Vikan


Vikan - 23.11.1961, Page 2

Vikan - 23.11.1961, Page 2
Slankbelti eða brjóstahaldari er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar vel þekktu KANTER'S lífstykkjavörur, sem eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum, i nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá For§íðan Ef veitt væru Nóbelsverðlaun fyrir jazzleik, trompetleik, hljóm- sveitarstjórn, — eða jafnvel jazz- söng, er ekki vafamál að Louis Dan- iel Armstrong, eða bara „Satchmo“ hefði fyrir löngu komið til greina, sem verðlaunahafi. Það nuetti ef til viil segja að söngur hans sé ekki í þeim flokki, sem til greina kæmi ef um slík verðlaun væri að ræða, því vissulega er hann ekki fágaður né röddin tær, en samt er ekki ó- sennilegt að fáar söngraddir séu bet- ur þekktar í heiminum í dag. Satchmo — dregið af orðinu sat- chelmouth, eða pokakjaftur — fædd- ist árið 1900 í New Orleans, þar sem vagga jazzins er talin hafa verið. Foreldrar hans voru svo fátækir að ekki var hægt að kaupa handa hon- um hljóðfæri, þótt hann sýndi snemma áhuga fyrir þeim. Það varð honum e.t.v. til happs, að hann var settur á heimili fyrir ósýriláta drengi, er hann hafði skotið úr byssu úti á götu á gamlárskvöld. Þar komst hann yfir lúður og eftir skamman tíma varð hann stjórn- andi drengjahljómsveitar þar. Nú er Louis Armstrong fyrir löngu orðinn heimsfrægur fyrir leik sinn og fátæki drengurinn frá New Orleans orðinn miljónari, þekktur um allan heim. ★ — Afsakið, en ég held að gæsin sé ekki fullsteikt.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.