Vikan


Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 30.11.1961, Blaðsíða 3
AÐ SEKTA VEGFARENDUR ... Póstinum berast svo mörg bréf, þar sem kvartað er yfir umferðar- menningunni að við liggur að tek- inn verði upp vikulegur umferða- menningarkvörtunarþáttur í þessum dálkum. Hér kemur eitt þessara bréfa, og hefur bréfritari sannarlega orð að mæla: Kæri Póstur. Nýlega tók lögreglan loksins upp á því að gera strangari kröfur til bilstjóra og sekta þá fyrir allskyns smábrot, og er það vel, þvi að lög- reglan hefur til þessa verið allt of væg og umburðarlynd. Auk þess er það mjög til batnaðar, að nú sekta lögregiuþjónar menn á staðnum fyr- ir öll smábrot. En það er eins og blessuð lögreglan geri sér alls ekki grein fyrir þvi, að umferð er ekki fólgin í ökutækjum einum saman — það má ekki gleyma gangandi fólki. Þótt stjórnendur ökutækja séu oft hirðulausir og þverbrjóti daglega alls kyns umferðarregiur, leyíi ég mér að fullyrða, að vegfarendur eru mun verri hvað þetta snertir — fólkið kann beiulinis ekki að ganga á götunum. Til dæmis er eins og götuvitarnir komi því yfirleitt ekk- ert við, og það er tilviljun ein, ef það gengur yfir götuna, þar sem því er ætlað, og þannig mætti lengi telja. Mér finnst vissulega tími til þess kominn, að vegafarendur séu vittir og sektaðir fyrir öll smábrot — er- lendis er strangt á því tekið ef veg- farendur fylgja ekki umferðarregl- um, hérlendis virðast menn einbiina á stjórnendur ökutækja, svo að veg- farandinn gleymist. Með þakklæti fyrir birtinguna. Páll. GOTT OG EKKI GOTT ... Annað sígilt bitbein lesenda virð- ist vera Ríkisútvarpið, og eins og venjulega eru lesendur engan veg- inn á sama máli. Stundum eru menn að óskapast yfir einstökum þáttum útvarpsins, og er slíkt nöldur oft heldur kjánalegt — það er eins og hlustendum lærist seint að loka fyr- ir útvarpið, ef þeim mislíkar og geri sér naumast grein fyrir því, að aum- ingjans útvarpið er að reyna að þóknast öllum hlustendum en ekki nokkrum einstakiingum. Hér birt- ast svo tvö bréf — annað í sigild- um nöldurstíl, og svo hitt, sem tek- ur málstað Ríkisútvarpsins: Kæri Póstur. Ja, hérna hér. Hefurðu heyrt „barnatímann" hans Jónasar J.? Finnst þér það ekki bífræfni að bjóða fólki upp á slíkt? Ég legg til að hann fái sig fluttan í barna- timann, þ. e. a. s. ef þátturinn er ekki einum of barnalegur þar líka ... Ein, sem álpaðist til að hlusta síðast. P. s. Það er svo sem ekki við góðu að búast — þátturinn er í dagskrá Ríkisútvarpsins — þú skilur. Nei, ég skil fjandakornið ekki neitt. Mér hefur fundizt þáttur Jónasar alveg ágætur hingað til og það fyrir hvern sem er. — Úlgefandi: VIKAN H.F. Svo kemur hitt bréfið, sem Ríkis- útvarpinu þykir vafalaust vænt um, auk þess sem ég er sannfærð- ur um, að fjöldi hlustenda er því fyllilega sammála: Höfn, Hornafirði. Kæra Vika! Ég hef nýlokið við að lesa síðasta tölublað Vikunnar, og er þar að vanda margt skemmtilegt og gott að finna. En sumt finnst mér þó ekki falla mér vel i geð, eins og þetta bréf frá „Einni í vigahug“, sem mér finnst vægast sagt kátbroslegl. Það er mjög lítilfjörlegt að ráðast í „vígahug" að þeim, sem aldrei réttir upp hönd fyrir höfuð sér, eins og Ríkisútvarpið, og er það áreiðan- legt, að þeir gagnrýna það mest, sem minnst hlusta. Þeir eru, held ég, óskaplega ein- hæfir, sem ekkert finna nýtilegt, nema við þáttinn „Við vinnuna", sem er einna einhæfasti þátturinn, sem fluttur er, byggður á sömu dæg- urlögunum mánuðum saman, og sorglegt er, að ungt fólk skuli vera svo taugatrekkt, að það hafi ekki stöðvun til að hlusta á hina hljóðlátu og notalegu dagskrá sunnudagsins. Ég tel mig nú enn með unga fólkinu, þótt ég sé komin yfir tvítugt og held ég sé ekki ein um það að taka erindi Brodda Jóhannessonar, sem eru alltaf óborganleg, og músik Carls Billich og félaga og þeirra líka langt fram yfir „kanann“. Hvernig færi þetta unga fólk, sem orðið er svo ameriskt, að lifa úti á tandi, þar sem „kanaglamrið" nær ekki til? Því segi ég: Lengi lifi Rik- isútvarpið með öllum þess kostum og hafi eilífa þökk fyrir tilveru sina. Ein, sem hlustar. P. s. Þið megið birta þetta, þótt ekki væri nema til að striða suinum. — — Heyr! Ætli málið sé samt útrætt? SÁLFRÆÐI ... Iværa Vika! Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir margar skemmtilegar og fróð- legar ánægjustundir. Ég hef fylgzt með spurningadálk- um þínum og séð þig leysa á skemmtilegan hátt og oft snilldar- legan hátt vandamál fólks úr dag- lega lifinu — bæði hvað viðvíkur smáatvikum, sem fólk veit ekki hvernig það á að bregðast við og svo aftur hvernig hjónabandinu skuli hagað! En nú er komið að mér að biðja um hjálp. Svoleiðis er, að ég hef brennandi áhuga á sálfræði, en þar sem ég er nú á þessum „erfiða og viðkvæma“ aldri (18 ára), get ég ekki með nokkru móti fengið mig til að láta þetta uppi við nokkurn mann — enda ekki um neinn að ræða — til að fá tilsögn. Og nú iangar mig til að biðja þig um að gefa mér nokkrar upplýsingar um það, hvaða bækur ég skuli lesa og þá hverjar fyrst (i röð) og hvort þær muni vera fáanlegar á bóka- söfnum bæjarins. Ég er í skóla (M.R.) og hef ekki peningaráð til að kaupa dýrar bækur. Viltu svo segja mér um álit þitt á þessu — Ritstjóri: Gísli SigurSsson (ábm.) AoglýainBustjóri: Jóhannes J.örundBsoh. kannske er það of snemmt fyrir mig að byrja á þessu? Og að lokum langar mig til að spyrja þig spurningar, sem kemur fyrri hluta bréfsins að sjálfsögðu ekkert við: Hver hefur þýtt leikrit Osborne's, Horfðu reiður um öxl? Með fyrirfram þakklæti vona ég, að bréfið komist til réttra aðila og verði svarað innan skamms. Tryggur lesandi. Það er skemmtilegt til þess að vita, að ungt skólafólk hafi áhuga á sálarfræði, og í sannleika sagt má það furðu sæta, að ekki skuli vera kennt o. m. k. ágrip af sál- arfræði og heimspeki við fram- haldsskóla hér á landi. Ég held þér væri hentugast að fá þér bók- ina Hagnýt sálarfræði eftir Símon Jóh. Ágústsson, en það er al- mennt ágrip af sálarfræði og gef- ur lesanda góða innsýn í fagið. I þeirri bók muntu fá haldgóðar upplýsingar um aðrar bækur, sem þér væri hollt að kynna þér. Leikritið Horfðu reiður um öxl þýddi Thor Vilhjálmsson. ORÐLJÓTUR ... Elsku Vika mín, hvað á ég að gera? Hann sonur minn, þriggja ára, er orðinn svo orðljótur, að mér er ekki farið að standa á sama. Það þýðir ekkert að vanda um fyrir hon- um, þá færist hann allur í aukana, RitKtjórn og auglýslngar: Skípholtl 33. Slmar: 35320, 35321, 35322. Póst- . hólf 149. Afgreiðsla og dreitlng: • BlaOadreifing, Miklubraut 15, simt ' • 36720. Drelfingarsljóri: Óskar Karis- i son. VerO i lausasölu kr. 15. Askrift- arvérO er 200 kr. érsþriðjungstega, .. greiOist fyrlrfram. Prenlun: Hilmir h.f. Myndamót:. Raígraf h.f. blessaður. Kanntu nokkurt ráð við þessu? Mamma. Ef ekki þýðir að banna barninu, hefur það gefizt mörgum vel að fara lymskulega að því og ýta undir það að barnið bölvi — hrósa því fyrir ljót orð og hvetja það til þess að segja þau aftur og aftur. Þegar barn blótar vísvit- andi, stafar það af einhverjum uppreisnaranda, en þegar ekkert er til til þess að gera uppreisn gegn, lækkar í því rostinn. Ef þetta dugar ekki, geturðu huggað þig við, að þetta líður mjög sennilega hjá fyrr en varir. BJÓRINN ... Kæri Póstur minn. Hvers vegna eru allir hættir að tala um bjórinn? Hvar eru allir þessir vigalegu bjórvinir, sem börð- ust svo hreystilega fyrir þessum dá- samlega drykk í vor? Fylgdi ekki hugur meira en svo máli, að þegar ekki blæs byrlega, leggja þeir allir niður rófuna? Það þýðir ekki að gefast upp, þótt fyrsta lota mis- heppnist. Mér finnst þetta allt of mikilsvert baráttumál til þess að menn þegi yfir þvi. Það verður að byrja nýja herferð og stappa stál- inu i alla bjórvini. Þeir eru ekki búnir að tapa, meðan þeir geta bar- izt. Jón bjórvinur. Framkvœmdastjóri: Iíílmar A. Kristjánsson. / næsfa blaði verður m.a.: * Forsíðumynd: Telma Ingvarsdóttir í fjörunni hjá Skúlagötu. * Smásaga í þýðingu Lofts Guðmundssonar: Kona annars manns. * Kaupsýslumenn í Reykjavík fyrir 50 árum. Myndir af 24 helztu kaupsýslumönnum Reykjavíkur fyrir hálfri öld og grein. * Tönnin. Gamansaga eftir Robert Benchley. * Flæðir yfir Faraó. Grein og myndir um fornminjarnar í Egyptalandi sem fara í kaf við Aswanstífluna og hvaða ráða- gerðir eru uppi til að bjarga þeim. * Sonur minn Sinfjötli. Kafli úr nýútkominni bók Guðmundar Daníelssonar. * Gengið í búðir. Þátturinn fjallar einkum um húsgögn að þessu sinni. * Litið inn í Lidó. Myndafrásögn af kvöldi í Lidó. * Lúxus með lánskjörum. Vikan hefur gert rannsókn á láns'- verzlun einkum í Reykjavík og niðurstöðurnar birtast í næsta blaði. * Boðskapur jólanna. — Smásaga eftir Gloriu Grant. * Athugið, að næsta blað er 52 síður.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.