Vikan


Vikan - 19.10.1961, Síða 29

Vikan - 19.10.1961, Síða 29
— Eg kem tessu af sjálf, svaraSi hún. En hann lét sem hann heyrBi þaO ekki, tók fatiB og fór aö þurrka þaB. •Tæja, hann reyndi þó aö vera vin- gjarnlegur. EBa kannski gekk hon- um eingöngu hæverska til. Ef hann hefBi hara ekki komiB einmitt núna .... varir hennar tóku aS titra og augu hennar fylltust tárum. Hún þorSi ekki aS treysta rödd sinni, og biðja hann að láta sig eina. Átti þvi ekki annars úrkosta en reyna aB einbeita sér að uppþvottinum. . . — ÞværBu alltaf upp úr saltvatni? :spur8i hann. — Eg skil ekki hvað þú átt viB. . . —• Þú fellir tár í uppþvottarvatniB, sagði hann. — Eg er búinn að telja þrjú, síðan ég kom inn. Hann Iagði frá sér handklæðið, tók um öxl henni og neyddi hana til að líta framan I :sig. — Þú grætur, Lísa . . . Nei, svaraði hún og sneri sér undan. — Slepptu mér. Eg er blaut um hend- urnar. — Og líka vot á vangann, sagði hann og þerraði Þá kinnina, sem að honum sneri. Svo tók hann undir höku henni og bjóst til aS þerra hina kinn- ina. — Það hrökk eitthvað upp í augað, •sagði hún og vissi ekki hvað hún átti til bragðs að taka. — Jæja, ástin mín. Hvað er það eiginlega sem þig tekur svo sárt? Ástin mln . . . orðið nfsti hana aB 'hjartastað. Og Þð fann hún einhvern annarlegan yl læsast um sig. — Ekkert. Eg er bara dálítið þreytt . . . i slæmu skapi . . — Ertu enn aS harma þennan Pét- ur þinn? Er Það hann, sem þú ert aB gráta ? — Nei, jú . . ég . . . farðu . . . Hún fann arma hans vefjast um sig. — Þú ert ekki sérlega leikin í aS skrökva, vina min, mælti hann ástúð- Iega. — Þú hefur ekki hugsaB til Péturs Farleys í marga mánuði. Ekki sfðan þú komst hingað, svo mikið er vist. — Hvernig veiztu bað? spurð! hún og lézt verða mððguð. — Eg veit ekkert um það. En Mikki fullyrðir þetta. — Mikkl . . . hann hafði aldrei neina hugmynd um það. Hvorki bann né aðrir. — Það er einkennilegt hvað fðlk tekur eftir hlutunum, sagði Victor alvarlega. — Mikki sagði, að Þú hefð- ir tekið bér það nærri, þegar Pétur opinberaði. en látið sem ekkert værl Þegar hann kvæntist. Og nú roðnar bú ekki, þótt á hann sé minnzt. Þú elskar hann varla enn, Lfsa? — Nei, það geri ég að vlsu ekkl, viðurkenndi Lfsa. — En eitthvað varð ég að segja, Victor . . . vegna Maur- een. — Maureen ætlar til Bretlands, og þar ætlar hún að giftast einhverjum Andy, mælti hann rólega. — Hún hefur þráð hann stöðugt, enda þött ekkert okkar hefði hugmynd um það. Og nú skrapp hún til Nova Friburgo . . . til að senda honum símskeyti. — Andy, endurtók Lisa, og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Og allt í elnu skildi hún hvað hafði vald- ið hinu annarlega eirðarleysl Maur- een og þunglyndi. Það hafði ekki verið það, að hún óttaðist að missa Victor — heldur harmaði hún Andy. —• Er . . . . er þetta satt? spurði hún furðu lostin. Hann kinkaðl kolli. — Já, það er satt. Móður þinnl fellur þetta illa. BRAUÐOSTll Það vottaði allt í einu fyrir glettni i sr MEISTARAVERK augum hans. — Hún virðist hafa verið* „T7 XTci SKAPARANS farin að fella sig við þá tilhugsun, að ég yrði tengdasonur sinn. . . en hváð segirðu annars um það, Lísa? Og hann þrýsti henni að sér. Lísa hafði ekki áttað sig fyllilega á því enn, að Maureen skyldi vera lögð af stað til Nova Friburgo, og ætlaði að senda Andy skeyti um að hún kæmi til hans. — Það væri leiðinlegt, ef mamma yrði fyrir vonbrigðum, mælti hún titrandi röddu. Hann strauk lokka hennar og tár- vota vangana, tók síðan undir höku henni og horfði beint í augu hennar. — Ertu viss um, það sé ástæðan? spurði hann. Áður hafði hún fullyrt Það, vegna Maureen, að hún elskaði hann ekki... Og nú þurfti hún ekki að segja ósatt lengur. Loks gat hún sagt Það, sem hún hafði alltaf þráð að mega segja honum: — Eg elska þig, Mic. Og ég mun alltaf elska þig. . . Sögulok. Framliald af bls. 7. allt, sem við neyttum, ég þurfti ekki að gera annað en fylgja henni, hvert sem hún fór, eins og tryggur hundur. aði farið fyrir okkur bæði og einnig Hún leit bókstaflega aldrei af mér. En ég var líka steinhættur að hugsa um flótta og lét mér vel líka allar varúðarráðstafanir Mariu. Svo var það um kvöldið, að við sátum inni í veitingahúsi og borðuð- um kyöldverð. Ég þurfti að bregða mér afsíðis, þangað sem María gat ekki fylgt mér. Þegar ég kom að snyrtiklefadyrunum tók ég eftir því að gangurinn náði þvert í gegnum húsið og út í bakdyrnar, sem sneru út að fjölfarinni götu. Meðan ég var inni í snyrtiklefanum datt mér í hug, að hér væri gullið tækifæri til Þess að sleppa. En langaði mig í rauninni til þess að sleppa? Ég var farinn að sætta mig við tilhugsunina um svert- ingjabörn, litla kolsvarta anga, eins og þá, sem systir Mariu átti. En þá flaug mér I hug, að ég myndi aldrei geta um frjálst höfuð strokið, eftir að ég kæmi til Kúbu aftur, hvert fót- spor mitt yrði vaktað, svo ég fengi ekki tækifæri til Þess að strjúka aftur. Og ég, sem mat frelsið allra gæða mest, eða svo hélt ég. Þegar ég kom út úr klefanum, skauzt ég gegnum ganginn, sem lá til bakdyrana. Andartaki síðar stóð ég úti á götu og stökk upp i strætisvagn. Já, frelsið er öllu dýrmætara, dreng- ir mínir. New York er stór borg og eríiðara að finna mann, sem vill leynast i slík- um stað, en fordæmda sál í víti. Ég var nokkra daga um kyrrt í borg- inni og var lítið á stjái. Én á tiltekn- um degi mætti ég um borð í skipinu, sem ég var skráður á og fara átti í skipalest til Murmask. Jæja, til Murmask komst ég aldrei. Skipið varð fyrir tundurskeyti og brezkur tundurspillir bjargaði helm- ingnum af áhöfninni þar á meðal mér. Hinir fórust. Eftir þetta var ég á hinum og þess- um skipum. Árin liðu, og ég frétti ekkert af Maríu. Skömmu eftir stríðs- lokin var ég skráður háseti á far- þegaskip sem sigldi í áætlunarferðir milli Hong-Kong og Singapore. AB- búnaður allur var hinn bezti á skipi VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.