Vikan


Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 26

Vikan - 08.06.1961, Blaðsíða 26
ttuþetta? Allur er varinn góður. Því skaltu vera hygginn og verða þér úti um það, sem þig kann að vanta i útilegu og ferðaútbúnaðinn þinn. Bezt er að kaupa einn hlut i hverri viku. Þar sem ílestir skólanemendur eru nú svo til nýsloppnir frá náminu, þá er ekki að efa að pyngja þeirra er nokkuð létt. Og þá er að gera sér grein fyrir, hvernig bezt er að verja aurunum þegar gengið er i búðir. Það er vert að vekja athygli á þvi, að vinnufatn- aður er einmitt það sem hentar bezt í alalr útilegur og er þá sjálfsagt að miða við það þegar hann er keyptur, að hann sé ekki fyrirferðameiri og þyngri heldur en nauðsyn krefur. Af þessu þrennu sem sýnt er á mynd- inni, má nota allt við vinnu, og er það þó einna heppilegasti klæðnað- urinn til ferðalaga. Nankinsbuxurn- ar kosta um 230.00 krónur, en það er nú orðið svo mikið úrval af slík- um buxum, að það er sjálfsagt að athuga það eitthvað nánar. Peysan er á því verði sem gerist núna um klukkuprjónaðar ullarpeysur. Það er að segja milli fimm og sex hundr- uð krónur. Af vindjökkunum er það að segja, að þar er verðið miklu meira á reiki, en þessi sem við náðum í kostar tæpar níu hundruð krónur. En það er alltaf bezt að ganga í nokkrar búðir og athuga hvernig framboðið er. —O— Þessar tvennu töskur og innihald þeirra eru að mörgu leyti nytsam- legar og þó hentugastar í skyndi- ferðir. Þær eru að visu nokkuð dýr- ar, en það rýrir auðvitað ekki nota- gildið. 1 stærri töskunni eru tvenn hnífapör, tveir diskar, tveir bollar, brúsi og box. Auk þess tveir staukar, sem má nota undir hvað sem er. Verðið er tæpar átta hundruð krón- ur. í minni töskunni er einn brúsi, bolli, hnifapör, brauðkassi, diskur og staukur. Það kostar tæpar fjögur hundruð krónur. Skulum við láta staðar numið í þetta skipti, en vænt- um að geta veitt einhverjar upplýs- ingar um hitt og þetta I náinni framtíð. Þegar maður undirbýr þjálfun í hlaupi, verður að gera greinarmun á því, hvort stunda eigi hlaup á stuttum eða löngum vegalengdum. Það gefur augaleið, að allt aðrar kröfur eru gerðar til getu manna í 100 metra hlaupi, en i 10.000 metra hlaupi. Það er að segja, að úthald þarf að vera annað og meira á 10.000 metrunum og snerpan er fyrir öllu á 100 metrun- um. Þar sem varla er við því að búast að unglingar stundi lengri hlaupin, nema i æfingarskyni, þá skulum við snúa okkur að t.d. 100 metrunum. Þar hefur viðbragðshraðinn í byrjun einna mesta þýðingu og byggja flestir spretthlauparar á sem mestum við- bragðshraða. Fyrst tekur maður sér stöðu og er þá bezt að hafa búið smá gróp fyrir fæturnar, sem spyrnt er í, þegar tekið er á rás. Bilið milli gróp- ana á að vera þannig, að tá aftari fótar nemi við hæl fremri fótar. Það er fljótgert að ganga úr skugga um hvernig það er gert með þvi að reyna stöðuna á gólfi. Heppilegt er að fjar- lægð frá fremri fæti að höndum sé um hálft annað fet og er algengast nú að styðja sig á hnúanna og hand- leggirnir hallast dálítið fram á við. Þegar gefið er merki um að vera tilbúin, er breytt um stellingu þannig að fæturnir mynda rétt horn eða svo til. Aftari fóturinn er dreginn hratt framávið, en ekki of hátt, það væri eingöngu ti lað eyðileggja árangur annars í viðbragðinu. Varast skal að reigja sig of mikið á hlaupunum, skrokkurinn á að halla ögn framávið. Einnig er vert að athuga að hreyfa handleggina í nokkuð stórum sveifl- um og aldrei uppfyrir höku. Sprett- hlaup krefst mikils átaks á stuttum tíma og þar er viðbragðshraði og tækni mikils virði. Það er til litils að