Vikan - 19.10.1961, Qupperneq 9
Annars vegar eru á Keflavíkurflugvelli hernaðarmannvirkin, flugbraut-
irnar og flugskýlin; hinsvegar íbúðarhverfin með tveggja hæða húsumi,
malbikuðum vegum og grasflötum á milli.
Síðan flugvallarframkvæmdir hðf-
ust í hrjóstugri heiðinni ofan við
Keflavík, hefur mikill styr staðið um
tann blett og má raunar segja, að
hann sé sérstakt land í landinu. Völl-
urinn eða „beisinn" eins og Þeir kalla
hann í Keflavík og nágrenni að hætti
amerískra, hefur orðið einskonar
hulduland fyrir allan almenning. Það
hafa borizt út tröllauknar sögur af
þessu óhrjálega útkjálkaplássi, um
smygl, um svimandi peningatekjur,
um vændi og ólifnað, um hermang og
svínarí, um ógnun við íslenzka menn-
ingu og Þar fram eftir götunum.
Þegar framkvæmdir stóðu sem
hæst á Keflavíkurflugvelli, var þar
meiri tekjur að hafa en í nokkurri
annarri atvinnu á Islandi og menn á
öllum aldri streymdu suður með sjó
líkt og þegar þeir fóru í Þorskhausa-
ferðirnar þangað í gamla daga, en
eftirtekjan varð drýgri. Þarna bjuggu
menn við frumstæð húsakynni, fram-
kvæmdu þrautleiðinleg verk að því
er flestir eru sammála um — og allt
fyrir peninga og ekkert annað en
penniga. Það var afskaplega mikið
talað um það á þessum árum, hvað
vallarvinnan væri leiðinleg og hvað
Kaninn færi í taugarnar á þeim, en
þeir unnu þar samt. Maður nokkur,
sem vann þar lengi, sagði mér, að
fjölmargir hefðu orðið afskaplega
andstæðir öllu, sem amerískt var.
Þeir urðu ekki kommúnistar, sagði
hann, en völlurinn, fólkið og vinnan
fór svo í taugarnar á þeim, að þeir
þoldu ekkert að vestan. Svo risu upp
heilagir vandlætarar, sem ósköþuðust
yfir slíkri misnotkun á íslenzkri jörð
og kváðu dauðadóminn yfir fornum
og merkilegum menningararfi okkar.
En þrátt fyrir allt héldu flugbraut-
irnar áfram að teygja sig út um
hraunið og það reis upp talsverð
byggð á íslenzkan mælikvarða. En
það pláss er eins ólíkt innlendum
þorpum og dagurinn er frábrugðinn
nóttinni. Þar búa nú 270 fjölskyldur
og í allt eru um fjögur þúsund
manns innan „girðingarinnar" frægu.
Þetta er sérstakur heimur út af fyrir
sig, þar sem séð er fyrir þörfum borg-
aranna á venjulegan hátt, eða öllu
heldur á amerískan hátt. Keílavíkur-
flugvöllur er eins og sjálfstætt ríki
Á Keflr víkurflugvelli búa 270 fjöl-
skyldur; þar er barnaskóli og flesíar
þær stofnanir, sem kom'a fyrir í
venjulegu þjóðfélagi. Hér er her-
maður af vellinum í barnahóp á
leikvelli.
KEFLAVÍKUR
FLUGVÖLLUR
i
WfsmÍÍmm
Hart
ÍMfffKfMtfH ’’
■y:-;.yy.ýý,ý'.y;.yyyy<
wm
VIKAN 9