, sem við sjálf höfum ekki stjórn á. ER VILJINN FRJÁLS? SAMVIZKA OG VILJAFRELSI. Hugsuðum fyrri tíma þótti samvizkan vera öruggasta sönnunin fyrir frelsi viljans. Sú tilfinning einstaklingsins, að hann sé ábyrgur gerða sinna og að honum beri að taka hið góða fram yfir hið ilta, væri eintóm blekking, ef viljinn væri ekki frjáls. Menn geta ekki ætlað skapar- anum að hafa rótfest svo afdrifaríka skynvillu í mann- legu eðli. í samræmi við það dæmum við um eigin hegðun og annarra, eins og vilji hvers manns væri frjáls. Frá sjónarmiði nútima-raunsæis virðist þessi sönnun þó ekki einhlit. Dáleiðslan hefur opnað augu okkar fyrir því. Ef dávaldurinn kefur sefjað mér að framkvæma ákveðinn verknað á tilteknum stað og tíma, þá er það vilji hans, en ekki minn, sem gerðunum ræður. Fyrir áhrifavald hans verð ég að framkvæma það, sem hann bauð. Þar er mér engrar undankomu auðið. En í þessari þvinguðu fram- kvæmd finnst mér ég vera frjáls, og ég finn upp ástæður og yfirvarp til þess að gera það sennilegt. Áhrif dávaldsins eru innan vissra takmarka hliðstæð við forlögiq. Framandi vilji og fyrir fram gerð ákvörðun ræður atferli mínu, en ég haga mér að öllu leyti eins og ég réðj því sjálfur og finnst ég bera áhyrgð á verknaði minum. Að vísu eru áhrifum dávaldsins takmörk sett. Hann getur ekki sefjað mér að fremja morð né neitt annað, sem er gersamlega andstætt samvizku minni og siðaskoðun. Ef hann reynir það, losnar vilji minn undan áhrifum hans. Sálvísindin hafa leitt í ljós ýmsar aðrar staðreyndir, sem sýna ótvirætt, að frelsi viljans er mjög takmarkað. Djúpt i eðli okkar, bæði hinum likamlega og andlega þætti þess, felast ákvarðandi forsendur að hegðun okkar og atferli. Fyrir álrrif löngu gleymdra atvika hefur myndazt með okk- ur ákveðið, að mestu leyti dulvitað hugarfar, sem ræður viðbrögðum okkar og atferli i mörgum þeim tilvikum, þar sem við teljum okkur algerlega frjáls. Framhald á bls. 31. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.