rjúka af stað, allt hvað af tekur og reyna á sig eins og hægt er. Það hef- ur að líkindum aðeins það í för með sér, að menn koma seinastir í mark. Algengasti galli hjá byrjendum er of mikil stifni um axlir og mjaðm- ir, sem hindrar eðlilegar hreyfing- ar. Þess vegna er gott að hafa það hugfast, að maður verður að lofa skrokknum að ná mestum hraða með því að leggja áherzlu á eðlilegar hreyfingar fótana og fá þannig mesta spyrnu. Góður árangur í þessu, er undir því sama kominn og í svo mörgu öðru, að leggja fullkomna rækt við smáatriðin. Og sá sem er ekki vel æfður undir fyrstu tíu metr- ana, hann hefur í raun réttri alls ekki æft. lcvilcniyndir Gene Kelly hefur um árabil verið einhver vinsælasti dansarinn, sem sést hefur á hvita tjaldinu. Að vísu Gene Kelly. hefur hann ekki notið eins mikilla vinsælda og Fred Astaire framan af, en það er engum blöðum um það að fletta, /að hann fór langt fram úr Fred á seinasta áratug. Allar hans myndir sem hafa komið hingað hafa verið sóttar af kappi, enda er hann sérlega skemmtilegur dansari og leik- ari. Þó er líklegt að í þeirri mynd, þar sem hann dansaði ekkert, hafi hann orðið einna vinsælastur. En það var þegar hann lék D'Artagnan í myndinni „Skytturnar þrjár“, en sú mynd var sýnd hér i langan tíma við mikla aðsókn. Gene Kelly hefur auk þess að leika í myndum, líka annast leikstjórn og þá á þeim myndum, sem hann lék í. Flest hlutverk hans hafa verið af léttara taginu, en honum er lagið að draga fram broslegar hlið- ar á persónum sínum. Hann er tæp- lega fimmtugur og ef miða má við Astaire, sem er kominn yfir sextugt, þá má búast við Því, að hann verði í fullu fjöri næstu árin. —O— Fyrir skömmu var sýnd mynd hér með austurríska leikaranum O. W. Fischer í hlutverki læknis. Þau eru orðin nokkuð mörg læknishlutverk þessa leikara, en yfirleitt hefur hann skilað þeim vel. Fischer er rúmlega fjörutíu og fimm ára gamall og hef- ur leikið í kvikmyndum í rúm tuttugu ár. Áður en hann fór að leika í kvik- myndum lék hann á leiksviðum víðs- vegar um Austurríki og Þýzkaland. Hann er þegar orðinn einn vinsælasti kvikmyndaleikari Þjóðverja og er kominn langt í því að komast framúr Curd Júrgens í vinsældum. O. W. Fischer er fæddur og uppalin í smá- bæ nálægt Wien og var tekinn til við heimspeginám áður en hann kom nálægt leiklist. En kynning hans af leiklistinni gerði það að verkum að hann lagði heimspekina á hilluna og gerðist leikari. Hann hefur yfirleitt verið nokkuð sjálfstæður ef ekki sér- vitur í mati sínu á hlutverkum og þess vegna. hefur hann oftast nær sjálfur staðið fyrir þeim kvikmyndum sem hann hefur leikið í til þess að þurfa ekki að fara eftir neinum öðrum en sjálfum sér. Og hingað til hefur hon- um tekist bæriiega á þann máta. O.W. Fischer. —O— Frankie Avalon hefur eins og aðrir rokksöngvarar séð framá það, að kvik- myndir hafa sitt að segja í samkeppn- inni. Þannig er ekki nóg með það, að unglingar um allan heim heyri i þeim, heldur fá þeir að sjá söngstjörnurnar Alana og Frankie. sinar. 1 kvikmynd sem hann lék í fyrir nokkru, kom fram annar nýliði og var það Alana Ladd, dóttir hins dáða kvikmyndaleikara Alan Ladd. Það verða að sjálfsögðu ekki nein háfleyg hlutverk, sem Frankie mun fara með í framtíðinni, þar sem hans vinna er að skemmta fólki, en ekki að vekja það til umhugsunar um eitt eða ann- að. Ehda hefur hann skemmt fólki það vel að hann er orðinn Elvis all- hættulegur keppinautur. Undanfarin þrjú ár hafa plötur hans selst í upp- lögum, sem eru komin langt yfir tíu milljónir og það er nú slatti. 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.